Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 3 DV Akranes: Vitja iosna við Búsetaíbúðir Nokkrir eigendur búseturéttar- íbúöa á Akranesi eru nú aö reyna að selja eignarhlut sinn. í al- menna kerfinu er mánaðar- greiðsla fyrir rúmlega 100 fer- metra íbúð nálægt fimmtíu þús- und krónum. JEigendum búsetu- réttarins þytór það of mitóð. Svipaðar Sbúðir eru leigðar á 30 þúsund á almennum markaði. Innifalið í mánaðargreiðslu Bú- seta er hins vegar hitakostnaður, fasteignagjöld, tryggingar, við- hald og afborganir af lánum. Vextir af lánunum eru 4,5 pró- sent. „íbúarnir fá ektó vaxtabætur af lánunum og það er mitóð órétt- læti i því. Það verður það sama að ganga yfir alla varðandi vaxta- bæturnar,11 segir Ásgeir Magnús- son, formaður Búseta á Akranesi. -IBS Leigubílstjóri: Skilaðifösku meðum 300 þúsund krónum Leigubílstjóri í Reykjavík fann tösku á glámbekk í borgjnni á mánudag með um 300 þúsund krónum í gjaldeyrí, farseðlum, greiðslukortum og fleiri verð- mætum. Maðurinn fór til lögregl- unnar og var þá reynt að hafa uppi á eigandanum en hann var þá búinn að tilkynna um hina töpuðu tösku. Þegar aðili, sem hafði milli- göngu um að aíhenda eigandan- um töskuna, rnnti hann eftir fundarlaunum fyrir fmnanda hennar eins og talið er sjálfsagt í tilfellum sem þessum urðu við- brögðin heldur neikvæð. Á end- anum var þó ákveðið að bílstjór- inn fengi sem svarar um 9 þúsund krónumífundarlaun. -Ótt Suðumes: Framsóknar í nýja sveitar- félaginu Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; Próflgör hjá framsóknarmönn- um í nýja sveitarfélaginu Kefla- vík, Njarðvík, Hafiúr fer fram 5.mars. Tuttugu gefa kost á sér; átta frá Njarðvlk og 12 úr Keílavík. Þau eru; Anna Ósk Kolbeins- dóttir, Arngrímur Guðmunds- son, Bergþóra Káradóttir, Drífa Sigfúsdóttir, Friðrik Georgsson, Gísli Hlynur Jóhannsson, Gísli B. Gunnarsson, Guðmundur Margeirsson, Gunnar Ólafsson, Gunnólfur Ámason, Hafsteinn Ingibergsson, Haukur Jóhannes- son, Ingiber Óskarsson, ísleifur Björnsson, Kjartan Már Kjart- ansson, Oddný Mattadóttir, Olaf- ur Guðbergsson, Pétur Axel Pét- ursson, Steindór Sigurðsson og Þorsteinn Ámason. Borðapantanir í síma 679967 ^ Fréttir Bann við lausagöngu hesta nurnið úr gildi 1 hluta Nauteyrarhrepps: Bara leyfð á jörð hreppstjórans - hreppstjórinn segir þetta svar við dómi héraðsdóms um bótaskyldu hesteigenda Samkvæmt heimildum DV kallaði sýslumaðurinn á ísafirði Ástþór Ág- ústsson, oddvita Nauteyrarhrepps, á sinn fund í gær í kjölfar afnáms sveit- arstjómar hreppsins á banni við lausagöngu hrossa á svæði frá Gervi- dalsá og út að Langadalsá. Umrætt landsvæði er í eigu og umsjón hrepp- stjóra Nauteyrarhrepps og er það svæöi sem hann er með hesta á. „Þarna er um ábyrgðarhluta á báða bóga að ræða þar sem samskipti bú- fjár og ökutækja eiga sér stað. Sveit- arstjóm hefur samþykkt að nema bannið úr gildi um fjögurra mánaða skeiö. Þetta afnám er fyrst og fremst til komið vegna