Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 Útlönd Stuttar fréttir Færeyingar bakka í kvótadeilu við Dani - búist við að niðurstaða fáist 1 málinu 1 dag Svo virðist sem lausn sé í sjónmáli á stríði Færeyinga við dönsku ríkis- stjórnina um flskveiðimál eyjar- skeggja eftir að fulltrúar færeysku landstjórnarinnar kynntu Poul Nyr- up Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, endurskoðaði frumvarp að lögum um stjóm flskveiða. Frumvarpið þýðir í raun að Færey- ingar hafa dregið í land eftir hótanir danska forsætisráðherrans um að veita ekki ábyrgðir fyrir erlendum lánum Færeyinga nema þeir taki upp kvótakerfi í sjávarútveginum með framseljanlegum veiðiheimildum. Slíkt frumvarp var hluti uppruna- legs samkomulags færeysku lands- stjómarinnar við dönsku stjórnina um enduríjármögnun erlendra skulda Færeyja. Nymp Rasmussen var jákvæður í garö frumvarpsins eftir fund með samstarfsflokkum sínum í ríkis- stjórninni í gær en Færeyingar fá endanlegt svar hjá ráðherranum í dag þegar hann gerir grein fyrir málinu í-samráði við stjórnmála- og efnahagsnefnd danska þings- ins. Tillaga Færeyinga felur í sér að kvótar fyrir veiðarnar frá mars til september á þessu ári verði ákveðnir í samvinnu við tillögur frá svokall- aðri kerfisnefnd, eins og segir í sam- komulagi þjóðanna. Á næsta kvóta- tímabili, það er frá september í ár til jafnlengdar á hinu næsta, verða kvótamir ákveðnir á „líffræðilega veijanlegum grundvelli sem byggist á alþjóðlegum viðmiðunum" eins og danski forsætisráðherrann orðaði það. Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur. Simamynd Reuter Nyrup Rasmussen benti á að það lægi á að flnna endanlega lausn þar sem lán sem Færeyingar hefðu tekið upp á átta hundmð til niu hundruð milljónir íslenskra króna gjaldféllu þann 10. mars. Enn er óleyst hvernig menn eiga aö geta keypt sér kvóta eða selt. Færeyingar vilja að hægt verði að skiptast á kvótunum en Danir vilja fremur að kvótamir geti gengið kaupum og sölum. Nymp Rasmus- sen vildi ekkert segja í gær um hvor lausnin yrði ofan á. Færeyskir sjómenn eru mjög reiöir vegna afskipta dönsku stjómarinnar og hafa þeir hótað að sigla togurum sínum í land í dag. Ritzau Bandariski kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg og eiginkona hans, leikkonan Kate Kapshaw, ganga hér um fyrrum fangabúðir nasista i Auschwitz- Birkenau. Spielberg er í Evrópu aö kynna mynd sína Lista Schindlers sem fjallar um mann sem bjargar gyðingum frá bráðum bana i útrýmingarbúðum naslsta. Simamynd Reuter SiofnandiBlack Pantherserá batavegi Stofnandi Black Panthers sam- takanna, sem stofnuð vom í Bandaríkjunum árið 1960 og böröust fyrir rétti svartra manna, er á batavegi eftir aö hafa gengist undir heilaskuröaðgerð í gær. Cleaver, sem er 58 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús í Berkeley í Kalifomiu eftir að hafa fengiö heilablæðingu,. Útvarpsstöð í Ka- lifomíu sagði að Cleaver hefði fengiö verki skömmu eftir að hann var handtekinn lyrir að hafa eiturlyf undir höndum. Lög- reglan hefur ekki staðfest þá frá- sögn. Black Panthers samtökin hvöttu blökkumenn til aö mót- mæla kúgun ogþeirri mismunun æm blökkumenn raáttu þoia. Reuter Samningur