Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 25 Afmæli Kjartan Gunnarsson Kjartan Gunnarsson, lyfsali í lyfla- búöinni Iöunni, til heimilis aö Smáragötu 9, Reykjavík, er sjötugur ídag. Starfsferill Kjartan fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1945, hóf nám við Lyfjafræð- ingaskóla íslands 1945 og stundaöi verknám í Laugavegsapóteki 1945-48, lauk Exam. parm. 1948, stundaði nám við Danmarks farmaceutiske Ilojskole 1948-51 og lauk cand. parm.-prófi 1952. Kjartan var lyfjafræðingur í Laugavegsapóteki 1952-55, í Vestur- bæjarapóteki 1956-57 og aftur í Laugavegsapóteki 1957-61. Hann stofnaði heildsöluna Hermes hf. haustið 1961 og stofnaði og var fyrsti lyfsaliBorgamessapóteks 1964-76. Kjartan hefur verið lyfsali í lyfja- búðinni Iðunni frá 1976. Kjartan sat í stjórn Lyfjafræðinga- félags íslands 1953-55,1956-58 og var formaður þess 1954-55 og 1956-58. Þá sat hann í fjögur ár í hreppsnefnd Borgarneshrepps. Hann er mikill útivistarmaður og áhugamaður um hestamennsku. Fjölskylda Kjartan kvæntist 18.2.1950 Dórót- heu Jónsdóttur, f. 1.11.1925, hús- móður. Hún er dóttir Jóns Sigur- pálssonar kaupmanns og Guðrúnar Tómasdóttur húsmóður. Börn Kjartans og Dórótheu em Guðlaug, f. 14.9.1954, magister í dönsku og kennari við Iðnskólann í Reykjavík, og á hún tvö börn; Gunn- ar, f. 21.1.1959, framkvæmdastjóri eigin heildverslunar í Reykjavík en kona hans er Hanna B. Hauksdóttir húsmóðir og eiga þau einn son; Sig- urður Árni, f. 30.7.1960, hagfræðing- ur við Seðlabankann, en kona hans er Sólborg Hreiðarsdóttir húsmóðir og eiga þau tvo syni; Guðrún Þór- hildur, f. 1.10.1964, lyfjafræðingurí Esbjerg á Jófiandi en maður hennar er Agnar Hansson, nemi í tölvuhag- fræði, og eiga þau eina dóttur. Systkini Kjartans: Bolh, búsettur í Reykjavík, fyrrv. skíðakappi; Jó- sef, nú látinn, var búsettur í Reykja- vík; Kári, mjókurfræðingur í Reykjavík; Lilja, húsmóðir í Reykja- vík. Foreldrar Kjartans vora Gunnar Andrew Jóhannesson, f. 21.4.1891, d. 19.3.1970, skrifariá ísafirði, og Guðlaug Jósefsdóttir Kvaran,f. 6.10. 1895, húsmóðir, nú lálin. Ætt Gunnar var sonur Jóhannesar, hreppstjóra og alþingismanns á Þingeyri, bróður Matthiasar alþing- ismanns. Jóhannes var sonur Olafs, b. í Haukadal, Jónssonar, b. þar, Ólafssonar. Móðir Jóhannesar var Ingibjörg Jónsdóttir, hreppstjóra í Stapadal, Bjarnasonar. Móöir Gunnars var Helga, systir Jóhanns, langafa Lindu Gísladóttur söngkonu og Ladda. Helga var dótt- ir Samsonar, hreppstjóra á Brekku í Dýrafirði, Samsonarsonar, skálds og Hólahólum, bróður Jakobs, lang- afa Sigurðar Eggerz ráðherra og Ragnhildar, móður Kristjáns, fyrrv. formanns BSRB og Birgis, fyrrv. ráðuneytisstjóra, Thorlacius. Sam- son var sonur Samsonar, skálds í Klömbra, Sigurðssonar, bróður Jónasar, langafa Karls, föður Guð- Kjartan Gunnarsson. laugs Tryggva Karlssonar hagfræð- ings. Guðlaug var systir Ólafs ritsíma- stjóra, föður Karls Kvaran listmál- ara. Guðlaug var dóttir Jósefs Kvar- an, prests á Breiðabólsstað, bróður Sigurðar, afa Ásdísar Kvaran lög- fræðings. Annar bróðir Jósefs var Einar H. Kvaran skáld, afi Ævars Kvaran leikara og langafi Guðrúnar Kvaran, ritstjóra Orðabókar HÍ, og Hjörleifs Kvaran borgarlögmanns. Foreldrar Sigurðar vora Hjörleifur, prófastur á Undirfelli, Einarsson og Guðlaug Eyjólfsdóttir, b. á Gísla- stöðum á Völlum, Jónssonar. Móðir Guðlaugar var Lilja, systir Ólafs í Hjarðarholti, afa Ólafs ðlafs- sonar landlæknis og langafa Þor- steins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds hagfræðings Gylfasona og Kristínar fréttamanns og Ólafs framkvæmdastjóra Þor- steinsbarna. Lilja var dóttir Ólafs, kaupmanns