niðurstöðu héraðs- dómi í málum þar sem árekstrar hafa orðið á vegum úti á milli hrossa og ökutækja. Þar sem lausagöngu- bann hefur gilt hafa búfiáreigendur verið gerðir bótaskyldir. Þessi um- ræða hér og víðar er með þeim hætti að þetta era viðbrögð landeigenda við því að þeir eru ekki með fiöregg sitt í höndunum. Með þessum dómi er hreinlega verið að gera jarðir þar sem vegir liggja víða ekki búrekstr- arhæfar. Þetta rýrir í raun verðgildi þeirra og getur haft þau áhrif að það lífsviðurværi sem búiö hefur verið við á jörðunum bregðist," segir Jón Guðjónsson, hreppstjóri í Nauteyr- arhreppi. „Óskynsamlegt" Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á ísafirði, sagði að hugur sinn færi ektó leynt í þessu máli. Hann vildi þó ekki staðfesta að oddviti Nauteyrarhrepps hefði verið kallað- ur á sinn fund en neitaði því ekki. „Ég hef tjáð oddvita Nauteyrar- hrepps þá skoðun mína að það væri óskynsamlegt að hreppsnefndin tæki ákvörðun um afnám banns við lausa- gögnu hrossa í hreppnum. Ektó síst vegna þess að ljóst er samkvæmt sveitarstjómarlögum að of fáir íbúar eru í Nayteyrarhreppi til þess að sveitarfélagið eigi sér tilvemrétt samkvæml þeim. í gangi eru samn- ingaviðræður og umleitun eftir samningum um sameiningu við önn- ur sveitarfélög. Þar ai' leiðandi hef ég talið þaö óskynsamlegt að sveitar- stjórnin tató þessa ákvörðun rétt fyr- ir kosningar," segir Ólafur Helgi. Sýslumenn í Rangárvallasýslu, Skagafirði og Blönduósi könnuðust ekki við að sveitarstjórnarmenn í hreppum í þeirra umdæmum hefðu haft á orði að stefnt væri að afnámi banns við lausagöngu hrossa. „Ætti ekki að þekkjast“ Þó nokkuð hefur verið um að etóð hafi verið á hross á þjóðvegum í Skagafirði og nágrannasýslunum. í ársskýrslu lögreglunnar á Sauðár- króki kemur fram að mikið hefur verið kvartað yfir lausagöngu búfiár í umdæminu. í skýrslunni segir: „Með bættu vegakerfi hefur um- ferðarþunginn autóst og einnig hrað- inn. Lausaganga ætti þar af leiðandi ekki að þekkjast, á eða við vegi, og alls ekki þar sem girt er beggja vegna vega. Hins vegar verður að taka tillit til snjóa og vega í afréttum, eins geta skepnur sloppið úr girðingum. Þá verða einnig að vera skýrari ákvæði um bótaþátt, jafnt ökumanna sem búfiáreigenda, í tjónum er stafa af ákeyrslum á skepnur." RENAULT 19 R N - með hörkuskemmtilegri og sparneytinni 1400 vél. HAGSTÆÐUSTU BÍLAKAUP ÁRSINS? Fallegur fjölskyldubíll á aðeins kr. 1.169.000,- STAÐALBÚNAÐURINNIFALINN í KYNNINGARVERÐI: • l400cc vél - bein innspýting. • 80 hö. din. • Eyðsla 8,1/100 km, innanbæjar . • Rafdrifnar rúðuvindur framan. • Vökvastýri. • Olíuhæðarmælir í mælaborði. • 460 lítra farangursrými. • Utvarp með kassettu. • Ryðvörn, skráning. Fjarstýrðar samlæsingar. Fjarstýrðir útispeglar. Oryggisbitar í hurðum. Vönduð innrétting. Snúningshraðamælir. Vetrardekk. Málmlitur. Veghæð 17 cm. RENAULT fer á kostum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.