Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 Fréttir Þyrlukaupamálið hefur velkst 1 meðförum ríkisstj ómarinnar alla tíð hennar: Sex nefndir á 4 árum án ákvörðunar um þyrlukaup - margar viðræður við Bandaríkjamenn en ríkisflármál og óeining tefla málið M «■ Fjogurra ára gangur þyrlu- málsins Haustiö 1990: Flugmenn hefja viöræöur um kaup á þyrlu viö tvo ráöherra. Nóvember 1990:100 milljóna króna heimild veitt á lánsfjárlögum vegna kaupa á björgunarþyrlu. Maí 1991: Undirbúningsnefnd skipuö vegna þyrlukaupa. Haustlb 1991: Akvörþup uni viö Bandaríkjamenn um sá'rrfr varnarliö. Ríkisstjórn ásökuö um seinagang. Febrúar 1992: Ráögjafahópur skipaöur til aö ákvaröa þyrlutegund. Apríl 1992: Nefnd fulltrúa fjögurra ráöuneyta skipuö til viöræöna viö Bandaríkjamenn. Apríl 1993: Forsætisráöherra lýsir því yfir aö ákvöröun um jiyrlukaup veröi tekin innan nokkuria vikna. Maí 1993: Dómsmálaráöherra .. og fjármálaráöherra fá umboö í tii aö leita samninga um kaup u. 1993: Nefnd leggur til 9Ö ákveðin Super Pumaþyrla veröi keypt. Samnigsdrög iiggja fyrir. 1 Ríkisstjórnfrestar ákvöröunum. Febrúar 1994: Super Pumaþyrlan seld öörum aðilum. Febrúar 1994: Dómsmálaráöherra segir ákvöröun um þyrlukaup tekna fýrir 1. mars. Febrúar 1994: Nefnd skipuö frá fjórum réöuneytum sem á i viöræöum viö Bandaríkjamenn. Mars 1994: Utanríkisráöherra og dömsmálaráöherra greinir á í yfirlýsingum sínum vegna þyrlukaupa fyrir Landhelgisgæsluna. Þyrlukaupamálið hefur nú verið til umfjöllunar hjá íslenskum stjóm- völdum í fjögur ár án þess að sjái fyrir endann á niðurstöðu í því máU. Tvær ríkisstjómir, sex nefndir, fjöldi sérfræðinga, embættismanna og ráð- gjafa hafa á þessum tíma veriö í við- ræðum og ákvarðanatökum sem ekki hafa leitt til þess ennþá að ákvörðun Uggi fyrir um kaup á björg- unarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Ágreiningur er um málið í ríkis- stjóm og stangast yfirlýsingar dóms- málaráðherra og utanríkisráðherra á í megindráttum varðandi framhald í þyrlukaupamáUnu. Lánsfjárheimild kom fljótlega Síðari hluta árs 1990 hófu starfs- menn fluggæslu Landhelgisgæsl- unnar að hreyfa við því, m.a. í við- ræðum við dómsmálaráðherra og forsætisráðherra, aö þörf væri á því að kaupa þyrlu tíl viðbótar við TF- SIF sem þá var búin að vera hátt í sjö ár í notkun og halði þá að áUti lækna bjargað 74 inannslífum. Þennan vetur var síðan gefm 100 miUjóna króna heimUd í lánsfjárlög- um tU að kaupa nýja björgunarþyrlu. í aprU árið 1991 fór hópur manna tU Evrópu og Bandaríkjanna tíl að kanna það sem í boði var. Niðurstaða hópsins var á þá leið að Super-Puma væri heppUegasta björgunarþyrlan. í maí 1991 var skipuð undirbún- ingsnefnd sem Bjöm Bjarnason veitti forstöðu. Hún komst m.a. að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að halda úti þyrlu tíl viðbótar við TF-SIF. Ríkisstjórnin ásökuð Um haustið 1991 var ákvöröun um kaup á þyrlu í raun frestað og ákveð- ið að ganga tíl viðræðna við Banda- ríkjamenn um samstarf við vamar- liöið varðandi björgun. Skömmu síö- ar komu fram þungar ásakanir á hendur ríkissfjóminni um að hún drægi lappimar varðandi ákvörðun- artöku um kaup á þyrlu. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðheiTa lýsti því þá yfir að ákvörðun í þessum efnum yröi hraðað. í febrúar 1992 var skipaöur svokaU- aöur ráðgjafarhópur sem átti að komast að niðurstöðu um hvaða þyrla skyldi keypt. í apríl sama ár var síðan skipuð nefnd embættismanna, m.a. frá fjór- um ráðuneytum, sem fór í viðræður við stjómvöld í Bandaríkjunum um samstarf við varnarliðið. í kjölfar þessa þótti liggja nokkuð ljóst fyrir að af slíku yrði ekki. Vorið 1991 lýsti Davíð Oddsson for- sætisráöherra því yfir á Alþingi að ákvörðun um kaup á björgunarþyrlu yrði tekin innan fárra vikna. í maí 1993 fengu þeir Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra og Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra umboð í ríkisstjórninni tíl að leita samninga um kaup á björgunar- þyrlu. „Draumaþyrlan“ seld öðrum í september 1993 lagöi enn ein nefndin tU að Super-Puma þyrla yrði keypt og fékk hún umboð tU að vinna að tilboöum og samningsgerð. TUboð lá þá fyrir frá eigendum slíkrar þyrlu. Efdr þetta hefur málinu verið frestað og þyrlan, sem menn komu sér saman um aö ætti að kaupa, var nýlega seld öðrum aðilum. í febrúar síðastiiðnum var skipuð nefnd fjögurra ráöuneyta sem á nú í viðræðum við Bandaríkjamenn um samstarf við vamarliðið. Um svipað leyti lýsti Þorsteinn Pálsson því síð- an yfir að ákvörðun um kaup á þyrlu yröi tekin fyrir 1. mars. Nú er sú dagsetning liðin og hefur dómsmála- ráðherra nú lýst þvi yfir að málið teflist á meðan nýir kostir eru kann- aðir. Utanríkisráðherra hefur hins vegar sagt aö fresta eigi kaupum á þyrlu á meðan kostir og samstarf við Bandaríkjamenn eru kannaðir. Óeining þessara ráðherra, og reyndar fleiri, hefur þvi komið fram enn á ný. Dómsmálaráðherra hefur ávallt lýst því yfir að þyrlukaupum skuh hraöa en utanríkisráherra hef- ur við flest tækifæri talið að fuli- reyna eigi viðræður vegna vamar- liðsins. Forsætisráðherra hefur þótt vera hlynntari stefnu Jóns Baldvins en Þorsteinn í þyrlumálinu. Á síð- ustu misserum hefur Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra verið and- vígur þyrlukaupum með hliðsjón af halla í ríkisfjármálunum. -Ótt Stuttar fréttir Ráðheirariforsæti íslenskir ráðherrar taka viö formennsku i öllum nefhdum í norrænu samstarfi í næstu viku þegar Norðurlandaráðsþinghefst í Stokkhólmi. Sjómenn neita viðræðum Samtök sjómanna neituðu aö ræða viö sjávarútvegsnefnd Al- þingis í gær um fiskveiðistjóm- un. Sjómenn vilja fyrst sjá að- geröir gegn kvótabraski. Borginvfllmdra Reykjavíkurborg vill 1 milljarði króna meira úr ríkissjóði til vega- framkvæmda í borginni. Stöð 2 greindi frá þessu. Siæm áhrif af Smugunni Norskir flskifræðingar telja ^veiðar íslendinga í Smugunni óheppilega og hafa slæm áhrif á norska sjómenn. Þetta kom fram á Ríkissjónvarpinu. 19umsóknir Starf framkvæmdasijóra sjúkrahússins á Húsavík er eftir- sótt því ails sóttu 19 manns um stöðuna nýverið samkvæmt RÚV. Björgun ’94 i Pertunni Landsbjörg og Slysavamafélag- iö standa fyrir sýningunni Björg- un’94íPerlunni. -bjb Fjöldi dauðsfalla í Bretlandi af völdum algengs sýklalyfs: Talsverð notkun lyf sins hériendis - aukaverkanir geta verið mergbilun, blóðleysi og útbrot Breskir vísindamenn telja að hundmð manna kunni að hafa látist af völdum aukaverkana af sýklalyf- inu Septrin sem einnig gengur undir nafhinu Bactrim. Ætla má að á hverjum degi neyti um 800 manns þessa lyfs hér á landi. Breska blaðið The Sunday Times greinir frá því í forsíðufrétt að nú þegar