Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 30
42 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 Fólkífréttum Finnbogi Pétursson Finnbogi Pétursson myndlistar- maður, Njálsgötu 96, Reykjavík, fékk Menningarverðlaun DV í myndlist fyrir hljóðskúlptúra sína. Starfsferill Finnbogi fæddist í Reykjavík 19.11. 1959 og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann lauk gagnfræðaprófi 1976, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann frá 1976 og lauk þaðan prófi 1983. Þá hélt hann til Hollands þar sem hann stundaði framhaldsnám viö Jan van Eyck í Maastrict og lauk prófum 1985. Að námi loknu kom Finnbogi heim og starfaði við sjónvarps- auglýsingagerð og síðan við út- varpsauglýsingar, einkum hjá Martin. Hann hóf störf á Stöð 21987, fyrst sem khppari frétta en síðan við tölvugrafík sem hann vinnur við enn. Finnbogi hefur haldið ellefu einkasýningar hér á landi og víða erlendis og tekið þátt í fimmtán samsýningum, bæði hér innanlands og utan. Hann er félagi í Nýhsta- safninu og hefur einstaklingsaðhd aðSÍM. Fjölskylda Kona Finnboga er Kristina Ragn- arsdóttir, f. 10.7.1962, kennari við ÆfingadeUd KHÍ. Hún er dóttir Ragnars Stefánssonar jarðskjálfta- fræðings og Astrid Ákadóttur. Böm Finnboga og Kristinu em Bergur, f. 6.11.1982; Anna, f. 4.3. 1986; Stefán,f. 15.3.1992. Systkini Finnboga eru Þómnn Pétursdóttir, f. 23.4.1943, klinik- dama, búsett í Kópavogi; Sigríður Pétursdóttir, f. 23.10.1946, sjúkra- liði, búsett í Reykjavík; Elísabet, f. 4.12.1948, búsett að írafossi; Eirík- ur, f. 26.7.1954, lögreglumaður í Reykjavík. Foreldrar Finnboga: Pétur M. Eiriksson, f. 31.7.1917, fiskmatsmað- ur í Reykjavík og fyrrv. sundkappi sem m.a. þreytti Grímseyjarsund, og Marta Finnbogadóttir, f. 5.3.1922, d. 1981, húsmóðir. Ætt Pétur er sonur Eiríks, kaffi- brennslumanns hjá Rydenskaffi, Eiríkssonar, b. á Minni-Vöhum á Landi, Eyjólfssonar, b. á Minni- Vöhum, en móðir Eyjólfs var Arn- björg Jónsdóttir frá Grjóta. Móðir Eiríks á Minni-Völlum var Guðríöur Árnadóttir, b. í Háholti í Ytrihreppi, Eiríkssonar, b. í Háholti, Marteins- sonar, b. í Stóru-Hildisey, Jónsson- ar. Móðir Eiríks kafíibrennslu- manns var Ingveldur, systir Þor- steins í Hauksholtum, langafa Lofts Þorsteinssonar á Flúðum. Ingveldur var dóttir Eiríks, b. í Hauksholtum, Jónssonar, b. í Hauksholtum, bróð- ur Gríms stúdents, langafa Þor- gríms í Laugamesi, foður Gests myndhstamanns. Annar bróðir Jóns í Hauksholtum var Einar í Berghyl, langafi Oddleifs í Lang- holtskoti, afa Ólafs biskups og Helga leikara Skúlasona. Jón var sonur Jóns, b. í Skipholti, Jónssonar, hálf- bróður Fjalla-Eyvindar. Móðir Ing- veldar var Guðrún, systir Þorsteins á Gmnd í Svínadal, afa Magnúsar Guðmundssonar ráðherra, afa Magnúsar Thoroddsen, fyrrv. for- seta Hæstaréttar. Guðrún var dóttir Helga, b. á Sólheimum, Eiríkssonar, ættfóður Bolholts-ættarinnar, Jóns- sonar. Móðir Péturs var Elísabet Eyjólfs- dóttir, verkamanns í Reykjavík, Pálssonar, og Guðrúnar Einarsdótt- Finnbogi Pétursson. ur, systur Baldvins söðlasmiðs, fóð- ur Einars listmálara. Marta var dóttir Finnboga, smiðs og lóðs í Flatey á Breiðafirði, Guð- mundssonar. Móöir Mörtu var Þór- unn, systir Sveins, skólastjóra í Flatey, foður Baldurs kennara. Þór- unn var dóttir Gunnlaugs, skip- stjóra í Flatey, Sveinssonar, smiðs í Flatey, Einarssonar. Móðir Þómnn- ar var Guðlaug