Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 Viðskipti Steinb. á fiskm. Mi Fi Fö Má Þr Mi Þingvísit. húsbréfa R fö Má Þr Mi Svartolía tonn Þr Ml Fi Fö Má Þr Gengi marksins Mi Fi Fö Má Þr Mi Kauph.í Tokyo Markiðáuppleið Steinbítur á fiskmörkuöum hef- ur selst á lægra verði í þessari viku en þeirri síöustu. Munar þar um allt að 10 krónur á kílóið að meðaltali. Þingvísitala húsbréfa hefur stigið örlítið upp á við í vikunni eftir nokkurt jafnvægi í síðustu viku. Á einni viku hefur svartolía á Rotterdam-markaði lækkað um tæp 4 prósent, úr tæpum 94 doll- urum tonnið í 90 dollara sl. þriðjudag. Gengi þýska marksins gagnvart íslensku krónunni hefur verið á hægri uppleið síðustu daga. Sölu- gengið var 42,55 krónur í gær. Nikkei hlutahréfavísitalan í kauphöllinni í Tokyo féll í gær um 2%, eða ein 500 stig úr 20216 í 19744 stig. Síðustu dagana á undan fór vísitalan stöðugt hækkandi. -bjb Lánsloforö Fiskveiðasjóðs til skipasmíða: 1670 prósenta meiri lán innanlands - en erlendis á síðasta ári Stjóm Fiskveiðasjóðs kom saman á þriðjudag til að fjalla um tilmæli Sighvats Björgvinssonar iðnaöarráð- herra til sjóðsins um að breyta út- lánareglum þannig að lán til skipa- smiðaverkefna verði öll vegna inn- lendra verkefna. Stjórnin samþykkti að óska eftir samstarfi við ráðuneyti sjávarútvegs, viöskipta og iðnaðar um aðferðir til að efla íslenskan skipasmíðaiðnaö og stuðla að því að skipasmíðaverkefni verði unnin hér á landi. Jafnframt telur stjóm Fisk- veiðasjóðs æskilegt að efnt verði til viðræðna við aðrar lánastofnanir, s.s. Iðnlánasjóð, Iðnþróunarsjóð og banka, um lánveitingar vegna inn- lendra skipasmíðaverkefna. „Við teljum hæpið að loka eina lánastofnun af í þessu efni. Það þjón- ar engum tilgangi," sagði Svavar Ármannsson, aðstoðarforstjóri Fisk- veiðasjóðs, í samtali við DV. í máli Svavars kom fram að á síðasta ári voru lánsloforð til skipasmíðaverk- efna innanlands ríflega 450 milljónir króna á móti 25,5 milljónum til verk- efna erlendis. Þetta gerir 1670 pró- senta meiri lán til verkefna innan- lands en erlendis. Sjá nánar með- fylgjandi graf. Á grafinu em lánsloforð síðustu tveggja ára hjá Fiskveiðasjóði fyrst og fremst vegna viðhaldsverkefna en ekki vegna nýsmíða. Þaö sem af er þessu ári nema lánsloforð sjóðsins vegna skipasmíðaverkefna um 100 milljónum króna sem skiptast jafnt milli verkefna erlendis og innan- lands. -bjb Lánsloforð Fiskveiðasjóðs — tii skipasmíöaverkefna — Norræni fj árfestingarbankinn: 5 milljarða hagnaður Hágnaður af starfsemi Norræna fjárfestingarbankans nam rúmum 5 milljörðum króna á síðasta ári sem er 26% meiri hagnaður en árið 1992. Vaxtamunur jókst um 36% á árinu og nam rúmum 8 milljörðum króna. Aukningin skýrist m.a. af breyttri reikningseiningu bankans úr SDR yfir í ECU-mynt á árinu. Á síðasta ári lagði bankinn 1,2 milljarða inn á afskriftasjóð og varð fyrir einu útlánatapi upp á 254 millj- ónir. Samsvarandi tölur fyrir árið á undan voru töluvert hærri. Heildar- útlán bankans um sl. áramót námu tæplega 370 milljörðum króna. Mestur hluti útborgaðra lána á ár- inu 1993 til Norðurlanda tengdust umhverfismálum með einum eða öðrum hætti, eöa fyrir um 18 millj- arða króna. Á árinu jukust verulega lánveitingar til verkefna í Asíu. Norræni fjárfestingarbankinn er í eigu Norðurlandanna en þau hækk- uðu grunnfé bankans um 50% á síð- asta ári. Grunnféð nemur nú 230 milljörðum króna. Sem kunnugt er verður Jón Sigurðsson seðlabanka- stjóri næsti aðalbankastjóri Nor- ræna fjárfestingarbankans og tekur við þeirri stöðu í næsta mánuði. -bjb Olía og bensín á erlendum mörkuðum: Litlar verðbreytingar Þegar viðskipti hófust með hráolíu á markaði í London í gærmorgun var tunnan seld á 13,68 dollara