Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 Utlönd Solzhenítsyn sínaíVermont Rússneski ríthöfundurinn Alexander Solzhenítsyner farinn aö und- irbúa heimferð sína efitir tutt- ugu ára útlegð á Vesturlönd- um og hann hefur þegar kvatt nágranna sína í bænum Cavend- ish í Vermont þar sem hann hefur dvalið. Solzhenítsyn þakkaði grönnum sínum fyrir aö gera sér kleift að lifa friðsælu lífi sem væri nauð- synlegt svo hann gæti sinnt störf- um sínum. Rithöíúndurinn og eiginkona hans flytja til Rússlands með vor- inu þegar lokið verður við smiði húss þeirra nærri Moskvu en synir þeirra verða eftir í Banda- ríkjunum. Froskumfækkar vegnageislunar frásólinni Hugsanlegt.gr talið aö fækkun í froskastofninum í norövestan- verðum Bandaríkjunum megi rekja til geislunar frá sólinni vegna þynningar ósonlagsins, aö þvi er segir í nýrri rannsókn sem gerð var við háskólann í Oregon. Rannsakaðar voru þijár froskategundir og í ljós kom að bein tengsl voru milli ástands stofns hverrar tegundar og hæfi- leikum eggja þeirra til aö gera við DNA-kjarnsýruskemmdir af völdum útíjólublárra geisla. Baristgegn reykingumá barnaheimilum Fóstrur á mörgum dönskum barnaheimilum reykja án þess aö taka nokkurt tillit til barnanna sem þar eru. Þótt flest barna- heimilanna hafi sérstakt reyk- herbergi eru böm í fjórum af hverjum tiu dagheimilum innan um tóbaksreyk. Þetta kemur fram í nýrri könn- un sera danska krabbameinsfé- lagið hefur gert í samvinnu við önnur sambærileg félög annars staðar á Norðurlöndum. Böm em sérstaklega viðkvæm fyrir óbeinum reykingum og hættan á öndunarfærasjúkdóm- um eykst því til muna. Jens Kr. Götrik, formaöur danska krabbameinsfélagsins, segir að þegar böm tengi saman tóbakslykt og þægílegheit sé búiö að afvegaleiða þau og hann skor- ar á stjórnmálamenn að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Rútskoj hvetur Rússatilað sýnasáttfýsi Alexander Rútskoj, fyrr- um varaforseti Rússlands, sem var sleppt úr fangelsi í sið- ustu viku, hélt uppi vömum fyrir bylting- artilraunina gegn Jeltsín forseta í október síðastliðnum en hvatti Rússa þó til að sýna sáttfýsi. í fyrstu yfirlýsingu sinni fráþvi hann var leystur úr haldi veittist Rútskoj að „óábyrgum vindhön- um og óheiöarlegum stjómmála- mönnum og blaðamönnum" sem hann sagði hafa hagrætt sann- leikanum um átökin í Moskvu í fyrrahaust sem urðu 140 manns aöbana. Reuter, Ritaau Skotárásin á gyðingastúdentana í New York: Búið að hand- taka þrjá menn - Líbanitalinnveraaðalmaðurinn Lögreglan handtók 28 ára gamlan Líbana í gær, Rashad Baz, sem grunað- ur er um að hafa staðið að skotárásinni á gyðingastúdentana i New York á þriðjudag. Slmamynd Reuter Lögreglan í New York hefur hand- tekið þrjá menn, einn Líbana og tvo Jórdana, fyrir skotárásina sem gerð var á gyðingastúdenta á þriðjudag er þeir vom í sendiferðabíl sínum að fara yfir Brooklyn-brú í New York. Einn stúdentanna er heiladauöur af völdum skotsárs, annar er enn í lífs- hættu og tveir hlutu minni háttar skotsár. Granurinn beinist helst að Líban- anum, sem heitir Rashad Baz og er 28 ára gamall, en lögreglan handtók hann 16 tímum eftir skotárásina eftir að hafa fengiö vísbendingu frá bíla- verkstæði þar sem talið er að Baz hafi skilið bíhnn sinn eftir eftir að hafa framið verknaðinn. Jórdanarnir tveir voru handteknir seinna sama dag og ákærðir fyrir minni háttar brot sem tahn era tengj- ast skotárásinni. Yfirheyrslur standa nú yfir mönnunum þremur en lög- reglan telur þó líklegt að Líbaninn hafi staðið einn að verknaðinum. Lögreglan fann nokkrar byssur, þar á meðal íjórar hlaðnar vélbyssur, við húsleit hjá honum. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, ræddi í gær við foreldra drengsins sem slasaðist hvað mest í árásinni og lýsti yfir samúð sinni. Hann lýsti einnig yfir ánægju sinni með að lög- reglan hefði handtekið mennina. Verknaðurinn hefur vakið mikinn óhug á meðal gyðinga í New York og margir óttast að vandamál Mið- austurlanda séu nú að berast til Bandaríkjanna þar sem mikill fjöldi gyðinga og araba búa. Öryggisgæsla í skólum og bæna- húsum gyðinga var hert til muna eftir atburðinn og um 500 manna aukalögreglulið var fengið til að gæta Crown-hæða, eins stærsta gyðinga- samfélagsíBrooklyn. Reuter Syngjandi munkar frá