Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 15 Atvinnuleysisbætur einyrkja Eiga sumir að hafa meiri rétt en aðrir? Svavar Gestsson skrifaði grein í DV 23. febrúar undir fyrirsögninni „Lögin rétt en framkvæmdin röng“. í greininni gerist þingmað- urinn talsmaður tveggja hópa ein- yrkja, vörubílstjóra og trillusjó- manna, en lætur sér í léttu rúmi liggja hag annarra einstaklinga í svipaðri stööu. Þannig virðist hann vilja endurreisa þá mismunun sem áður tíðkaðist gagnvart sjálfstætt starfandi einstaklingum. Hver átti hugmyndina? Þingmönnum Alþýðubandalags- ins er ranglega eignuð hugmyndin að því að einyrkjar í atvinnurekstri öðlist rétt til bóta. VSÍ hafði árum saman gagnrýnt harðlega þá lög- bundnu mismunun sem ríkt hafði til réttar til atvinnuleysisbóta. VSÍ skilyrti stuöning sinn við álagn- Kjallaiiim Jón H. Magnússon lögfræðingur VSÍ „Þingmönnum Alþýðubandalagsins er ranglega eignuð hugmyndin að því að einyrkjar í atvinnurekstri öðlist rétt til bóta. VSÍ hafði árum saman gagnrýnt harðlega þá lögbundnu mismunun sem ríkt hafði til réttar atvinnuley sisbóta. ‘ ‘ ingu tryggingagjalds við aö lögin yrðu endurskoðuð til rýmkunar. Ólafur Ragnar Grímsson, þáver- aridi fjármálaráðherra, tók undir þessi sjónarmið en ríkisstjórnin sem Svavar Gestsson átti einnig sæti í heyktist á því að leiðrétta þennan mismun. í ágúst 1992 var skipuð nefnd til að endurskoða lögin og átti ég sæti í nefndinni af hálfu VSÍ. Á fyrsta fundi áréttaöi ég kröfuna um að allir sem yrðu atvinnulausir öðluð- ust rétt til bóta en ekki bara þeir sem væru í stéttarfélagi. Mættu þessar hugmyndir mikilli andstöðu fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar en eftir nokkurt þóf tókust þó sætt- ir um launamenn utan stéttarfé- laga. Það var ekki fyrr en á síðustu fundum nefndarinnar að sam- komulag náðist um rétt sjálfstætt starfandi. Vörubílstjórar og trillusjómenn Svavar getur þess að tilgangur- inn hafi verið sá að rýmka lögin en tveir fjölmennir hópar hafi verið sviptir öUum rétti. Helstu breyting- ar tíl rýmkunar eru tvær. Réttur launamanna til bóta er ekki lengur bundinn aðild að stéttarfélagi og sjálfstætt starfandi einstakhngar öðlast rétt til bóta. Eina breytingin varðandi vörubílstjóra og triUusjó- menn sem eru launþegar er sú að það er ekki lengur skUyrði að þeir Greinarhöfundur segir eigendur bilanna og bátanna fá rétt til bóta sam- kvæmt reglunum um sjálfstætt starfandi einstaklinga. séu félagar í stéttarfélagi. Eigendur bUanna og bátanna fá aftur á móti rétt til bóta samkvæmt reglunum um sjálfstætt starfandi einstakl- inga. Þær fela m.a. í sér að þeir þurfi að vera í atvinnuleit og taka þeim atvinnutilboðum sem bjóðast eins og aðrir bótaþegar sjóðsins. Hugmyndin er því alls ekki sú að sjóöurinn greiði sjálfstætt starf- andi mönnum dagpeninga í hléum á miUi verkefna. Hvað um leigu- og sendibílstjóra? Alhr sem starfa fyrir eigin reikn- ing sitja nú við sama borð hvort sem þeir eru sjálfstætt starfandi iðnmeistarar, vinnuvélstjórar, leigu-, sendi- eða vörubílstjórar. Það var samdóma áht þeirra sem unnu að þessum málum að fara yrði varlega í að ákvarða þessum hópum atvinnuleysisbætur enda lúta þeir strangari skilyrðum en aðrir bótaþegar sjóðsins. Reynslan sýnir að tilefni er tU að endurskoða einstök atriði reglnanna, en eitt hlýtur þó yfir alla að ganga. Einn getur ekki átt meiri rétt en annar við sambærilegar aðstæður. Þann- ig geta vörubílstjórar ekki átt meiri rétt en leigubílstjórar eða sendibíl- stjórar sem gera út eigin bíla. Jón H. Magnússon Lengjum starf sævina Frá upphafi hafa sjúkdómar hrjáð manninn. Þeir hafa greini- lega verið í .takt við lífshætti hans á hverjum tíma. Nú síðustu áratug- ina hafa ýmsir velmegunarsjúk- dómar sótt heim þær þjóðir sem við bestu kjörin búa, þ.e.a.s. mik- inn mat en litla áreynslu. Vaninn versti óvinurinn Kransæðasjúkdómar hafa farið þar fremstir í Uokki en baráttan við þá hefur staðiö í nokkra ára- tugi. Hún hefur skipst í fjóra meg- inþætti: lyfjameðferð, skurðlækn- ingar, oft með æðaUutningi, endur- hæfingu og fyrirbyggjandi aðgerðir sem bæði geta verið fyrir þá sem hafa fengið meðferð og einnig hina sem enn teljast heUbrigðir en eru í áhættuhópum sem oft er eríitt að ná til því þar ræður sjálfsmat hvers og eins mestu þó leiðbeiningar geti komið að góðum