Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 Stuttar fréttir Kallaávopnahié Evrópusambandiö hefur beðiö um að vopnahlé veröí gert í bæn- um Gorazde. Friðarviðræður Friðarviðræðum ísraels og PLO miðar áfram en ísrael vill ekki gefapalestínskum fóngum frelsi. Samkomulag í nánd P.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, og aðrir leið- togar i landinu eru nærri því að ná sam- komulagi um að fá Inkatha- hreyfmgu zúlúmanna til að taka þátt i kosningunum. Særðirdrepnir Vopnaöir menn í Kigah, höfuð- borg Rúanda, virðast vera farnir að drepa sært fólk af ásettu ráði. ESBákallar Utanríkisráðherrar ESB hafa hvatt stríöandi öfl í Rúanda til aö binda enda á ofbeldi og semja um friö. ímisgripum Helsta ástæöan fyrir þyrlu- óhappinu yflr Noröur-írak var sú aö bandarísku vélarnar voru teknar i misgrípum fyrir íraskar Hind-þyrlur. Viil i hýðingu Kennari frá Harlingen í Texas hefur boöist til að láta hýða sig í Singapore í stað bandarísks nem- anda þar. Hata sigurviss Tsutomu Hata, utanrík- isráðherraJap- ans, er nokkuð viss um að verða næsti forsætisráð- herra landsins og i morgun sagðist hann mundu hafa flesta núverandi ráðherra áfram. Rússarmeð Hjá NATO eru menn bjartsýnir á aö Rússar muni bráðum undir- rita samninginn um Friöarsam- starfið. Lagstirímannrán Rauðu kmeramir í Kambódíu eru nú farnir aö ræna Vestur- landabúum í tekjuöflunarskyni. Nunnuríloftbelg Nunnur í loftbelg lentu á bíla- stæði kirkju einnar, langt frá áfangastað sinum. Vextir hækka vestra Bandaríski seðlabankinn hækkaði vexti i þriðja sinn á tæp- um þreraur mánuðum til að koraa í veg fyrir verðbólgu. Engin vandamál Mogens Lykketoft, fjár málaráðherra Danmerkur, vísar því að það fjárhagserfið- leikum ef allir taki foreldraor- lof sem hafa rétt til þess. FrederickWest Lögreglan telur víst að um fimm lík eigi enn eftir að finnast í húsi Frederick West. Jarðskjálfti Jarðskjálfti, sem mældist 6,8 stig, varð í nálægð viö Nýju Gíneu. Engar fregnir hafa borist Ummannslát. ReuterogRitzau Útlönd Ástandið í Gorazde fer versnandi: KonuríS-Afríku: Saklaust fólk myrt á hrottalegan hátt - segir borgarstjóri Gorazde sem kallar á hjálp Borgarstjóri Gorazde í Bosníu, Iz- met Briga, hefur beðið um alþjóölega hjálp vegna árása Serba í Gorazde. Hann lýsir hörmulegu ástandi í bæn- um en Serbar hafa drepið á fjórða hundraö manns og slasað á annaö þúsund í þá 20 daga sem þeir hafa setið um bæinn. „Herra Clintpn og herra Boutros Boutros-Ghali. í nafni 65 þúsund íbúa Gorazde spyrjum við hvers vegna þiö eruð aö myröa saklaust fólk,“ sagði Briga í kalli sínu á Chnton og Bout- ros-Ghah til að fyrirskipa loftárásir á herliö Serba. Briga segir saklaust fólk myrt á hrottalegan hátt og Ser- bar hafi jafnvel ráðist á spítala þar sem verið var að flytja um 700 illa særða í burtu. Samkvæmt því sem William Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, segir eru Bandaríkjamenn nú að íhuga breytingar í stefnu sinni í málum Bosníu sem fela í sér hernað- ar- og diplómatíska möguleika og gætu verið kynntar innan Samein- uöu þjóðanna og Atlantshafsbanda- lagsins innan fárra daga. „Það verður eitthvað gert í máhnu, það er enginn vafi á því,“ sagði Perry við blaðamenn sem eru nú á ferð meö honum til S-Kóreu. Perry