Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 13 Neytendur Umfangsmikil verðkönnun á Akureyri: Bónus með lægsta mat- vöraverðið á landinu - KEA-Nettó hefur kært til Neytendasamtakanna Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: „Stríðiö heldur áfram og harkan er óskapleg,“ segir Vilhjálmur Ingi Ámason, formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, í kjölfar mjög umfangsmikillar verðkönnun- ar sem félagið gerði í sjö matvöru- verslunum á Akureyri og nokkrum verslunum utan Akureyrar. Könn- unin er sams konar og könnun sem gerð var í desember og náði til um 250 vörutegunda. Bónus á Akureyri var með lægsta vöruverðið í könnuninni og Vil- hjálmur Ingi segir það verð vera lægsta matvöruverð á íslandi í dag, lægra en í Bónusverslununum í Reykjavík. „Hins vegar hefur verð yfir höfuð ekki lækkað nema um 2% síðan um áramótin og því er hægt að spyrja hvar kjarabótin sé sem átti að koma með lækkun virðisauka- skattsins," segir Vilhjálmur Ingi. Síöan í könnun Neytendafélagsins í desember hefur verðið í Bónusi staðið í stað og verslunin fær verð- stuðulinn 76 út úr þessari könnun. KEA-Nettó kemur í næsta sæti með Vilhjálmur Ingi segir Bónus unum í Reykjavík. á Akureyri vera með iægsta matvöruverðið á islandi í dag, lægra en i Bónusverslun- DV-mynd BG — Matvöruverð á Norðurlandi □ Hæsta verð □ Lægsta verð ------------- Rúsínur Bananar Verðm.217% 190 60 □ Svarfdbúö Bónus Ljósaperur Verðm. 203% 88 ! □ 29 Kaupvangur Bónus Lopasápa Svarfdbúó Bónus Bragakaffi Grenivík Verðm:56% 92 59 KEA, Bónus, Grenivik Nettó Rauökál Verðm.-64% ML 90 KEA. Grænuhl., Bónus MÓlatsMi. Rækjuostur Verðm.9% -150- 138 Svarfdbúö Éónus, DV verðstuðul 79 og 2% verðlækkun síð- an í fyrri könnun. Þessar tvær versl- anir eru sem fyrr í sérflokki á Akur- eyri því næstu verslanir eru KEA Hrísalundi með verðstuðul 98 og 2% lækkun síðan í desember og Hag- kaup sem er með verðstuðul 99 og 2% lækkun síðan í desember. Athygli vekur að verslunin Valberg á Ólafsfirði kemur í næsta sæti og skýtur aftur fyrir sig stórum versl- unum á Akureyri. Valberg er með verðstuðuhnn 103, KEA Sunnuhlíð á Akureyri með stuðul 105, KEA Byggðavegi með stuðul 105, Kjörbúð- in Kaupvangi með stuöul 106, Svarf- dælabúð á Dalvík með stuðul 107, KEA Ólafsfirði með stuöul 108 og KEA Grenivík með stuðulinn 110. Formaðurinn kærður Vilhjálmur Ingi segir að hiti hafi verið í mönnum þegar könnunin fór fram og sem dæmi nefndi hann að KEA-Nettó kærði hann sjálfan til Neytendasamtakanna. „Þeir kærðu mig fyrir að vilja ekki taka í könnun- ina kartöflur sem þeir voru með á tilboðsverði. Um var að ræða skemmdar kartöflur sem reyndar voru ekkert nema dýrafóður. Þá héldu KEA-menn því fram að nauta- hakk í Bónusi væri blandað aukefn- um, s.s. soja, sem alls ekki er sann- að. Þetta nautahakk er frá Kjama- fæði hf. á Akureyri og eigendur þess fyrirtækis sverja fyrir að hafa bland- að hakkið nema þaö sem notað er í svokallaða „stórborgara" og þá er það tekið fram á umbúðum," sagði Vilhjálmur