Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 Iþróttir Utah hef ur tak á San Antonio - Chicago tapaði heima fyrir Lakers og Cleveland vann sinn 8. sigur í röð Af sex leikjum í bandaríska körfubolatnum í nótt lyktaöi flmm þeirra með útisigrum. Hæst ber þó ósigur San Antonio gegn Utah Jazz í Texas. Karl Malone og Jeff Hornacek fóru fyrir sínum mönn- um, Malone skoraði 24 stig og Hornacek 23 stig. Þetta var fyrsti ósigur San An- tonio á heimavelli síðan 23. des- ember og þá beið liðið einnig ósigur fyrir Utah og hefur Utah því unniö allar fjórar viðureignir liðanna á tímabilinu. David Robinson skor- aöi 32 stig fyrir San Antonio. Divac kominn i gang LA Lakers vann mjög óvæntan sig- ur gegn Chicago á útivelli. Vlade Divac skoraði 27 stig fyrir Lakers og tók 11 fráköst, Nick Van Exel 22 stig og gamla brýnið James Worthy 15 stig. ScottiePippen gerði 24 stig fyrir Chicago. Miami sigraði Minnesota í fjörug- um og framlengdum leik. Glen Rice var með 33 stig fyrir Miami en hjá Minnesota skoraði Christian La- ettner 21 stig og tók 15 fráköst Minnesota tapaði sínum 14. leik í síðustu 16 leikjum. Boston laut i lægra haldi fyrir Cleveland i Boston Garden. Mark Price var í miklum ham hjá Cleve- land, skoraði 32 stig þarf 21 í fyrri hálfleik. Sherman Douglas skoraði 25 stig fyrir Boston. Þetta var átt- undi sigur Cleveland í röö sem lék án þeirra Brad Daugherty, Larry Nance og John Battle sem eru allir meiddir. Portland tók Detroit í kennslustund Portland tók Detroit í kennslu- stund og skoraði Clyde Drexler 28 stig fyrir Portland og Clifford Rob- ínson 27 stig. Terry Mills skoraði 30 stig fyrir Detroit sem beið þama sinn fimmta ósigur x röð. Dominique Wilkins skoraði 33 stig fyrir LA Clippers gegn Charl- otte og Harold Ellis 23 stig. Frank Brickowski skoraði 26 stig fyrir Charlotte og Dell Curry 20. Úrslit leikja í nótt: Boston-Cleveland..........96-110 Detroit-Portland.........107-131 Chicago-LA Lakers..........89-97 Minnesota-Miami.........100-108 San Antonio-Utah Jazz....96-106 LA Clippers-Charlotte....118-96 -JKS United í banastuði -komiöíúrslit Manchester Urnted vann stórsigur, 1- 4, á Sheffield Wednesday í síðari leik liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knatt- spyrnu í gærkvöldi en liðin mættust í Sheffield. United vann því, 5-1, sam- anlagt. Brian McClair og Andrei Kantsj- elskis komu United í 0-2, David Hirst minnkaði muninn en Mark Hughes skoraði tvisvar og innsiglaði Manc- hester United sem mætir Aston Villa í úrslitaleik 27. mars. Wolves úr 1. deild vann úrvals- deildariið Ipswich, 1-2, og komst í 8-liða úrslit enska bikarsins. Lee Mills og Andy Thompson skoruðu fyrir Wolves en Steve Palmer fyrir Ipswich. Charlton vann Bristol City, 2- 0. Tottenham og Aston Villa skildu jöfn, 1-1, í úrvalsdeildinni. Mark Bosnich, markvörður Villa, varði tvær vítaspymur. Gary Parker skor- aði fyrir Villa en Ronnie Rosenthal fyrir Tottenham. í 1. deild vann For- est 2-0 sigur á Peterboro og Southend og Millwall skildu jöfn, 1-1. -VS Evrópumótin í knattspyrnu -8-liðaúrslit Evrópukeppni meistaraliða A-riöill: Spartak Moskva - Barcelona ....2-2 Monaco - Galatasaray 3-0 Monaco.......3 2 0 1 7-3 4 Barcelona....3 1 2 0 4-2 4 Sp. Moskva....3 0 2 1 3-6 2 