Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 5 Vilt þú fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í hestamennskunni? Gerist áskrifendur! Á IE1-3FAXI TÍMARIT HESTAMANNA Sími 91-685316 Markarfljót: Landbrot ógnar mann- virkjum bæj- arveitna Ómar Garöaisson, DV, Vestmannaey.: Eiríkur Bogason, veitustjóri í Eyj- um, ræddi nýlega á fundi bæjarveitn- anna um landbrot við Markarfljót sem ógnar mannvirkum veitunnar, það er dæluhúsi, vatnsleiðslunni til Eyja og einnig Bakkaflugvelli. Verði ekki gripið til ráðstafana fer fljótið yfir svæðið innan fjögurra mánaða. Eiríkur sagði að landbrotið kæmi í beinu framhaldi af vamargarði sem byggður var á síðasta ári. „Hann breytti vatnsstraumnum á annan hátt en menn ætluðu. Straum- urinn brýtur nú land neðan við garð- inn en þar er 200 metra haft sem varnar því að fljótið renni beint út í álana. Þar em dæluhúsið, raforku- mannvirki, vatnsleiðslan og Bakka- flugvöllur sem fara undir vatn ef haftið rofnar. Núna gengur fljótið, sem ekki er í vexti, tvo metra inn í haftið á sólarhring," sagði Eiríkur. Samkvæmt þessu verður fljótið 100 daga að fara í gegnum haftið og þarf því að grípa til ráöstafana strax. „Vegagerðin og Landgræðslan segja að ekki sé eftir neinu að bíða. Lengja þarf varnargarðinn og nú vantar bara að tekin verði ákvörðun um að byija. Þorsteinn Pálsson ráð- herra var hér nýlega og kynntum við honum máhð. Ætlar hann að setja hrygg í máUð þannig að ég á von á að byrjaö verði á framkvæmdum fljótlega," sagði Eiríkur. Fréttir EIÐFAXm HESTAFRtniR Auknar líkur á sameiginlegu framboði á Seltjamamesi: Óvíst að ef nt verði til prófkjörs Framsóknarflokkurinn á Seltjarnar- nesi hefur ákveðiö aö verða við ítrek- uðum óskum félagsmanna í Bæjar- máiafélaginu um að taka þátt í við- ræðum um sameiginlegt framboð í bæjarstjórnarkosningunum í lok maí, þrátt fyrir fyrri ákvörðun um að bjóða fram sérUsta. Verður þá annaðhvort boðið fram undir merkj- um Bæjarmálafélagsins eins og í síö- ustu kosningum eða með hreinu kosningabandalagi eins og í Reykja- vík. Þá yrði staða óháðra í Bæjar- málafélaginu hins vegar óviss. Fulltrúar flokkanna komu í fyrsta sinn saman til viðræðna um sameig- inlegt framboð í gærkvöldi. „Viö erum ekki búin að skipta um skoðun. Við teljum okkur eiga einn fufltrúa inni í sérframboöi Fram- sóknarflokksins og vUjum gjarnan mæla styrk flokksins á Seltjarnar- nesi. En líkurnar á sameiginlegu framboði hafa hins vegar aukist. Við getum ekki lokað augunum fyrir því sem er að gerast í Reykjavík og ákváðum að verða við ítrekuðum óskum frá samstarfsaðilum um að endurskoða fyrri ákvörðun okkar um sérframboð. Endanleg ákvörðun verður þó ekki tekin fyrr en á stjóm- arfundi í Framsóknarfélaginu," segir Siv Friðleifsdóttir, oddviti framsókn- armanna á Seltjarnarnesi. í lögum Bæjarmálafélagsins er kveðið á um prófkjör. Fulltrúar flokkanna telja hins vegar of seint að fara í prófkjör nú og telja uppstUl- ingu einu færu leiðina úr því sem komið er. Er því búist við lagabreyt- ingartillögum á aðalfundi Bæjar- málafélagsins en honum var frestað á dögunum vegna möguleikanna á sameiginlegu framboði. - En hvers vegna tókuð þið ákvörð- un um endurskoðun? „Samstarf flokkanna hefur gengið vel og málefnastaða okkar hefur batnað verulega eftir að okkur tókst að afstýra umhverfisslysi á Vestur- svæðinu svokaUaða. Það er greini- legt að Reykvíkingar hafa hug á að breyta tU í borgarstjórn og ef tU vUl hafa Seltimingar hug á að breyta til eftir 30 ára valdasetu sjálfstæðis- manna í bæjarstjóm," segir Siv Frið- leifsdóttir, Framsóknarflokki. -GHS/hlh Sértu að leita að vandaðri hljómtækj asamstæðu, með sérlega góðum hljórni og ríkulegum tæknihúnaði ■ á góðu verði ■ er Goldstar FFH-333L-samstæðan fyrir þig Goldstar FFH-333L-hljómtækjasamstæðan samanstendur af: 60 W magnara með tónsvið 20 - 30.000, rafdrifnum styrkstilli, 5 banda tónjafnara, 3 inn- byggðum hljómstillingum, aðgerðastýringu á ljósaskjá, Ultra Bass Booster-bassahljómi, plötuspilaratengi og tengi fyrir heymartól; útvarpi með 30 stöðva forvali, FM/MW/LW-bylgjum, PLL Synthesizer-stilli; tvöfoldu með sjálfvirkri spilun y. , K sjálfvirkri byrjun við upptöku frá geislaspilara; 16 bita geislaspilara með 32 laga forvali, síspilun, handahófsspilun, sýnishornaspilun o.m.íl.; vönduðum hátölurum og þráðlausri ljarstýringu fyrir allar aðgerðir og innbyggðum útvarps- vekjara fyrir alla sem þurfa að vakna. V/SA Samkart Frábær greiöslukjör viö allra hæfi t.d. 2.868,- kr. á mán. í 18 mán. SKIPHOLTI 19 SÍMI 91-29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.