séu hundrað og þrettán dauðs- foll tengd neyslu lyfsins í Bretlandi. Ekki sé útilokað að sá fjöldi sé í raun tífaldur. Bactrim, sem hefur verið á skrá í Bretlandi frá 1969 en á íslandi frá 1971, er blanda af tveimur efnum, sulphamethoxazole og trimethoprim. „Aukaverkanir af súlfa eru umtals- verðar. Það er farið að halla í tíu ár síöan Svíar gátu rakið nokkur dauðs- foll til þessa lyfs. Þaö var nánast allt fullorðið fólk með byijandi nýmabil- un, og í sumum tilfellum mikla, sem lést. Við höfum varað mjög við notk- un þessa lyfs hjá þessum aldurs- flokki. Aukaverkanimar geta verið mergbilun og blóðleysi," segir Sig- urður B. Þorsteinsson, formaður lyfjanefndar og smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. „Ég þekki ekki til dauðsfalla af völdum lyfsins hér en það getur ver- ið. Aukaverkanaskráning hér er því miður ekki mjög virk. Hins vegar höfum við inni á spítulunum iðulega mikið veikt fólk vegna húöútbrota af völdum lyfsins. Þetta er algengara og alvarlegra heldur en af flestum öðrum sýklalyfjum. Sigurður segir lyfiö þó hafa ýmsa kosti. Það sé býsna virkt þegar um þvagfærasýkingar er að ræða. Það fari heldur ekki illa í maga. Bactrim er töluvert notað gegn vissri tegund af lungnabólgu hjá eyönisjúklingum, aö því er Sigurður greinir frá. „Við sjáum mikið af aukaverkunum hjá þeim en í þessum tilfellum er súlfaþátturinn bráð- nauðsytilegur." í frétt The Sunday Times um lyfið er vitnað í prófessor í sýklafræði viö háskólann í Leeds, Richard Lacey, sem segir aö á öllum sjúkrahúsum þar sem hann hafi verið ráðgjafi hafi lyfið verið bannað. Sebastian Amyes, prófessor í sýklafræði við Háskólann í Edinborg, fordæmir almenna notk- un Septrins og Bactrims. „Að mínu viti er óhugsandi að banna lyfið. Þetta er lyf sem við verð- um að hafa. En ég held að það sé ástæða tU að fara varlega. Það er auðvitað til fjöldi annarra lyfja í flest- um tilfellum. Við erum meö mörg lyf skráð sem innihalda bara trimethop- rim og notum það líka töluvert. Það er tiltölulega lítill kostur sem fylgir súlfanu en meiri aukaverkanir," seg- ir Sigurður. Af Norðurlandaþjóðunum nota ís- lendingar og Finnar lyfið mest en Danir og Svíar minnst. „Við notum 3,5 dagskammta miðað við hverja þúsund íbúa. Það eru um 800 manns á dag sem taka lyfið,“ bendir Sigurð- ur á. -IBS Stuttar fréttir JónBaldvinút Alþýðublaðið greinir frá vilja sjómanna til að senda Jón Bald- vin Hannibalsson utanrikisráð- herra út til Frakklands til að leysa fiskmálið. Lárahættirhjá ASÍ Lára V. Júliusdóttir hefur ákveðið að hætta sem fram- kvæmdastjóri hjá Alþýöusam- bandi íslands og snúa sér aö lög- mannsstörfum. Lára tilkynnti þetta á miðstjórnarfundi ASÍ í gær í Keflavík. Nýttvin tilÁTVR í samræmi við EES-samninginn hyggst ÁTVR leyfa innflutning og sölu á nokkrum nýjum áfeng- istegundum til reynslu. Morgun- blaðið greindi frá þessu. Bubbi með barnabók Tíminn sagði frá þvi aö barna- bók væri væntanleg frá tónlistar- manninum Bubba Morthens. Að auki er plata í undirbúningi með lögum í reggi- og rapptakti. Vinsæll Kópavogur Mikil ásókn er í byggingarlóðir í Kópavoginum samkvæmt frétt Tímans. Reiknað er með fjölgun íbúa um tvö þúsund næstu árin en 450 íbúðir eru i byggingu í Kópavogsdalnum. Þetta gleður bæjarstjórann, Sigurö Geirdal. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.