Galatasaray...3 0 2 1 0-3 2 B-riðiU: AC Milan - Werder Bremen..2-1 Anderlecht -Porto.........1-0 ACMilan.......3 2 1 0 5-1 5 Anderlecht....3 1114-53 W.Bremen....3 1 0 2 8-8 2 Porto.......3 1 0 2 3-6 2 Evrópukeppni bikarhafa Torino - Arsenal.......0-0 UEFA-btkarinn Boavista - Karlsruhe...1-1 í kvöld Visadeildin í körfuknattleik: Keflavík - Skallagrímur....kl. 20 Handbolti - 2. deild, úrslit: HK-ÍH...................kl. 20 Frafti - UBK............kl.20 Grótta - Fjölnir........kl.20 Ólafur með trimmhornið ísland sigraði í norrænni trimmlandskeppni fatlaðra og aldraðra 1993 eins og DV hefur áður sagt frá. Flugleiðir gáfu á sínum tíma veglegan verðlauna- grip, trimmhornið, sem Ólafur Jensson, (ormaður íþróttasambands fatl- aðra, sýnir á myndinni. DV-mynd Brynjar Gauti Úrslitin um sæti í 1. deilcfl - þrír leikir 1 kvöld Slagurinn um 1. deildar sæti í handboltanum hefst í kvöld en þá fara fram fyrstu leikirnir í úrslita- keppni 2. deildar karla. HK tekur 4 stig meö sér í úrslita- keppnina, ÍH 2, Grótta 1 og Breiða- blik, Fram og Fjölnir fara ekki með stig með sér. „Við erum óneitanlega með góða stöðu en það má ekkert út af bera. Við erum staðráðnir í að komast aft- ur í 1. deildina en til þess að það tak- ist þurfum við á öflugum stuðningi áhorfenda aö halda í kvöld og í þeim leikjum sem framundan eru,“ sagöi Rögnvaldur Guðmundsson, formað- ur handknattleiksdeildar HK, í sam- tah við DV. HK mætir ÍH í Digranesi í kvöld, Grótta mætir Fjölni á Nesinu og Fram leikur gegn Breiöabliki í Laug- ardalshöll. Allir leikirnir hefjast klukkan átta. -SK 8-liða úrslit Evrópumóta félagsliða 1 knattspymu: Góð staða hjá Milan, Monaco og Barcelona AC Milan, Monaco og Barcelona stefna hraðbyri í íjögurra höa úrslit Evrópukeppni meistarahða í knatt- spymu þegar riðlakeppni 8-liða úr- shtanna er hálfnuð. Anderlecht, Bremen og Porto virðast ætla að bít- ast um fjórða sætið. Monaco tók forystuna í A-riðlinum með 3-0 sigri á Galatasaray frá Tyrk- landi. Enzo Scifo, Youri Djorkaeíf og Júrgen Klinsmann skoraðu mörkin á 16 mínútum í kringum leikhlé. Barcelona er í öðru sæti eftir að hafa misst niður tveggja marka for- skot gegn Spartak í níu stiga frosti í Moskvu. Christo Stoichkov og Rom- ario komu Barcelona í 0-2 en á síð- ustu 13 mínútunum náðu Sergei Rodionov og Valeri Karpin að jafna, 2-2, fyrir Spartak. Savicevic tryggði AC Milan sigurinn AC Milan er með tveggja stiga for- ystu í B-riðlinum og sigraði Werder Bremen frá Þýskalandi, 2-1, í Mílanó. Paolo Maldini kom Milan yfir en Mario Basler jafnaði fyrir Bremen aðeins sex mínútum síðar. Svartfell- ingurinn Dejan Savicevic skoraði síðan sigurmark ítalanna á 68. mín- útu eftir mikil mistök í þýsku vörn- inni. Anderlecht komst í annað sætið með 1-0 sigri á Porto í Brussel. Luc Nilis var hetja heimamanna því hann skoraði sigurmarkið aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Góð úrslit hjá Arsenal Arsenal náði góðum úrslitum gegn Torino á Ítalíu, 0-0 jafntefli, í Evr- ópukeppni bikarhafa og var nær sigri ef eitthvað var. Arsenal stendur þar með ágætlega að vígi fyrir síðari leikinn í London. Karlsruhe frá Þýskalandi, sem leikur í fyrsta skipti í Evrópukeppni, náði 1-1 jafntefii gegn Boavista í Portúgal í UEFA-bikamum. Ricky Owubokiri