Ingi. Hann segir Jóhann- es Gunnarsson, formann Neytenda- samtakanna, hafa rætt við sig vegna nautahakksins og hafi hann skýrt máliö fyrir Jóhannesi. í grafinu hér á síðunni eru teknar stikkprufur af þeim íjölmörgu vöm- tegundum sem könnunin náði til svo lesendur fái hugmynd um þann verð- mun sem oft er á milh verslana. Sléttir dúkar Dúkar geymast vel og taka ekki í sig brot ef þeir em hengdir á slá á tvöfóldu herðatré. Auðvelt er að hengja tvo til þrjá dúka á hvert herðatré. skápinn Auðvelt er að festa tvær glugga- tjaldastengur eða gorm innan á skáphurð og hengja þar eitt og annað sem oft týnist í skápum, td, hálsbindi, belti og klúta. Ef sett er stöng á botninn á klæðaskápnum, nokkm aftar en sláin sem fótin era hengd á, er fengin prýöileg skóstæða. Rúmt þarf að vera um hæla mihi stang- ar og baks. Notaðu helst fer- strendan lista því flatir hælar renna hæglega fram af sívölu kefli. Bamafata- Börn eiga að læra sem fyrst aö ganga vel frá fótunum sínum en það er erfitt ef þau ná ekki upp í fatahengið. Settu upp smástöng sem hangir niður úr henginu á tveimur spýtum og útbúðu þann- ig bamafatahengi. Hurðar- Mörgum finnst nauðsynlegt að hafa stóran spegil við fataskápinn í svefnherberginu en geta ekki leyft sér þaö vegna plássleysis. Þá er upplagt að spara sér vegg- plássið með því aö festa spegilinn innan á skáphurðina. Þannig kemur hann aö gagni án þess að verafyrir. -ingo Handbók heimilisins. Fékk ekki teikning- ar af afruglara „Ég hringdi í Heimihstæki og bað um að fá senda almenna viðgerðar- teikningu af afmglara fyrir Stöð 2 th þess að geta tekið að mér við- gerð á tækinu en fékk neitun. Það tíðkast almennt á þessum markaði aö látar slíkar teikningar í té en fyrirtækið vih auðsjáanlega sitja eitt aö þessum viðgerðum. Það get- ur vel verið að tölvuendinn sé eitt- hvert leyndarmál en restin er bara almenn viðgerð," sagði reiður karl- maður sem hringdi en hann rekur viðgerðarverkstæði í höfuðborg- inni. Aðspurður sagði Ólafur Ingi Ól- afsson, yfirmaður á verkstæðinu hjá Heimihstækjum að þeir teldu þaö ekki skyldu sína að útvega mönnum teikningar af tækjum þó þeir í mörgum tilfehum gerðu það. „Svo gegnir öðm máh með mynd- lykla. Við höfum hreinlega ekki leyfi frá framleiðanda th að dreifa gögnum um kerfið. Þetta er eins og hvert annaö þjófavamarkerfi, þú getur t.d. ekki beðið þann sem framleiðir þjófavamarkerfi fyrir banka um teikningar af kerfinu. Teikningar hafa leitt af sér mis- notkun á þessu." Ólafur sagði að teikningarnar væra þó til á nokkrum verkstæö- um og þá sérstaklega úti á landi, th hagræðingar fyrir neytendur. -ingo Þspr pg vmlw veggsamstæðu skaltu líta til okkar því hvergi er meira úrval til af fallegum veggsamstæðum frá Danmörku, Pýska- landi eða Ameríku. Sjón er sögu ríkari. Veggsamstæða úr mahóni kr. 56.280.- eða kr. 53.4v0,- stgr. Fæst einnig í beyki og kostar þá 55.290,- eða kr. 52.530,- stgr. JL BILDSHOFÐA 20 - 112 REYKJAVIK - SDVH 91-681199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.