Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 Fréttir Guðmundur Ámi Stefánsson heilbrigðisráðherra: Barnadeild Landakots flutft á Borgarspítala - stefnt að sameiningu Landakots og St. Jósefsspítala 1 Hafnarfirði Guðmundur Ami Stefánsson heil- brigðisráðherra hefur ákveðið að skipta verkefnum milli stóru sjúkra- húsanna á höfuðborgarsvæðinu þannig að bamalækningar, kven- sjúkdómadeild, krabbameinslækn- ingar, geislalækningar og lækningar varðandi til dæmis sýklafræði, mein- vefjafræði, ónæmisfræði og veim- fræði veröi á Landspítala en háls-, nef- og eyrnadeild, handarskurð- deild, slysadeild og heila- og tauga- skurðdeild verði á Borgarspítala. Ráðherra heimilar sameiningu St. Jósefsspítala á Landakoti og í Hafn- arfirði. Önnur starfsemi innan heiibrigðis- þjónustunnar verður jöfnum hönd- um á Borgarspítala og Landspítala, til dæmis á sviði almennra lyflækn- inga, almennra skurðlækninga, blóð- sjúkdómalækninga, endurhæflnga- lækninga, taugalækninga og öldrun- arlækninga. Þá hefur ráðherra ákveðið að bamadeild Landakots verði flutt á Borgarspítala í haust og verður jafnframt hafinn undirbún- ingur að byggingu 64 rúma bama- spítala á lóð Landspítalans. Vonast er til að bamaspítalinn verði risinn á 40 ára starfsafmæli Barnaspítala Hringsins árið 1997. „Menn hafa verið þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að festa í sessi starfssvið og verkaskiptingu stóm spítalanna en gegnum árin hefur það verið tilviljunum háð hvemig verk- efnum hefur verið skipt á stóm sjúkrahúsin og stundum farið eftir þeim einstaklingum sem þar hafa starfað. Ég vænti þess að full sam- staða verði um þessa verkaskiptingu þó að skoðanir geti verið skiptar," segir Guðmundur Ámi Stefánsson heilbrigðisráðherra. -GHS Að Kvískerjum. Frá vinstri: Egill, bræöurnir Siguröur, Hálfdán og Helgi Björnssynir, Halldór, össur og Pátl. DV-mynd ERIS Jökla- og nátt- úrufræðistöð á Kvískerjum Einar R. Sigurðssan, DV, Öiæfum: Flugvél Flugmálastjómar lenti á flugvellinum á Fagurhólsmýri í Ör- æfum 17. apríl. Frá borði stigu Egill Jónsson, Halidór Blöndal og Össur Skarphéðinsson auk Páls Einarsson- ar jarðfræðings. Koma þeirra var eins og þrama úr heiðskíru lofti og vöknuðu margar spumingar um er- indið. Að afloknum hádegisverði í Freys- nesi héldu þeir að Kvískerjum og heilsuðu upp á þá bræður Sigurð, Hálfdán og Helga Bjömssyni, sem löngu em orðnir þjóðkunnir hag- leiks-, vísinda- og fræðimenn. Aö sögn Egils Jónssonar var erind- ið í Öræfin að leggja grunn að sam- komulagi um að byggja hér náttúru- fræöistöð í tengslum við Háskóla ís- lands. Halldór Blöndal sagði að lengi hefði verið haldið fram að rétt væri að setja upp jöklarannsóknastöð hér á landi. Liggur þá náttúrlega best við aö hún sé undir Vatnajökli. Þegar menn vom að velta fyrir sér hvar komu Kvísker strax upp í hug- ann. Auövitað vegna þeirrar sér- stæðu náttúm sem þar er en líka vegna þess að Kvískerjabræður hafa, með vísindalegum afrekum sínum og hógværð, unnið sér virðingu bæði innanlands og erlendis. Þessi aðgerð, segir Halldór, er þess vegna staðfesting á þvi aö við viljum ekki láta þennan þráð falla niður. Stöðin sem um ræðir verður alhliða náttúrarannsóknastöð og á að verða táknræn fyrir íslenska þjóðmenn- ingu á þeim stað sem hún hefur náð hvað mestum þroska. Móðgaðir bankaráðsmenn Þá loksins hefur bankamálaráö- herra mannað sig upp í það að skipa nýja seðlabankastjóra. Þrátt fyrir auglýsingar eftir bankastjór- um, ábúðarmiklar umræður í bankaráði Seðlabankans og jafnvel atkvæðagreiðslur fór svo, eins og allan tímann stóð til, að Steingrím- ur Hermannsson var skipaður í annað embættið. Eiríkur Guöna- son fékk hina