kom Boavista yfir en Mic- hael Wittwer jafnaði fyrir Karlsruhe með glæsilegu marki. -ÞS/VS Ásgeir aftur með 300 - felldi allar keilumar öðru sinni á skömmum tíma Ásgeir Þórðarson náði þeim frá- að fella hverja einustu keilu í ein- kvöldi en þá fór íram fyrsta umferð bæra árangri i gærkvöldi að ná 300 um leik. , 1 íslandsmóti einstaklinga. stigum í keilu og er þetta í annaö Þessum einstaka áfanga náði Ás- -SK sinn á stuttum tiraa sem hann nær geir í Keilulandi í Garðabæ i gær- Jordanvillstyrkja Joe Jordan, framkvæmdastjóri enska knattspyrnuliðsins Stoke City, vill styrkja lið sitt enda er félagið komiö í hóp efstu hða í 1. deildinni og í baráttuna um úr- valsdeildarsæti. Jordan hefur augastað á Paddy Connolly, leik- manni frá Dundee Utd. Warhurstaðkomatil Paul Warhurst hjá Blackburn Rovers, sem fótbrotnaði fyrir fimm mánuðum, er allur að koma til og svo gæti farið að hann léki með Blackbum gegn Liverpool um næstu helgi. 850þúsundáviku Peter Schmeichel, markvörður Manchester United, sem af mörg- um er talinn besti markvörður heims, er sagður fá í laun sem svarar 850 þúsund íslenskum krónum á viku skrifi hann undir nýjan samning við félagið. Samn- ingurinn gildir til ársins 1998 og skrifi Daninn snjalh xmdir samn- inginn er hann orðinn hæst laun- aði markvörður heims. 83 leikir í röd Á laugardaginn, þegar United gerði 2-2 jafntefli við West Ham, lék Schmeichel sinn 83. leik í röð í marki United sem er met á þeim bænum en gamla metið átti Alex Stepney. Síðan Daninn var keypt- ur frá Bröndby árið 1991 hefur hann haldið marki United hreinu í 65 leiki. Andersen tekin í sátt Anja Andersen, sem rekin var úr danska kvennalandsliðinu í handbolta eftir heimsmeistara- keppnina, hefur verið tekin í sátt og er farin að leika að nýju. TorvilleogDean Breska skautaparið Jayne Tor- vill og Christopher Dean, sem varð í þriðja sæti á ólympíuleik- unum í Lillehammer, ætlar ekki aö vera með á heimsmeistara- mótinu sem hefst í Japan í næsta mánuði. Þau ætla þess í stað að einbeita sér að atvinnumanna- ferli sínum í íþróttinni. Forsala hjá FH-ingum FH-ingar eru með forsölu vegna bikarúrslitaleiksins gegn KA sem fram fer á laugardaginn. Forsal- an er í Kaplakrika frá klukkan 16 til 22. Þá ætla Hagvagnar að vera með fríar feröir á bikarleik- inn klukkan 15.30 frá Kaplakrika. Stuðningsmenn FH Stuðningsmannaklúbbur FH ætlar að hittast í veitingahúsinu A. Hansen á laugardaginn klukk- an 13. Rúta kemur síðan og sækir hópinn. Allir stuðningsmenn FH eru minntir á að mæta á völlinn í félagalitunum. Badmintonlandslið U-18 Norðurlandameistaramót U-18 ára í badminton fer fram í Bergen í Noregi um helgina. íslenska landsliðið er skipað eftirtöldum: Vigdís Ásgeirsdóttir, TBR, Margrét Dan Þórisdóttir, TBR, Brynja Pétursdóttir, ÍA, Tryggvi Nielsen, TBR, Njörður Ludvigs- son, TBR, og Orri Örn Ámason, TBR. Þjálfari liðsins er Karsten Thomsen. FremogB1909út Frem og B1909, tvö af þekktustu knattspymufélögum Danmerk- ur, hafa verið rekin úr deilda- keppninni vegna fjárhagsörðug- leika og verða að byrja upp á nýtt í héraðsdeildum. St. Johnstone áfram St. Johnstone sigraði Stirling Albion, 0-2, í skosku bikarkeppn- inni í knattspyrnu í gærkvöldi. -GH/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.