í Hafnarfirði Jónsson- ar, og Mettu Ólafsdóttur, hrepp- sfjóra í Hafnarfirði Þorvaldssonar. Kjartan er að heiman á afmælis- daginn. ________________________Merming Regnboginn: Hetjan Toto: ★★ Iif til lítils Hetjan Toto segir á oft skemmtilegan hátt frá endur- minningum gamals manns sem óskar þess að ævi hans hefði verið önnur, helst sú sem Alfred jafnaldri hans átti en Thomas er viss um að ruglast var á þeim í æsku. Thomas hefur fjörugt ímyndunarafl og ekki veitir af því lífið ætlar honum erfitt hlutskipti. Á endanum er hann orðinn gamall og bitur á elhheimih og hans eina hugsun er að sleppa út svo hann geti launað Alf- red lambið gráa. Leikstjórinn, Jaco Van Dormael, er belgískur og er þetta hans fyrsta mynd í fuhri lengd, eftir að hafa gert stuttmyndir og fræðsluþætti í heimalandi sínu. Van Dormael er fyrrverandi sirkústrúður og hefur einnig stýrt leikhúsi fyrir börn. Hann sækist eftir léttg- eggjuðum tón í myndina, sem tekst að mestu leyti, en honum tekst ekki að kveikja samúð með Thomasi því það eru of miklar eyður í ævisögunni. Myndin stekkur fram og tíl baka í tíma en megnið af henni segir frá Thomasi og Alfred þegar þeir voru ungir. Van Dormael bætir inn í söguna ástarflækju en hún er of gervileg til að koma í staðinn fyrir persónusköp Kvikmyndir Gísli Einarsson un. Bestu atriðin era með ungu krökkunum, þar sem Thomas sér stundum ýkta mynd af veröldinni, ímynd- ar sér jafnvel að hann sé einkaspæjarinn Toto sem kemur öhum til bjargar á seinustu stundu, eins og sönn hetja. EinkennUegar uppvaxtarsögur eru fastur hður í vestrænni kvikmyndagerð og þótt Heljan Toto sé verð- launamynd hefur hún hfiu sem engu bætt við stóran hóp shkra mynda. Toto le héros (Belgisk/lrönsk/þýsk-1991) 89 mín. Handrit og leikstjórn: Jaco Van Dormael. Leikarar: Michel Bouquet, Jo De Backer, Thomas Godet, Gis- ela Uhlen, Mireille Perrler (Chocolat), Sandrine Blancke, Peter Böhlke, Didier Ferney, Hugo Harrold Harrison, Fabi- enne Loiraux. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon með Árna Tryggva og Bessa Bjarna. Þýöing og staðfærsla Gisli Rúnar Jónsson. Miðd. 20. april, fáein sæti laus, fös. 22. april, örfá sæti laus, sun. 24. april, fim. 28. april, Id. 30. apríl, uppselt, fim. 5. maí. Stóra sviðið kl. 20. EVA LUNA . Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Oskar Jónasson. Unniö upp úr bók Isa- bel Allende. Lög og textar eftir Egil Ólafsson. Fimmtud., 21. april, lau. 23. april, fös. 29. april.Sunnud. I.mai. ATH. Sýningum lýkur 20. mai. Geisladlskur með lögunum úr Evu Lunu tll sölu í miðasölu. Ath.: 2 miðar og geisla- dlskur aðeins kr. 5.000. Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum i síma 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasimi 680383. Greiðslukortaþjónusta. Munið gjafakortin okkar. Tilvalin tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur - Borgarleikhús. Leikfélag Akureyrar ÓPERIJ DRAlJCiURLNN eftir Ken Hill í Samkomuhúslnu kl. 20.30. Föstudag 22. april, uppselt, laugardag 23. april, örfá sætl laus, föstudag 29. april, laugardag 30. april. BarPar eftir Jim Cartwright SÝNT í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1 Sýningar hefjast kl. 20.30. Síðasta vetrardag, mlðvlkudag 20. april, örtá sætl laus, sunnud. 24. april. 