stöðuna til að passa upp á að minnsta kosti einn banka- stjóranna hefði vit á bankamálum. Það besta við þetta allt saman er að bankaráðsmenn í Seðlabankan- um láta eins og skipun Steingríms komi þeim á óvart. Þeir era alveg ægilega móðgaðir og sárir yfir því aö skipunin sé pólitísk. Ágúst Ein- arsson, formaöur ráðsins, hefur meira að segja sagt af sér í mót- mælaskyni. Nú er það vitað aö bankaráös- menn era ekki fæddir í gær. Þeir hafa sjálfir setið flestir hverjir um árabil í bankaráðinu og sopið margar fjöramar. Ekki er nema áratugur síðan Tómas Ámason var skipaður í bankaráð af póhtískum ástaeðum. Framsóknarflokkurinn átti að hafa sinn fuUfxúa og menn kyngdu því. Tómas Ámason hafði ekki annað sér til ágætis en hafa verið fjármálaráðherra í nokkur ár og getið sér gott orð í því emb- ætti með því að láta gengið síga í áföngum, eins og það var kaUað, til að komast hjá gengislækkun. Þetta þótti svo mikið snjaUræði hjá Tóm- asi að hann þótti sjálfkjörinn í Seðl- bankann þó fjármálavitið og hag- fræðin væri eingöngu fólgin í geng- issigi í áfóngum og þrátt fyrir að hann hafl verið sá fjármálaráð- herra sem missti fjárlögin og verð- bólguna gjörsamlega út úr höndun- um á sér. Tómas var sem sagt verð- launaður fyrir þessi afrek sín með því að setjast í Seðlabankann. Það má þó Tommi eiga að hann hefur haft lag á því aö láta fara sem minnst fyrir sér í bankanum og nú er hann að hætta fyrir aldurs sakir eftir tíu ára farsæla þjónustu sem hann fékk út á það að láta gengið síga í áfóngum. Fyrir þrem árum var Birgir ísleifur Gunnarsson skipaður í stöðu seðlabankastjóra eftir að Geir heitinn HaUgrímsson féU frá. Birgir var hvorki bankamaður né hagfræðingur en hafði stundað praksís í lögum og gegnt embætti borgarstjóra og mentamálaráð- herra um nokkurra ára skeið og Sjálfstæðisflokkurinn taldi hann hæfan til aö taka að sér seðla- bankastjóm. Ekki man Dagfari bet- ur en nákvæmlega þaö sama bank- aráð og situr í dag hafi mælt ein- róma með Birgi svo að ekki vora gerðar miklar kröfur um hagfræði- kunnáttu né peningavit við ráðn- ingu Birgis. Ef hann hefur peninga- vit þá hefur hann farið vel með þaö og ekki verið að flíka því um of. Það þykir greinilega góður kostur á bankastjóra. Báöar þessar ráðningar og marg- ar fleiri í opinbera geiranum hafa að sjálfsögðu verið ákvarðaðar af póUtískum ástæðum. Flokkamir hafa þurft að losna við sína menn og Seðlabankinn hefur verið up- plögð raslakista og dagheimiU fyrir uppgjafa póUtíkusa og þetta hafa þeir í bankaráðinu vitað mætavel. Þeir vora meira að segja kjömir í bankaráö af flokkunum til að passa upp á þetta eignarhald flokkanna á húsi aldraðra. Þegar Tómas Ámason hætti fyrir elti sakir lá það auðvitað beint viö að Framsóknarflokkurinn kæmi sínum manni að í staðinn fyrir þéirra mann. Tómasi Árnasyni hefði ekki dottið í hug að hætta fyrir aldurs sakir ef bankaráðinu hefði komið til hugar að velja ein- hvern hæfan mann í embættið. Bankaráðið vissi vel að hveiju það gekk, enda vora bæði forsætisráö- herra og utanríkisráðherra búnir að faUast á að láta Steingrím Her- mannsson hafa stöðuna og aUar auglýsingamar og atkvæðagreiðsl- umar í bankaráöinu vora til mála- mynda eins og alþjóð er kunnugt. Móðganir og mótmæU Ágústs Einarssonar og annarra bankar- áðsmanna era til þess eins fallnar að efast um hæfni bankaráösins. Það hefur enginn efast um aö Stein- grímur væri óhæfur í bankann en það er verra þegar það kemur í ljós að bankaráðsmennimir era líka óhæfir. Þeir skfija ekki til hvers þeir era í bankaráðinu. Þeir halda að þeir ráði einhveiju. Hvers konar bankaráö er þetta eiginlega? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.