Gunnlaugsdóttir, b. í Gerði á Barðaströnd, Jónssonar. Afmæli María G. Ástmarsdóttir María Guðný Ástmarsdóttir hús- móðir, Einarsnesi 38, Reykjavík, er níræð í dag. Starfsferill María er fædd á ísafirði og ólst þar upp. Hún hlaut þar almenna menntun. María vann ýmis störf á ísafirði og var m.a. á saumastofu um tíma. Þá sá hún um Blómagarðinn á isafirði í 8 ár eða tímabihð 1927-35. María fór siðan til Noregs og dvaldi þar í 3 ár. Ytra vann hún á búgarði og við garðyrkju og fleira. María gekk í hjónaband 1941 og eftir þaö hefur hún sinnt húsmóðurstörfum. María hefur verið búsett í Einars- nesi 38 (áður Þvervegur 2) frá 1944. Fjölskylda María giftist 27.4.1941 Aðalsteini G. Guðbjartssyni, f. 27.4.1899, d. 23.10.1973, verkstjóra og sjómanni á íslenskum og dönskum flutninga- skipum. Foreldrar hans: Guðbjart- ur Pétursson, sjómaður og verka- maður, og Kristjanan Kristjáns- dóttir ljósmóöir, þau bjuggu í Grunnavíkurhreppi, Bolungarvík, á ísafirði og síðast í Reykjavík. Börn Maríu og Aðalsteins: Rósa Aðalsteinsdóttir, f. 17.2.1941, skóla- stjóri, gift Úlfari Brynjólfssyni bónda, þau em búsett í Stóru- Mörk, V-Eyjafjöllum, og eiga sjö börn; Sigrún Áðalsteinsdóttir, f. 28.5.1944, d. 5.3.1975, hennar mað- ur var Eyjólfur Haraldsson læknir; Aðalsteinn Ó. Aðalsteinsson, f. 21.5. 1947, rennismiöur, kvæntur Sigur- laugu Á. Guðlaugsdóttur, þau eru búsett í Keflavík og eiga þrjá syni. Stjúpbörn Maríu og börn Aðal- steins: Svanur E. Aðalsteinsson, f. 10.2.1934, d. 24.10.1973, sjómaður, hans kona var Hjördís Jónasdóttir, þau eignuðust fjögur börn; Elín S. Aðalsteinsdóttir, f. 4.7.1936, matr- áðskona, gift Arnari Ágústssyni trésmið, þau em búsett í Kópavogi og eiga þrj ár dætur. Systkini Maríu: Magnús Ástm- arsson, f. 7.2.1909, d. 18.2.1970, prentsmiðjustjóri, hans kona var Elínborg Guðbrandsdóttir, þau vom búsett í Reykjavik og eignuð- ust sex böm; Ingólfur Ástmarsson, f. 3.10.1911, lengi prestur á Mos- felli í Grímsnesi, kvæntur Rósu B. Blöndals, skáldkonu, þau eru bú- sett á Selfossi og eiga einn son; Elín Ástmarsdóttir, f. 4.1.1914, d. 30.4. 1991, verslunarmaður í Reykjavík; Aðalheiður, f. 1908, dó á fyrsta ári. Hálfbróðir Maríu: ísleifur Bjöm Ólafsson, f. 1901, dó tæplega árs- gamall. Foreldrar Maríu: Ástmar Bene- diktsson, f. 17.10.1875, d. 20.2.1961, fiskmatsmaður og síðar húsvörður, og Rósamunda Guömundsdóttir, f. 8.6.1880, d. 19.6.1967, húsmóðir. Lárus Hermannsson Lárus Hermannsson, Hringbraut 99, Reykjavík, verður áttræður á morg- un. Starfsferill Láms er fæddur á Hofsósi og ólst upp í Fljótum í A-Skagafjarðarsýslu. Hann gekk í bama- og unghnga- skóla og fór siðar í Héraðsskólann að Laugarvatni og í Samvinnuskól- ann. Láms vann við landbúnaðarstörf framan af en var síðan lengst af við verslunarstörf hjá Kaupfélögunum og Sambandi íslenskra samvinnufé- laga. Láms hefur verið búsettur í Reykjavík frá 1942-3 með nokkmm frávikum. Fjölskylda Kona Lárasar er María Sófusdótt- ir, f. 15.8.1926, frá Neskaupstaö, en hún hefur starfað við hjúkrunar- störf. Foreldrar hennar: Ólöf og Sóf- us Gjörveraa, sjósóknari í Neskaup- staðogvíðar. Synir Lámsar og Maríu: Rúnar, f. 26.1.1948, byggingameistari, maki Þórdis Lámsdóttir hárgreiðslu- meistari, þau em búsett í Mos- fellsbæ og eiga tvær fósturdætur, Ástu og Maríu; Hermann, f. 2.9.1949, búsettur í Kópavogi; Ólafur, f. 11.8. 