Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 28
40 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 Fréttir Fjárhagsáætlun Selfoss: Framkvæmt fyrir eigið fé á árinu Kristján Einarsson, DV, SeUossi: Á fundi bæjarstjómar Selfoss í lok febrúar var lögð fram til fyrri um- ræðu tillaga að fjárhagsáætlun Sel- fossbæjar fyrir 1994. Áætlaðar skatt- tekjur era kr. 400,4 millj. og nettó rekstur málafokka án fjármagns- tekna og gjalda nemur kr. 290,7 miUj. Að teknu tilliti til greiðslubyrði lána er áætlaður afgangur til fram- kvæmda og fjárfestinga 73,7 millj. kr. Samkvæmt tiUögunni verða ný lán sama upphæð og afborganir lána þannig að í raun verður skuldastöð- unni haldið óbreyttri og framkvæmt er fyrir eigið fé. HeUdarframkvæmdir og fjárfest- ingar nema kr. 92,3 miUj. Stærsta fjárveitingin er kr. 24,5 miUj. tíl að ljúka byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða við Grænumörk. Þar eru 24 íbúðir sem komast í gagnið ásamt tæplega 1000 m2 þjónusturými í vor. TU byggingar 2. áfanga Fjölbrauta- skóla Suöurlands verður varið 13,7 miUj. kr. og tU lagningar bundins sUt- lags, gangstétta- og gatnagerðar- Karl Björnsson bæjarstjóri. framkvæmda 18,1 miUj. kr. Að sögn Karls Bjömssonar bæjar- stjóra er gætt aðhalds við rekstur bæjarfélagsins og leitast við að fram- kvæma fyrir eigið fé í ár. Undantekn- ing frá þeirri reglu var á síðasta ári þegar ráðist var í miklar fram- kvæmdir sem fjármagnaðar voru að hluta með lántökum. Það var gert tíl að eUa atvinnu í bænum og skapa störf á vegum bæjarfélagsins. „Þetta var mögulegt á síðasta ári vegna þess að árin á undan höfðum við greitt lán bæjarins niður um tugi miUjóna króna og var því lántöku- geta bæjarsjóðs fyrir hendi. Slikt er þó ekki unnt að endurtaka núna svo við verðum að sætta okkur við tak- markaðar framkvæmdir í ár,“ sagði Karl. Þess má geta að mikUl uppgangur hefur verið hér undanfarin ár og mikið hefur verið byggt á vegum einkaaðUa og þess opinbera, bæði íbúðarhúsnæði og skrifstofu-, þjón- ustu- og iðnaðarhúsnæði. Fólksfjölg- un hefur verið stöðug og búa nú um 4000 íbúar í þessum höfuðstað Suður- lands; miðstöð verslunar, stjómsýslu og þjónustu í landshlutanum. Síðari mnræða um fjárhagsáætlun verður 9. mars og bjóst bæjarstjóri ekki við miklum breytingum. Ferðamálafélag í Mýrdalshreppi Páll Péturssan, DV, Vik í Mýrdal: Ferðamálafélag Mýrdalshrepps var nýlega stofnað á fundi áhuga- fólks um ferðamál í Víkurskála í Vík í Mýrdal. Félagið mynda einstaklingar, fyrir- tæki og stofnanir í Mýrdalshreppi og hefur þann tilgang að treysta undir- stöðu ferðaþjónustu í hreppnum með samvinnu og samstarfi þeirra aðila sem sinna þjónustu við ferðamenn og standa vörð um hagsmuni þeirra. Eitt af því sem félagsmenn stefna að er að efla umræðu meðal hreppsbúa um mikilvægi þess að vemda undirstöðu ferðaþjónustu, hreint og ósnortið land, sögulegar minjar, náttúruminjar og sérkenni í framleiðslu og rnenningu Mýrdæl- inga. A fundinum kynnti Erla Ivarsdótt- MOULINEX örbylgjuofnar með snúningsdiski létta heimilisstörfin í ys og erli dagsins. MOULINEX örbylgjuofnar hraðvirk heimilisaðstoð. Pppst í nosstu ranÍkia^rs!