Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 13 dv__________________________________________________________Neytendnr Könnun á veröi sumardekkja og þjónustu á hjólbarðaverkstæöum: Allt að 10 prósenta verð- munur sé greitt með korti - sé um staðgreiðsluviðskipti að ræða er munurinn þó minni Allt að 10 prósenta munur getur verið á verði hjólbarðaverkstæða sé greitt með korti. Á hitt ber aö líta að þau fyrirtæki sem eru ódýrust, sé greitt með greiðslukorti, bjóða ekki upp á staðgreiðsluafslátt þannig að miklu máli skiptir við hvern er skipt eftir þvi hvort menn hyggjast staðgreiða eða greiða með greiðslukorti. DV-mynd GVA í reglugerð um notkun hjólbarða segir að keðjur og neglda hjólbarða megi ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október, nema þess sé þörf vegna akstursað- stæðna. Má búast við því að lögregl- an taki að sekta þá sem aka á negld- um hjólbörðum um næstu mánaða- mót innan bæjarmarka um 2500 krónur. Mikið annríki hefur verið á dekkja- verkstæðum seinustu daga sökum þessa. DV gerði könnun á verði sól- aðra og nýrra sumardekkja og hvaö það kostar að setja þau undir bíhnn. Verð er mjög sambærilegt á flestum dekkjaverkstæðum. Öll fyrirtækin sem rætt var við gefa staðgreiðsluaf- slátt nema þrjú og getur það skipt verulegu máh ef greitt er með greiðslukorti. Hjá einu þessara þriggja fyrirtækja er gefinn 5 pró- senta afsláttur, annað gefur engan staðgreiðsluafslátt og það þriðja býð- ur ákveðnum fyrirtækjum og starfs- mannafélögum afslátt. í könnuninni kemur fram að ef um staðgreiðsluviðskipti er að ræða er ódýrast er að skipta við Hjólbarða- viðgerðir Lyngási og Borgardekk við Borgartún. Á hitt ber að hta að það munar rétt rúmlega 500 krónum á verði þessara fyrirtækja og þess dýr- asta. Ef staðgreitt er er hins vegar dýrast að skipta við Brim við Vestur- vör sem býður ekki staðgreiðsluaf- slátt. Hins vegar er ódýrast að skipta við Hjólbarðaþjónustuna Tryggvagötu eða Brim ef greitt er með greiðslu- kortí. Munar um 10 prósentum eða 1.635 krónum á verðinu hjá Hjól- barðaþjónustunni Tryggvagötu og Hjólbaröahöllinni ef keypt eru ódýr- ustu fjögur dekkin sem fyrirtækin hafa á boðstólum, skipt er um þau, affelgað og dekkin jafnvægisstiht og borgað með korti. Það er einnig ódýrast aö koma meö gömlu sumardekkin frá því í fyrra til þeirra hjá Brim við Vesturvör og láta þá um að setja þau undir. Skipt- ir þá engu hvort þú staðgreiðir eða ekki. Næstódýrast er að staðgreiða þessa þjónustu hjá Hjólbarðaviö- gerðum Lyngási. Kannað var verð á ódýrustu hefð- bundnu fólksbíladekkjum, 155x13 að stærð, sem dekkjaverkstæðin höfðu á boðstólum. Ekki var spurt um gæði dekkjanna. Rétt er að taka fram að oft á tíðum er hægt að fá ódýrari dekk í næsta stærðarflokki fyrir ofan eða neðan þar sem framleiðendur sumra dekkja sérhæfa sig í fram- leiðslu vissrar stærðar dekkj a. -pp Rendur í baðkeri í baðkeri myndast stundum rendur sem erfitt er að losna við. f Handbók heimihsins er greint