1955, verslunarmaður, maki Val- gerður Reginsdóttir, starfar viö hjúkranarstörf, þau eiga þrjár dæt- ur, Elínu, Möllu Rós og Lára Maríu. Sonur Lámsar og Aðalheiðar Hall- dórsdóttur er Sigurður, f. 10.4.1944, verslunarmaður, sambýliskona hans er Guðrún Greipsdóttir, Sig- urður var kvæntur Ólöfu Péturs- dóttur, þau skildu, þau eiga tvö böm,Elínuog Pétur. Systkini Lárusar: Halldóra, f. 11.10.1912, maki Friörik Maríusson, þaú em búsett á Siglufirði; Níels, f. 27.7.1915, maki Steinunn Jóhanns- dóttir, þau eru búsett í Reykjavík; Rannveig, f. 12.11.1916, látin, maki Jón Jónsson, látinn; Hrefna, f. 25.6. 1918, hennar maður var Jónas Bjömsson, látinn, Hrefna er búsett á Siglufirði; Sæmundur, f. 11.5.1922, maki Ása Helgadóttir, þau era bú- sett á Sauðárkróki; Haraldur, f. 22.4. 1923, maki Guðmunda Hermanns- dóttir, þau em búsett á Sauðár- króki; Georg, f. 24.3.1925, búsettur Lárus Hermannsson á Ystamóa í Fljótum; Bjöm, f. 16.6. 1928, maki Ragna Þorleifsdóttir, þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Lámsar: Hermann Jónsson, f. 12.12.1891, látinn, ogElín Lámsdóttir, f. 27.2.1890, látin, hús- móðir, þau bjuggu á Ystamóa. Lárus tekur á móti gestum í Sókn- arsalnum, Skipholti 50, á afmæhs- daginnkl. 16-19. Þau bjuggu á ísafirði og síðar á Mosfelli og í Reykjavík. Ætt Ástmar var eitt af þrettán börn- um Benedikts Jónssonar og Katr- ínar Árnadóttur úr Dalasýslu. Rósamunda var dóttir Maríu Magnúsdóttur og Guðmundar Hjaltasonar frá Súðavík en hann var útvegsbóndi í Álftafirði. María tekur á móti gestum laug- ardaginn 5. mars í Templarahöll- María G. Astmarsdóttir inni v/Eiríksgötu í Reykjavík frá kl. 14-18. Til hamingju með afmælið 3. mars 90 ára Berghiidur Guðbrandsdóttir, Silfurbraut 27, Höfn í Homafirði. 80 ára Kristin Kristjónsdóttir, DvalarheimiliSjúkrahússins, Sauð- árkróki. 75 ára GuðjónBjarn- freðsson, Frostafold20, F r Reykjavík. 70 ára Friðjón Guðmundsson, Nesbala 12, Seltjarnamesi. Jón Sæmundsson, Fagrabæ, Grýtubakkahreppi. Hörður Lindal Árnason, Kelduhvammi 9, Hafharfirði. PéturGeirsson, Hreðavatnsskála, Norðurárdals- hreppi. Elsa Lára Sigurðardóttir, Öldugranda 1, Reykjavík. Sigurlaug Sveinsdóttir, Fornósi 1, Sauðárkróki. Viðar Gunnlaugsson, Efstalandi 6, Reykjavík. 50 ára Kristinn Magnússon, Goðheiraum 4, Reykjavík. Guðbjörg Guðnadóttir, Grand 1, Hofshreppi. Guðríður Lilja Jónsdóttir, Austurbrún4, Reykjavík. Hafsteinn Bjargmundsson, Lynghaga 14, Reykjavík. Stefanía I varsdóuir, Hátúni 8, Reykjavík. Elisabet Guðmundsdóttir, Knarrarbergi, Eyjafjarðarsveit. Svava Gunnlaugsdóttir, Staðarhrauni 12, Grindavík. Rannveig Jónsdóttir, Tröð, Kolbeinsstaðahreppi. Edda Haraldsdóttir, Háabaröi 1, Hafnarfiröi. Guðleif Hrefna Vigfúsdóttir, Sogavegi 80, Reykjavík. 60 ára Svava Sófúsdóttir, Garðarsvegi6, Seyðisfirði. Guðmundur Sigurðsson, Hjöllum 15, Patreksfirði. Friðjón Árnason, Melgerði, Lundarreykjadals- hreppi Matheus Andreas Hansen, Hafharbraut 14, Neskaupstað. Þráinn Ómar Svansson, Nesáhaga 5, Reykjavík. Sigriður S. Gtmnarsdóttir, Furulundi 2a, Akureyri. Anna Guðmundsdóttir, Háaleitisbraut 113, Reykjavík. Loftur Guðmundsson, Neðra-Seli, Landmannahreppi. Sigurður Hauksson, Hverafold 58, Reykjavik. María Vigdís Kristjánsdóttir, Brávallagötu 18, Reykjavík. Sigríður Valgarðsdóttir, Barmahlið23, Sauðárkróki. Þuríður Ólafía Hjálmtýsdóttir, Hólgerði 6, KópavogL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.