notum, t.d. varð- andi erfðir og ættgengi. Framfarimar á öUum þessum sviðum eru ævintýri líkar, einkum þó er varðar skurðlækningar. HeimUutningur kransæðaaðgerða KjaUaiiim Björgvin Brynjólfsson fyrrv. sparisjóðsstj. Skagaströnd 1986 markar timamót aö mínu mati í handlækningum hér á landi. Mig langar til að fara fáum orðum um þann þáttinn sem enn hefur ekki verið nógu fastmótaöur og það eru fyrirbyggjandi lífshættir. - Þar er vaninn versti óvinurinn sem í mörgu öðru. Fólk breytir ekki um venjur varðandi t.d. reykingar, matarvenjur eða hreyUngu og úti- vist fyrr en sjúkdómar fara að segja alvarlega til sín. - Þó seint sé breytt til er það betra en aldrei. Fyrirbyggjandi aðgerðir Ég tel að ein besta íjárfestingin í heUbrigöiskerUnu sé að verja fé og vinnu í upplýsingasöfnun um ætt- gengi hjarta- og æðasjúkdóma og annað það sem gæti leitt til breyt- inga og bættra lífshátta t.d.: 1. Veita verðlaun þeim matar- gerðamönnum sem tekst að gera holla og vinsæla rétti sem hæfa okkar tímum í heilsuvernd. 2. Koma á keppni í útivist, göngu eða skokki með sem jafnastri iðkun aö markmiði. 3. Fjölga reyklausum stöðum svo sem verða má í samvinnu við fyr- irtæki og stofnanir. Fleira mætti telja þó það sé ekki gert hér. Þó læknisaðgerðir séu góðar eru fyr- irbyggjandi aðgerðir enn betri. Skila lengri starfsævi, ánægjulegra líö - aukinni hamingju og velgengni bæði félagslega og fjárhagslega fyrir aUa þjóöina. Það er gott að lengja lífið en þó enn betra að bæta það. - Reynum að lifa lífinu lifandi. Björgvin Brynjólfsson „Heimflutningur kransæöaaögerða 1986 markar tímamót að mínu mati 1 handlækningum hér á landi.“ Fækkun sendiráða milljónir „TUlögur um fækkun sendiráða hafa þann kost umfram ýmsar aðrar sparnaðar- leiðir að þær memúng á ís- 'J6nas Fr' Jónsson, landi lítiö. '°»rx*nZ T Ekki er sjálf- unarráðs ls,ands' gefið aö erlendum sendiráöum hér á landi muni fækka enda eru dæmi um sendiráð hér frá þjóð- um þar sem ekki er íslenskt sendiráð, t.d. Kina. Siðustu 10 ár hefur rUtissjóður verið rekinn með haUa og saman- lagður er halhnn um 80 miUjarð- ar. Ef greiöa ætti skuldir þjóðar- innar til baka eirts og húsbréf, á 25 árum, væri ársgreiðslan um 16.700 mUljónir. Þannig þarf ekki einungis að ná jöfnuði í ríkis- rekstri, heldur einnig að borga skuldimar. Þetta gerist ekki nema öU starfsemi ríkisins veröi endurmetin. Við þaö mat á ekki að spyrja hvaö við vUjum gera, heldur á hverju viö höfum efni. Vinnufundir Verslunarráðsins telja að uppstokkun á sendiráð- um og starfsemi þeirra sé aðgerð sem sé sársaukalaus fyrir al- menning en geti sparað verulegar fjárhæðir. Lagt er iil aö sendirað- um verði fækkað en þar sem við- skiptahagsmunir krefjist þess verði komið upp viðskiptaskrif- stofum. Þær gætu verið kostaöar af atvinnulífinu í samvinnu við ríkissjóð, til dæmis með greiöslu þjónustugjalda. Með tUlögum Verslunarráðsins má spara um 200 milfjónir árlega. Fyrir þá upp- hæð mætti yfir árið reka stofnan- ir eins og embætti forsetans, Hæstarétt, umboðsmann Alþing- is og Þjóðgarðinn á Þingvöllum." Viljumvið sendiráð? „Hugmynd- ir nefnda á vegum Versl- unarráðs ís- lands um sparnað í ut- anríkisþjón- ustunni eru gagnlegar, þvi að stööugt þarf að huga að leiðum tU aö spara í opinberum rekstri. Ég er sammála þeirri áherslu sem lögð er á nauðsyn þátttöku í fjölþjóðlegu samstarfi. Hún getur að sjálfssögöu falist í öðru en starfi sendiráðsmanna. Alþingis- menn taka t.d. æ meiri þátt í ai- þjóðlegu samstarfi, sem stööugt verður pólitískara. Áhugi íslend- inga á aö starfa í alþjóðastofnun- um er meiri en áður og þjóöin nýtur góös af framgöngu þeirra. TvíhHða stjórnmálasamband ríkja og starfsemi sendiráða hef- ur raikið gildi, þrátt fyrir virk fjölþjóðleg tengsl. íslendingar hafa síður en svo fært ákaft út kvíamar á þessum vettvangi. Þótt við höfum stjómmálasam- band við margfalt fleiri ríki en þegar lýðveldi var stofnaö fýrir 50 árum hefur sendiráðum ekki fiölgað í réttu hlutfalli við það. Þau sem hafa bæst í hópinn sinna samskiptum við fiölþjóðleg sam- tök. Spumingin er ekki um það hvað við eigum aö fáekka sendi- ráðum mikið heldur hitt hvort við viljum einhver íslensk sendi- ráð erlendis og sendiráð erlendra rlkja hér.“ -kaa Björn Bjarnason, formaður utanríkis- málanefndar Al- þingis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.