35. sýn- ing, fimmtudag 28. april. Ath.: Ekkl er unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning er hafin. Aðalmiðasalan í Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram aö sýningu. Simi 24073. Símsvari tekur viö miðapöntunum ut- an afgreiðslutíma. Ósóttar pantanir að BarPari seldar i miðasölunni í Þorpinu frá kl. 19 sýn- ingardaga. Simi 21400. Greiðslukortaþjónusta. Fréttir Guðmundur Magnússon prófessor: Bankaráð Seðlabanka er ðþarft „Ég er að ráöa mínum ráðum varðandi setu í bankaráði Seðla- bankans. Þessi uppákoma sýnir að ráðið er eiginlega óþarft. Þetta er að verða steinrannið kerfi og menn reyna að halda í þaö dauðahaldi eins lengi og menn geta. Það er bara tímaspursmál hvenær það fellur," segir Guðmundur Magnús- son prófessor, um þá ákvörðun Sig- hvats Björgvinssonar að ráða Steingrím Hermannson, banka- stjóra Seðlabankans. Guðmundur var meðal umsækj- enda um bankastjórastöðu og fékk 3 atkvæði í bankaráðinu, en Stein- grímur einungis 2. Hann á sæti í bankaráðinu en vék úr því meðan fjallað var um umsækjendur. Aðspurður segir hann ráöherra hafa staðið meö einkennilegum hætti að ráðningu bankastjóranna. Hann mun á næstunni ákveða hvort hann segi sig úr bankaráðinu á sama hátt og Ágúst Einarsson, formaður ráðsins. -kaa Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman 3. sýn. föd. 22/4, uppselt, 4. sýn. Id. 23/4, örfá sæti laus, 5. sýn. föd. 29/4, nokkur sæti laus, 6. sýn. sud. 1/5,7. sýn. föd. 6/5. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson Á morgun uppselt, fid. 21/4, uppselt, sud. 24/4, uppselt, mvd. 27/4, uppselt, fid. 28/4, uppselt, laud. 30/4, uppselt, þrd. 3/5, upp- selt, fid. 5/5, uppselt, laud. 7/5, uppselt, sud. 8/5, nokkur sæti laus, mvd. 11 /5, nokkur sæti laus. Ósóttar pantanir seldar daglega. SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Fid. 21/4 (sumard. fyrsti) kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 24/4 kl. 14.00, nokkur sæti laus, Id. 30/4 kl. 14.00, örfá sæti laus, mvd. 4/5 kl. 17.00, Id. 7/5 kl. 14.00. Listdansskóli íslands Nemendasýning ikvöld kl. 20.00 Smíðaverkstæðið kl. 20.30. BLÓÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca í kvöld, uppselt, síðasta sýning. Aukasýning þrd. 26/4. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn ettir að sýning er hafin. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum virka daga frá kl. 10. Grænalínan99 6160. Greiðslukortaþjónusta LEIKLfSTARSKÓLI ÍSLANDS Nemenda leikhúsið SUMARGESTIR eftir Maxim Gorki í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. 12. sýn. miðvikud. 20. april kl. 20. Miöapantanir i sima 21971. Tilkyrtningar Vitni óskast Brotist var inn í hvlta Mözdu 626 á bíla- planinu viö Hard Rock í Kringlunni um kl. 16 á fostudaginn sl. Ef einhver hefur oröiö var viö innbrotiö eða getur gefiö einhverjar upplýsingar þá vinsamlegast hafið samband viö Valdimar í s. 870943 eða við lögregluna í Reykjavík. Blettaskoðun Félag íslenskra húðlækna og Krabba- meinsfélag íslands sameinast um þjón- ustu við almenning á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl. Fólk sem hefur áhyggjur af blettum á húö getur^, komið á Göngudeild húð- og kynsjúk- dóma aö Þverholti 18 eöa í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíö 8. Skoðunin er ókeypis. Nauðsynlegt er aö panta tíma meö því að hringja í s. 621990 í dag, 19. apríl. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Þriðjudagshópurinn kemur saman kl. 20 í kvöld í Risinu. Allir velkomnir. Sigvaldi stjómar. Byggðasafn Hafnarfjarðar mun í sumar taka í notkun nýtt geymslu- og sýningarhúsnæði að Strandgötu 50, Hafnarfirði. í tilefni opnunar ætlar safniö að hafa sýningu á ýmsum gömlum leik- föngum. Safnið á lítiö safn af gömlum leikföngum en biður fólk sem á gömul leikföng og vill lána/gefa safninu þau í 3 mánuði að hafa samband við safnvörð í s. 91-655420. Silfurlínan Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga kl. 16-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.