Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Góðar fréttir í bland Stækkun Evrópusamfélagsins með aðild Norðurlanda hefur ýmis bein og óbein áhrif á stöðu íslands í umhverf- inu. Flest eru þau til bóta, þótt einmanalagt og raunar nokkuð dýrt kunni að verða í Fríverzlunarsamtökunum, ef ísland verður eitt eftir í þeim eða með Noregi einum. Svíar og Finnar munu hafa góð áhrif á Evrópusamfé- lagið. Þeir munu leggja lóð á vogarskálina gegn ofbeldis- hneigðri efhahagsfrekju, sem í allt of miklum mæh ein- kennir samskipti Evrópusamfélagsins við umheiminn, svo og gegn miðstýringaráráttunni frá Frakklandi. Svíar og Finnar verða að því leyti á báti með Bretum, að þeir munu ffemur fylgja því, að Evrópusamfélagið verði stækkað með aðild fleiri ríkja, heldur en að það verði dýpkað með nánari miðstýringu. Það léttir okkur aðild, þegar við teljum okkur þurfa á henni að halda. Svíar og Finnar munu leggjast gegn efnahagslega of- beldishneigðum vinnubrögðum á við þau, sem frönsk stjómvöld hafa stundað að undanfómu við takmörkun irinflutnings á fiski. Eftir inngöngu Norðurlanda verður líklega heldur minni hætta á uppákomum af því tagi. Þegar kemur að samningum um aðild íslands, hvenær sem það verður, munu Svíar og Finnar stuðla að því, að ekki verði gerðar óhóflegar kröfur í okkar garð í stíl við þær, sem Spánverjar hafa haldið fram gegn Norðmönn- um og hafa komið í veg fyrir samkomulag við Norðmenn. Hvemig sem hin efnahagslegu utanríkismál íslend- inga rekast á næstu árum, þá er ljóst, að við verðum að halda vemdarhendi yfir auðlind hafsins. Aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu gerir okkur það kleift. Aukin Evrópuaðild má ekki tefla þeirri stöðu í tvísýnu. Við verðum svo um leið að átta okkur á, að sjálfir rekum við ofbeldishneigða efhahagsstefnu gagnvart út- löndum, alveg eins og Frakkar og Evrópusamfélagið. Við leggjum hrikalegar hindranir í götu innflutnings á bú- vöm. Okkur verður í auknum mæh hegnt fyrir það. Búast má við fleiri uppákomum í stíl við frönsku inn- fhitnmgshömlumar á íslenzkum fiski og við kanadísku innflutningshömlurnar á íslenzkri iðnaðarvöm. Auðvelt verður fýrir erlenda haftasinna að segja sig bara vera að nota íslenzk vinnubrögð í utanríkisviðskiptum. Umræður á Alþingi um búvöm benda tíl, að mikill meirihluti íslenzkra stjómmálamanna og stjómmála- flokka stundi stefnu Framsóknarflokksins í eindreginni blindni og vilji gæta hagsmuna landbúnaðarins á kostnað sjávarútvegs, iðnaðar, neytenda og skattgreiðenda. Svo forstokkaðir em sumir ráðamenn okkar, að for- sætisráðherra sagði beinlínis í fyrradag, að nýgert sam- komulag í alþjóðlega fríverzlunarklúbbnum GATT skipti okkur ekki miklu og að við gætum gefið okkur góðan tíma til að athuga, hvort við ættum að staðfesta það. Meðan íslenzk stjómmál em á slíkum vilhgötum geta horfur í utanríkisviðskiptum ekki talizt góðar. Þegar fréttimar að innan em að mestu leyti slæmar, þurfum við þeim mun betri fréttir að utan, svo sem þær nýjustu, að Evrópusamfélagið sé að víkka í átt til norðurs. Allir tíölþjóðasamningar, sem víkka fríverzlun án þess að efla miðstýringu, hafa góð áhrif á viðskiptaandrúms- loftíð á svæðinu og jaðarsvæðum þéss. Aðhd Svía og Finna að Evrópusamfélaginu er sigur ff amfaraafla gegn afturhaldi á borð við það, sem ræður Alþingi íslendinga. Meðan góðar fréttir berast í bland við slæmar er ekki úthokað, að við getum áfram lifað góðu lífi á að selja vöm og þjónustu th þeirra, sem beztu verði vhja kaupa. Jónas Krisljánsson Undanfama daga hefur þjóðin fylgst með ólátum utanríkisráð- herra í fjölmiðlum. Hann hefur haft í hótunum við Alþingi og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn og hótaö stjómarslitum ef ekki yrði farið eftir kenjum hans varðandi búvörulög. Og nú hefur hann kúg- að íhaldið eins og venjulega þegar um landbúnaðarmál er að raeða. Margoft hefur það komið fyrir að stjómarfrumvörp hafa tekið breyt- ingum á Alþingi og hluti stjómar- Uðs hefur ásamt stjórnarandstöðu breytt stjórnarfrumvörpum án þess að til stjómarslita hafi komiö. Ég nefni t.d. miklar breytingar á útvarpslögum sem gerðar vom að tillögu Kristínar Kvaran, þáver- andi stjórnarandstöðuþingmanns. Lögskýringar Hæstaréttar Meirihluti Hæstaréttar lagði ann- an skilning í búvörulög en Alþingi og því þurfti að breyta þeim. Ríkis- stjómin streðaði í margar vikur viö að semja breytingartillögur og þeg- ar þær komu fyrir Alþmgi var ljóst að þær vom ekki í boðlegum bún- ingi. Framvarpinu var vísaö til land- búnaðarnefndar og bar henni skylda til að lagfæra það. Nefndin naut aðstoðar hinna færustu lög- fræðinga, sem Jón Baldvin kallaði mjög ómaklega „verktaka" í lítils- virðingarskyni. Nefndin lagfærði frumvarpið og ljóst er að í þeim búningi, sem það var um tima, nýtur það fylgis þorra alþingis- manna. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. - „... með ólátum og hótunum tekst honum líklega að hindra að vilji löggjafarþingsins nái fram að ganga," segir Páll m.a. i greininni. Búvörudeilan: Kúga kratar enn? Geðbrigði kenjakrakka Jón Baldvin lét eins og kenjakrakki og með ólátum og hótunum tekst honum líklega að hindra að vilji löggjafarþingsinS nái fram að ganga. í þingræðisskipulagi eins og því sem gildir á íslandi gengur ekki aö sjötti partur þingmanna geti hindrað svo stóraukinn meirihluta Alþingis við lagasetningu. Það gengur ekki að meirihluti Alþingis láti lítinn minnihluta „terrorisera" sig. Mismunur tolla og verðjöfnunargjalda Kra+ar fundu frumvarpinu eink- um tvennt til foráttu. í fyrsta lagi var þar gert ráö fyrir að landbún- aðarráðherra hefði forræði til aö ákveða verðjöfnunargjöld á þá vöruflokka er tilheyra ráðuneyti hans, ekki íjármálaráðherra. Fjár- málaráöherra hefur forræði tolla- mála og á að hafa það. Fjármála- ráðherra á að hafa yfirumsjón með tekjuöflun ríkissjóðs. Eðli verðjöfnunargjalda er það að varðveita samkeppnisstöðu inn- lendrar framleiðslu gagnvart er- lendri, ekki að afla tekna í ríkis- sjóð. Þetta er gmndvallarmunur tolla og verðj öfnunargj alda. Þvi er sjálfsagt að ákvörðun verð- jöfnunargjalda sé hjá fagráðuneyti enda em verðjöfnimargjöld á bú- vömr á forræði landbúnaðarráðu- neyta í nágrannlöndum okkar. Með KjaUarmn Páll Pétursson alþingismaður sama hætti er eölilegt að verðjöfn- unargjöld á iðnaöarvömr séu á for- ræði iðnaðarráðuneytis. Heimsendir um áramót Annað meginágreiningsefni kratanna viö Alþingi er að þeir vilja ekki láta lögin gilda nema til næstu áramóta þegar Gatt-samn- ingurinn gengur í gildi. Nú verður ekki heimsendir þegar Gatt tekur gildi og því er brýnt bæði fyrir framleiðendur og innflytjendur að það hggi ljóst fyrir með góðum fyr- irvara hvemig skipulagi verði hátt- að í framtíðinni. Það er fásinna að hugsa sér að sjöttungi alþingismanna haldist uppi að knésetja alla hina. Illa er komið fyrir Alþingi ef það lætur svo htinn minnihluta kúga sig. Páll Pétursson „Það er fásinna að hugsa sér að sjött- ungi alþingismanna haldist uppi að knésetja alla hina. Illa er komið fyrir Alþingi að það lætur svo lítinn minni- hluta kúga sig.“ Skoðanir annarra Neytendavakning „Hinn almenni kjósandi á íslandi gerir sér ahtof htla grein fyrir hagsmunum sínum. Þannig er neyt- endavakningin fyrst nú að hefjast á íslandi, meðan neytendahreyfingin er margra áratuga gömul í ná- grannalöndunum. Sérhagsmunapóhtík flokkanna hefur viht um fyrir almenningi, haldiö upplýsingum niðri, svínað á mannréttindi almennings og búið fólki gerviheim í lokuöu landi hafta og banna undir gunn- fánum þjóðemisstefnu, sjálfstæðis og nauðsyn vemdarstefnu fyrir íslenska framleiðslu.“ Úr forystugrein Alþbl. 1. mars. Fyrirsláttur „Allir, sem hlusta á Jón og Davíð þessa síðustu daga, gera sér þaö ljóst að búvörulögin era einungis fyrirsláttur, enginn vhji er a.m.k. frá Jóns hendi th að bjarga þessu (stjómar) samstarfi. Ég býst viö því að það hrylli margan kratann við því að bíða fram á næsta vor og þurfa aö láta dæma sig af verkum þessarar ríkisstjómar. ... Ég hélt að ég ætti ekki eftir að vorkenna Davíð Oddssyni, en ég verð að við- urkenna að þaö hefur vottað fyrir því síðustu dag- ana, en honum var kannski nær. Eg vh ekki trúa þvi að íslendingar láti blekkja sig aftur og aftur.“ Gunnar Hilmarsson í Tímanum 1. mars. Verndarstefna „Hótanir um gagnaðgerðir hljóma hjáróma þegar htið er á vægi íslands í utanríkisviðskiptum Frakk- lands. Frakkar hafa látið hótanir Bandaríkjamanna sem vind um eyrun þjóta. Aðgerðum íslenskra stjórnvalda em því nokkur takmörk sett. Án EES- samningsins hefði ekki verið á annað að treysta en velvhja Frakka. Ekki hef ég reynt Frakka að öðm en því að bera th okkar góðan hug. En jákvætt hug- arfar th fjarlægrar þjóðar fer fyrir htið þegar innan- ríkisvandi brennur á stjómvöldum." Jón Baldvin Hannibalss. utanríkisráðh. í Mbl. 2.-3.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.