Spáni slá í gegn Syngjandi Benediktsmunkar frá smábænum Silos á Spáni eru að slá í gegn með nýjustu upptökum sínum af aldargömlum gregorískum lögum sem em aö komast á topp helstu vin- sældahsta víða um heim. Upptökumar, sem fóru fram í Benediktsklaustri munkanna á Norður-Spáni, hafa einkum hlotið miklar vinsældir hjá spænskum krökkum á aldrinum 16-26 ára sem vilja helst ekki hlusta á neina aðra tónlist þessa dagana. Tvöfaldur disk- ur munkanna hefur nú þegar selst í 300 þúsund eintökum á Spáni. Þessar sérstöku vinsældir munk- anna hafa náð heimsathygli og munkarnir, sem em vanir kyrrlátu og fálátu lífi, mega hafa sig alla við að verjast ágangi fjölmiðla sem vilja ólmir kynna þessar nýjustu „popp- stjömur" fyrir umheiminum. Um eitt hundrað fréttamenn frá hinum ýmsu löndum voru saman- komnir í klaustrinu til að tala við munkana eftir að hljómplötufram- leiðendur tilkynntu að þeir myndu dreifa lögunum víða um heim. „Við emm hissa á þessum miklu vinsældum sem lög okkar hafa feng- ið en ef fjölmiðlar ætla aö fara að leggja þaö í vana sinn að koma hing- Bróðir Miguel Vivanco, einn af „poppstjörnunum", ræðir við fréttamenn sem eru tíðir gestir i klaustri munkanna þessa dagana. Símamynd Reuter að í klaustrið á hveijum degi þá á það eftir að trufla hið daglega líf okk- ar og þann frið sem við sækjumst eftir,“ sagði bróðir Miguel Vivanco viö fréttamenn. Aðspurður hvort munkamir kærðu sig um að verða poppstjömur sagði bróðir Vivanco: „Við emm bara munkar og fyrir okkur er þetta ekki bara söngur heldur bænir.“ Munkamir halda eftirmiðdags- messu fyrir almenning hvern einasta dag og áður en þeir urðu vinsælir sást varla nokkur í messu en nú er hins vegar alltaf troðið út að dyrum. Reuter Upptökurað Upptökur á nýjustu mynd leikstjórans Roberts Alt- mans, Ready to Wear, þar sem Sophia Loren fer með eitt aðalhlut verkið, eru senn að hefjast. Myndin, sem verður tekin í París, fjallar um tískuiðnaöinn og ýmsir leikarar koma þar fram ásamt tískusýningarfólki. Sophia Loren leíkur eiginkonu tískukóngs og segist hlakka mik- ið til að vinna með Altman. Aðrír leikarar i myndinni eru Júiía Roberts, sem leikur blaðakonu, og Marcello Mastroianni. Heyrst hefur að Robert de Niro og Ric- hard Gere leíki einnig í myndinni en það hefur ekki verið staðfest. likamshitinii mældist14 Læknar í Kanada eru orðlausir eftir að tveggja ára stúlka hélt lífi eftir að hafa veríð úti í 22 stiga frosti í sex tíma. „Það er enn of snemmt að segja hvort stúlkan liafi orðið fyrir langvarandi tjóni af völdum frostsins. Við erum að vonast til að geta bjargað hægri fæti hennar en vinstri fætinum verður því miður ekki bjargað,“ sagði Joy Dohson læknir sem annaðist stúlkuna. Líkamshiti stúlkunnar féll úr 37 gráðum í 14 gráður og þetta er fyrsta tilfellið þar sem svo ung stúlka lifir svona mikið frost af. Tahð er að stúlkan, sera var alein heima, hafi farið ein út af heimil- inu en pahbi hennar var farinn í vinnuna. Viljaekkisýna ListaSchindlers Kvikmyndin Listi Schindlers verður líklega ekki sýnd í kvik- myndahúsum í Jórdaníu þar sem yfirvöld þar í landi telja tímasetn- inguna ekki góða vegna þeirrar ólgu sem fjöldamorðin i Hebron, þar sem 43 Palestinumenn voru drepnir, hafa haft í fór með sér. „Ef myndin gengur út á með- aumkun með gyðingum þá viljum við ekki taka hana til sýningar. Hvernig er hægt að ætlast til þess aö við sýnum gyðingum með- aumkun ef þeir sýna aröbum fyr- irlitningu,“ sagði kvikmmdaeft- irlitsmaður 1 Jórdaníu. Eins og kunnugt er íjallar Listi Schindlers um stríðsgróðamann sem bjargaðí um 1.200 gyðingum frá dauðabúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Ætlarsérekki aðtapa ítalski fjöl- miðlakóngur- inn Silvio Ber- lusconi hefur yfirhöndina í komandi kosn- ingum sem fara fram í Ítalíu í næsta mánuði samkvæmt skoðakönnun sem nýlega var birt. „Ég hef aldrei tapað í viðskiptum og ég ætla mér ekki að tapa í kosningum held- ur,“ sagði Berlusconi á blaða- mannafundi. Aðalbaráttumál Berlusconi, sem býður sig fram fyrir flokkinn Afram Ítalía (Forza Italia), er að koma landinu úr efnahagsvanda og ijölga einkafyrirtækjum i landiriu. „Land með okkar efna- hagsvandamál og glæpi þarf sterka meirihlutastjórn,“ sagði Berlusconi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.