^ UMBODS OQ HErt.DVfcRSt.UN‘ SlMI 91-24020 FAX 91-623145 ir, formaður Ferðamálafélags Skaft- árhrepps, stefnumótunarvinnu í ferðaþjónustu sem unnin var í Skaft- árhreppi 1992. Kynnti hvernig ferða- þjónustuaðilar þar skoðuðu sína möguleika markvisst og settu fram stefnu í ferðamálum fyrir svæðið. Eitt af markmiðum nýja félagsins er að vinna í samstarfi við sveitar- stjóm að stefnumótun í ferðaþjón- ustu í sveitarfélaginu, líkt og gert var í Skaftárhreppi fyrir tveimur árum. Stjórn félagsins skipa Þórir N. Kjartansson, framkvæmdastjóri Víkurpijóns, Kolbrún Hjörleifsdótt- ir, eigandi gistihússins Ársala í Vík, og Gísli D. Reynisson, framkvæmda- stjóri Mýrdælings. Menning Athyglisverð sýning í óvenjulegu umhverfi sem smellpassar fyrir verkið. Beðið eftir... Vörulyftan eftir Harold Pinter er leikrit sem sver sig í ætt við ýmis önnur verk hans. Það er skrifað snemma á ferh hans, árið 1960, og lýsir samskiptum tveggja náunga sem bíða eför þvi að leysa af hendi eitthvert ótilgreint verkefni. Þeir eru heldur ólánlegir og taugatrekktir, hafa greinilega orðið undir í lífinu og reyna að bæta sér það upp með þvi að mikla fyrir sér hlutverk sitt 1 þessu „verkefni". Áhorfandinn fær smátt og smátt skýrari mynd af þeim í gegnum snjallan og vel saminn texta. Pinter spilar líka á þagnirnar, til ________________________________ Leiklist Auður Eydal dæmis er langur upphafskafli án orða. En einmitt þar byrja áhorf- endur að kynnast þessum persón- _ um sem hægt og hægt fá sín ein- staklingseinkenni. Jafnframt er __________________________________________ varpað ljósi á samband þeirra. Upplýsingar um þá og hvað þeir eru yfirleitt að gera þarna eru annars af skomum skammti. I loftinu liggur einhver óáþreifanleg ógn en samt eru aðstæður þessara manna næsta skoplegar. Víða bregður fyrir kaldr- analegum húmor, sérstaklega í fyrri hlutanum. Eftir þvi sem hður á verkið skýrast línuraar nokkuð. Þegar upp er stað- ið blasir við mynd af mannlegum samskiptum og meinlegum aðstæðum sem í aðra röndina eru í hæsta máta fáránlegar. Efni verksins og vaxandi spenna í andrúmsloftinu kemst vel til skila í leikstjórn Péturs Einarssonar. íslenska leikhúsið færir verkið upp í eld- húsi veitingahúss, þar sem eitt sinn var Þórskaffi. Umhverfið er gert nöturlegt.og niðumítt og smehpassar fyrir verkið með smátilfæringum. Gunnar Borgarsson sér um ágæta útfærslu á leikmyndinni og Hilmar Örn Hilmarsson semur hljóðmynd sem undirstrikar óræða ógn verksins. Hahdór Bjömsson leikur Ben. Hann reynir að breiða yfir óstyrk sinn og spila sig töffaralegan. í samskiptunum við Gus þykist hann vera sval- ur náungi og hafa í fuhu tré við hann þó að hann breytist í auðmjúka undirlægju í samskiptum við aðra. Hahdór mótar persónuna ágætlega og byggir upp ákveðna mynd en er þó óþarflega eintóna framan af. Þórar- inn Eyfjörð leikur Gus. Hann er einfold og úthverf persóna og ennþá trekktari en Ben. Þórarinn nær vel að draga upp mynd af manni á barmi taugaáfahs þó að áherslumar megi ekki vera öhu sterkari á stundum. Sýningin á Vörulyftunni er góð viðbót við fyrri sýningar á verkum Pint- ers. Athyglisverð sýning í óvenjulegu umhverfi. íslenska leikhúsið sýnir í Hinu húsinu: Vðrulyftuna. Höfundur: Harold Pinter. Leikstjóri: Pétur Einarsson. Þýóandi: Gunnar Þorsteinsson. Leikmynd: Gunnar Borgarsson. Lýsing: Sigurður Guðmundsson. Hljóðmynd: Hilmar Örn Hilmarsson. Þeir sem fa DV i postkassann neglulega geta átt von á þrjátíu þúsund krána matarkðpfu Áskriftargetraun DV gefur skilvísum áskrifendum, nýjum og núverandi, möguleika á að vinna þrjátíu þúsund króna matar- körfu að eigin vali. Sex matar- körfur á mánuöi eru dregnar út, hver að verömæti 30 þúsund króna. Tryggðu þér DV í póst- kassann á hverjum degi og þar með greiðan aðgang að lifandi og fjölbreyttum fjölmiðli og sjálfkrafa þátttökurétt í áskriftargetrauninni. DV - hagkvæmt blað. 632700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.