Króata og múslíma um sambandsríki: Getur strandað á f ramtíð Króata í Hersegóvínu Hætta er á að samningurinn á milli Króata og múslíma í Bosníu um myndun sambandsríkis, sem Banda- ríkjamenn höfðu milhgöngu um, geti strandað á framtíð harðhnu Króata er varðar Herzegovínu. Her Bosníu-Króata barðist við stjómarher Bosníu, sem var undir forystu múshma, í nærri eitt ár til þess að reyna að vinna eins mikið land og mögulegt var og innhma það í Króatíu. Nú þykir ólíklegt að Króat- ar sætti sig við minna en það sem þeim finnst þeir eiga rétt á. 1 sömu andrá og utanríkisráðherra Króatíu, Mate Granic, var að undir- FranjoTudjman. JU Simamynd Reuter rita samninginn um sambandsríki múslíma og Króata í Bosníu var valdamikill þrýstihópur í Herzegó- vínu að gefa til kynna andstöðu sína í máhnu. Harðhnu Bosníu-Króatar hafa sagt að þeir æth ekki að sætta sig við neitt minna en sjálfstjóm á sínu svæði í Bosníu en það era ekki allir sáttir við. Forseti Króatíu, Franjo Tudjman, sem er stuðningsmaður Bosníu- Króata, setti Herzegóvínu harðhnu- þjóðemissinnann Mate Boban af sem forseta sjálfsstjórnarríkis Bosníu- Króataísíöastamánuði. Reuter Fangarlausir ísraelsmenn hafa leyst fleiri palestínska fanga úr haldi. 400 fá frelsi í dag. Vopnahlérofið Tveggja vikna gamalt vopnahlé í Sarajevo var rofið í morgunþeg- ar skotið var út vélbyssu og sprengju varpað nærri miðbæn- rnn. Ohristopheríalar Warren Christopher, utanríkisráð- herra Banda- ríkjanna, sagði að það væri nú undir múslím- um og Króöt- um 1 Bosníu komiö að hrinda í framkvæmd samningnum um sambandsríki. Stjómvöld í Suður-Kóreu hafa aflýst heræfingum með banda- ríska hemum. Ríki ræða saman Norður- og Suður-Kóreumenn íhuga að efna til viðræðna hátt- settra manna um kjarnorkuáætl- anir sínar. Hershöfðingi með Brasihuforseti hefur skipað hershöfðinga í stjórn landsins. SamiðiMexíkó Uppreisnarbændur í Mexíkó og stjómvöld hafa samiö um um- bætur í efnahags- og stjómmál- um landsins. Færeyjum bjargað Danska stjómin ætlar að tryggja það að færeyska land- stjómin geti staðiö við útgjöld sín fram í september. Clinton í vígahug Bill Clinton Bandaríkjafor- seti ákveður í ; dag hvort hann setur í gildi til- skipun sem heimilar hon- um að beita viðskipta- þvingunum gegn Japan. Súdanir sprengja Flugvél úr stjómarher Súdans varpaði sprengjum á þorp á valdi uppreisnarmanna í suðurhluta landsins. Maður ákærður Liðlega þritugur maður hefur verið ákærður fyrir að kveikja í hommaklúbbnum í London þar sem níu menn létust. Concorde á af mæli Hljóð&áa Concorde-þotan átti 25 ára afmæh í gær. Flugvélafbraut Flugvél rann út af flugbraut á LaGuardia flugvelh við New York i snjóbyl í gærkvöldi og slös- uðust tuttugu og níu. Aristide vill lýðræði Jean-Bertr- and Aristide, útlægur forseti Haíti, hvatti til þess í gær að lýðræði yröi endurreist í landinu og úti- lokaði samning þar sem ekki væri kveðið á um heimkomu sína. Skólastúlkadrepin Sautján ára skólastúlka var meðal flmm óbreyttra borgara sem vora drepnir i síðustu of- beldisöldunni i Alsír. Viðræður Rússa og Eistlend- inga um brottfór rússneskra her- sveita voru nær því sigldar í strandígær. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.