Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 9 Utlönd Breska fyrirsætan Naomi Campbell sýnir haust- og vetrarfatnað frá tískufyr- irtækinu Les Copains i Milanó. Símamynd Reuter Fyrrum starfsmenn í Thule-herstöðirmi: Lesa leyniskjöl um kjarnorkuflugvél Bandarísk stjómvöld hafa nú opn- aö leyniskjöl sín um B-52 sprengju- flugvélina sem fórst tólf kílómetra frá herstööinni í Thule á Grænlandi áriö 1968. Fjórar vetnissprengjur voru um borð í flugvéhnni og sprungu hvellhettumar á þeim viö brotlendinguna. ís og snjór í grennd við slysstaðinn varð fyrir geisla- mengun. Þaö era samtök fyrrum starfs- manna við herstöðina í Thule sem hafa fengið að skoða leyniskjölin og þau hafa einnig krafist þess að ráðu- neyti utanríkis- og vamarmála í Danmörku opni skjöl sín. Thule-starfsmennimir hafa í mörg ár reynt að sanna aö samhengi sé milli vinnunnar við að hreinsa til eftir slysiö og sjúkdóma meðal starfs- manna í herstöðinni. Stór hluti fyrr- um starfsmannanna kvartar undan þreytu og sárindum í liðum á bæði handleggum og fótleggjum, auk krabbameins. Danska krabbameinsskráin komst þó að þeirri niðurstöðu í janúar í fyrra að enginn starfsmannanna hefði fengið krabbamein af völdum geislavirkni. Marius Schmidt, formaður félags fyrram starfsmannanna, sagði í við- tali við fréttaritara danska útvarps- ins í Washington í gær að hann hefði fengið nýjar upplýsingar á fundum NORÐUR- ( GRÆNLAND 1 • Thule,^ GRÆ JLAND VESTUR- Scoresbysund GRÆNLANC AUSTUR- * • GRÆNLAND Godhavn FmY+A sínum með bandarískum stjómvöld- um. „Meðal annars að það var danska ríkisstjómin sem bað þá bandarísku um að halda flugslysinu leyndu í tvo og hálfan sólarhring vegna kosninga sem vora framundan í Danmörku," sagði Marius Schmidt. Rannsóknir krabbameinssérffæð- inga á undanfómum áram sýna svo ekki verður um villst að tíðni krabbameins hefur aukist en þó ekki þær tegundir krabbameins sem tengja má við geislavirkni heldur krabbamein af völdum tóbaks- og áfengisneyslu. Þá hefur verið rætt um asbest sem eixm sökudólgiim í aukinni tíðni lungnakrabba hjá fyrr- um starfsmönnum herstöðvarinnar í Thule. Ritzau Sexburarfædd- ustiArgentmu Þrjátíu og sjö ára kona í borg- inni Rosario I Argentínu ól sex- bura í gær, tvo drengi og fjórar stúlkur, að sögn argentínska sjónvarpsins. „Við þráöum svo heitt aö eign- ast bam og fengum svo heldur meira en ráð var fyrir gert,“ sagði hinn 39 ára gamli faðir, Daniel Ascencio. Reuter /////////// TI6RA- PENNINN . 1994 Smásagnasamkeppni um íslandsævintýri Tígra Tígri ætlar aö ferðast um ísland í sumar því hann þekkir landið okkar svo lítið. Hvert ætti hann að fara? Upp á fjöll og leita að öðrum tígrum því kannski á Tígri ættingja sem hann þekkir ekki? Nú eða sigla um Breiðafjörð og skoða selina og hvalina sem svamla á milli allra eyjanna. Kannski hittirTígri fröll eða álfa, kannski drauga. Það er margt sem getur komið fyrir lítinn Tígra sem ekki þekkir landiðvel. Ef þú ert 12 ára eða yngri getur þú tekið þátt í ævintýrum Tígra á íslandi með því að skrifa smásögu um ferðir hans og ævintýrin sem hann lendir í. Allir sem senda inn sögur fá sérstakan Tígrablýant að gjöf og leikjabók Krakkaklúbbsins. 50 sögur verða valdar og gefnar út í einni bók, Tígrabókinni. Þeir sem eiga sögur í bókinni eiga möguleika á að vinna vegleg verðlaun frá verslunum Pennans. Komið verður upp Tígrahomi í Kringlunni 4-12. mars þar sem þú getur fengið öll þátttökugögn. Þú getur einnig haft samband við Krakkaklúbb DV, Þverholti 14,105 Reykjavík, og við sendum þér gögnin. Skilafrestur er til 23. apríl. Það er leikur að skrifa um íslandsævintýri Tígra. Vertu með! ....... fv.*# KRINGWN ■V island Noregur og Evrópusambandið: Erf iðustu málin enn óleyst Eftir tíu tíma maraþonfund Jans Henrys T. Olsens, utaiuíkisráðherra Noregs, og samningamanna Evrópu- sambandsins í Brassel í gær er ljóst að öfl erfiðustu málin varðandi inn- göngu Noregs í ES era enn óleyst og að ekkert verður gert fyrr en á fundi með utanríkisráðherrum þess á þriðjudag. Olsen hefur verið fámáfl um samn- ingaviðræðumar frá því þær hófust síðdegis á laugardag og hann var ekki á því að fara nánar út í erfiðleik- ana þegar hann hitti blaðamenn að máli seint í gærkvöldi. „Viðræðurnar hafa verið jákvæðar og þær eru í góðum farvegi. Við höf- um reynt að finna leiðir til að leysa þetta,“ sagði Olsen við fréttamenn. Sjávarútvegsráðherrann gerði það þó ljóst að engin lausn væri enn fundin í erfiðustu málunum. Það á einnig við um kröfur Norðmanna um að fá að veiða hrefnu áfram. „Það er aflt uppi á borðinu," sagði hann. Olsen og Grete Knudsen viðskipta- ráðherra fara til Óslóar í dag en halda aftur til Brassel á sunnudag eða mánudag. Þá bendir allt til þess að niðurstaða fáist í aðfldarviðræður Noregs eftir að Svíþjóð, Finnland og Austurríki luku aðfldarviðræðum sínum á þriðjudag. í miflitíðinni eiga norskir embætt- ismenn að fara yfir sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin með sérffæðing- um Evrópusambandsins. NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.