sem er heldur hærra verð en sést hefur síð- ustu daga. Þá virðist verð á svartolíu vera á niðurleið eftir að tonnið náði hæst tæplega 94 dollurum. Á þriðju- dag var tonnið komið í 90 dollara. Að öðru leyti hafa litlar verðbreyt- ingar átt sér stað á olíu og bensíni á erlendum mörkuðum undanfarna viku. Þó gerðist það sl. þriðjudag í fyrsta sinn í tvær vikur að 98 oktana bens- ínið á Rotterdam-markaði hækkaði um dollar tonnið, fór í 148 dollara að meðaltali. Hins vegar lækkaði blý- lausa bensíniö, 92 og 95 oktana, sama dag um tvo dollara tonnið. Gasolían hefur verið í kringum 140 dollara tonniö síðustu daga. Únsan af gulli á markaði í London virðist vera á uppleið á ný. Þegar viðskiptum lauk sl. þriðjudag var únsan á 381 dollar. Hveiti hefur held- ur lækkað á mörkuðum í Chicago og hefur lægra verð ekki sést síðan í nóvember sl. Verð á sojamjöli á sama markaði er svipað. BómuÚ í London helduráframaðhækka. -bjb '*' ~ ' ' ' '' ' ' ' V ' ' - '' '' X-x > . '■''' ''/•'■/ í i?' ''A ’f > ~ SWJí:5í:íífÆf5ffííSÍA;: WjVöruverð á erlendum mörkuðuml 380 360 350 D J F M D J F M | Bensín 95 okt. 150 145 , ^ [j\ 1140 135' 130 aJ A/ [ ) J F M Lítil þátttaka í útboðihús- næðisbréfa Aðeins tveimur af fimm tilboð- um í húsnæðisbréf var tekið í útboði sl. þriöjudag. Tilboð bár- ust fyrir 61 milljón króna að nafn- virði en tilboöin tvö, sem tekið var, voru upp á 11 milljónir. Hæsta ávöxtunarkrafa var 5,20% en sú lægsta 5% þannig að meðalávöxtun var 5,12%. Tekið var tilboðum með 5% ávöxtun. Næsta útboð húsnæðisbréfa fer fram 15. mars nk. Stálsmiðjani greiðslustöðvun Stálsmiðjan hf. í Reykjavík fékk í gær heimild tO greiðslustöðvun- ar næstu þrjár vikur. Þar meö hefur fjórða fyrirtækið bæst í hóp þeirra skipasmíðastöðva sem eru í greiðslustöövun. Fyrir eru Þor- geir & Ellert á Akranesi, Slippur- inn i Njarövík og Slippstöðin Oddi á Akureyri. Um 100 manns hafa unnið hjá Stálsmiðjunni að undanförnu. í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að rætt hafi verið við stærstu lán- ardrottna Stálsmiöjunnar á und- anförnum vikum um leiðir til að endurskipuleggja reksturinn. Flutningsmiði- unin meðeigin tollvörugeymslu Flutningsmiölunin hf. opnar nýtt húsnæðí á morgun í Skútuvogi og verður þar fyrst íslenskra flutningsfyrirtækja með eigin tollvörugeymslu. Samtímis mun fyrirtækið taka upp pappírslaus viðskipti við Tollstjóraembættið varðandi tollafgreiðslu. Flutningsmiðlunin var stofnuð árið 1980 og þar starfa 10 manns. Fyrirtækið velti nær 270 míUjón- um króna á síöasta ári og sá um 20 þúsund sendingar á árinu. Sighvaturíund- armeðiðnaðar- mönnum Samkvæmt fréttatilkynningu frá Samiðn, sambandi iðnfélaga, hafa íslenskar útgerðir látið smiða, gera viö og endumýja skipakost sinn fyrir 42 milljarða króna síöustu 7 ár. Þar af voru verkefm fyrir 28 milljarða króna unnin erlendis. í tilefhi af slæmri stöðu skipa- iönaðar, húsgagnaiðnaðar, bygg- ingariðnaðar og iðnaðar almennt í landinu boöar Samiðn til fundar í kvöld með Sighvati Björgvins- syni iðnaðarráðherra. -bjb Framkvæmdir viðhóteliðá Klaustri EUnValdimarsd., DV, Kíxkjubæjarkl.: Framkvæmdir eru hafnar við að fullgera 20 tveggja manna her- bergí og eina svítu á efri hæð nýja hótelsins á Kirkjubæjar- klaustri en neðri hæðin var tekin í notkun á sl. vori. Hótelið, sem er opið allt árið, er í eigu Bæjar hf. en rekiö sem Edduhótel. Yfir sumarmánuðina mun hót- ehö hafa á að skipa gistirými fyr- ir 150 manns, auk svefnpokapláss fyrir um 80 manns. Hið nýja hót- el er þriðja stærsta hótel á lands- byggðinni. Ennfremur er Ferða- þjónusta bænda starfrækt á nokkrum bæjum í Skaftárhreppi. Þörfin fyrir gistirými er mikil í hreppnum yfir sumarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.