vildi ekki gefa nákvæma skýringu á því í hverju þessu stefnubreyting fæhst en hann sagðist ekki útiloka neina möguleika, þar með taldar frekari loftárásir á Bosníu-Serba. Perry sagði einnig að allar aðgerðir Bandaríkjamanna í fyrrum Júgó- slavíu yröu ræddar sérstaklega inn- an SÞ og við bandamenn og Rúss- land. Hann sagðist búast við ákvörð- un frá Hvita húsinu innan fárra daga. > > , Hermenn Bosníu-Serba veifa byssum sinum á leið til Gorazde þar sem ástandið er sagt skelfilegt og hundruð saklausra borgara hafa verið myrt. Símamynd Reuter Bandaríkjamenn, sem hafa reynt að fá Serba til friðarviðræðna viö sig, hafa veriö gagnrýndir ásamt öðr- um vestrænum ríkum fyrir að hafa ekki tekið harðar á aðgerðum Serba undanfama daga en þeir byrjuðu að nálgast bæinn Gorazde sl. fóstudag og hafa verið að taka bæinn undir sig smátt og smátt síðan. „Við höfum þurft að endurmeta afstöðu okkar vegna aðgerða Serba sl. daga og nú verður að taka harð- ari afstöðu," sagði Perry. Reuter Ætla að berjast fyrír rétti sínum í komandi kosningum Það hefur ekki farið mikiö fyrir kvennabaráttu í S-Afríku en konur þar í landi telja að með komandi kosningum komi það til með að breytast þar sem konur eru 53% af þeim 23 milljónum sem koma til með að kjósa í fyrstu opnu kosningum landsins sem fara fram 26.-28 þessa mánaðar. Kvennasamtök í landinu, sem hafa barist fyrir jafnrétti og betri þjóðfé- lagsstöðu, segja að kosningabaráttan eigi ekki eingöngu að snúast um mis- munun kynþátta heldur einnig um jafnrétti kynjanna. Afríska þjóöarráðið (ANC) er eitt þeirra afla sem hafa unnið að jafn- réttisbaráttu kvenna og gert það að kosningamáli en Nelson Mandela er einmitt tahnn mjög sigurstranglegur í kosningunum. „Þaö eru konumar í þessu landi sem hafa þurft að sæta mestri kúg- un. Hvítar konur og svartar konur," sagði Adelaine Tambo, fram- kvæmdastjóri kvennasamtaka sem starfa innan ANC. Lagasérfræðingar segja að konur í S-Afríku hafi mun minni rétt en kon- ur í flestum Evrópulöndum. Þær fá lægri laun en karlar og ef þær eru Konur i S-Afríku vænta þess að komandi kosningar eigi eftir að bæta stöðu þeirra í samfélaginu. Simamynd Reuter giftar þá þurfa þær undirskrift eigin- mannsins til að geta tekið lán. Þá eru fóstureyðingar með öllu bannaðar. „Konur hafa verið að knýja dyra kynslóð eftir kynslóð til að spyrja á kurteislegan hátt hvort þær fái ekki að vera gjaldgengir aðilar í samfélagi sem gerir ekki greinarmun á kyn- ferði. Nú getum við ekki beðið leng- ur,“ sagði kvenréttindakonan Frene Ginwala sem er frá S-Afríku. „Það er engin stjórn, stjórnmálaflokkur eða samtök karlmanna sem geta staðið í vegi fyrir okkur. Við erum meirihlutinn í landinu og okkar sam- eiginlega rödd er okkar vopn.“ Thuh Mabondonsela, sem er laga- sérfræðingur í málefnum kynjanna, segir að þessi mál séu góö en það verði erfiðara að koma þeim í fram- kvæmd. „Það verður erfitt að breyta hefðbundnum ættbáikalögum sem segja að giftar konur séu óæðri verur og að þær séu eign eiginmanna sinna. Konur í heimalöndum svartra gætu verið kúgaðar til að hlýða og vera undirgefnar og kannski vita þær ekki einu sinni að hlutverkaskiptan kynj- anna hefur breyst í aldanna rás.“ Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.