frá því góða húsráði að láta eina matskeið af þvottaefni í vatnið rétt áður en heilt er úr kerinu. Rendur myndast sjaldan ef notuö er baðsápa en skola þarf kerið á eftir með blöndunartækjunum. Þegar röndum er eytt er einungis notað þvottaefni sem ætlað er i baðker. Bilaður krani? Ef sírennsh er í krana og tíma tekur aö ná i pípulagningar- manninn getur verið gott að binda bómullarþráð utan um kranann. Maður lætur hann lafa niður í vaskinn eða baðkerið. Þegar dropahljóðið þagnar slakn- ar á taugaspennunni við að hlusta á sifeht dropahljóðiö. í Handbók heimiiisins er einnig að finna það ráð að stinga teiknibólum gegnum límband og líma þaö síðan á glös með vara- sömum lyfjum. Þannig er haus teiknibólanna látinn hggja á glas- inu en oddurinn snýr út. Þetta gott ráö því oft er ekki nóg að prenta á lyfjaglös aö böm megi ekki komast í innihald þeirra, fuhorðnum getur líka skjátlast í myrkri eða þegar mikið hggur á. Nýtni Tannkremsleifar nást stund- um iha úr túpunni. Láttu heitt vatn renna á hana sem snöggvast og þá er vandinn leystur. Jurtiríbað- herbergi Ýmsar jurtir þrífast einkar vel í baðherbergi vegna loftrakans. Þama er míkið vatnsstreymi, loftið verður rakt og því kunna jurtirnar vel. Vandinn stafar oft- ast af lélegri birtu og htlum gluggakistum. Auk burkna af ýmsu tagi þrífst asparagus einkar vel. Oft er hægt aö láta jurtapottana hanga neðan á loftinu. Gúmmí á kló- settkassann Lokið á salemi getur skolhð á salerniskassanum þegar þvi er lyft upp. Þetta getur verið þreyt- andi og leiðingjarat Til að losna við þennan hávaða er hægt að búa tíl viönám úr gúmsogskál og er þá að sjálfsögðu tekinn krókurinn sem í henni var. -pp Dekkjaviðskiptin á mölinni 16395 13500 , Dýrast Meöalverö Odýrast Áslnn er rofínn vlö 13500 krónur Fólksbíladekk ný/sóluð Dekk tekin undan Alltm/4 dekkjum Hjólbarðahöllin 4320/3170 3715 16.395 1) Hjólbarðastöðin, Bildshöfða 4300/3090 3700 16.060 Hjólbarðaverkst. Sigurjóns 3860/3130 3720 16.240 Barðinn 3770/3120 3690 16.170 Borgardekk 4641/3105 3600 16.020 2) Brim, Vesturvör 3550/2980 3150 15.070 Bæjardekk, Langatanga 4320/3130 3700 16.220 Dekkið, Reykjavikurvegi 4320/3130 3680 16200 Dekkjahúsið, Skeifunni 4500/3100 3740 16.140 Gúmmivinnustofan 3800/3100 3700 16.100 H öfðadekk, T angarhöfða 4510/3130 3720 16.240 Sólning 4588/3105 3740 16.160 f Hjólbarðaviðgerðir BG 4316/3105 3680 16.100 Hjólko 4320/3130 3700 16.220 Hjólbarðaviðg. Vesturbæjar 4320/3120 3600 16.080 3) Hjólbarðaþjónustan, Tryggvag. 4200/2790 3600 14.760 Hjólbarðaviðgerðir, Lyngási 4316/3105 3600 16.020 1) 5% staðgreiðsluafsláttur. 2) Staðgreiðsluverð. 3) Afsláttur til einstakra fyrirtækja og starfsmannafélaga. Sé annað ekki tekið fram er um 10% staðgreiðsluafslátt að ræða. Þeir sem fá DV í póstkassann regkilega geta átt von á þrjátfu þiísund krána matarkörfu Æ( Áskriftargetraun DV gefur skiivísum áskrifendum, nýjum og núverandi, möguleika á að vinna þrjátíu þúsund króna matar- körfu að eigin vali. Sex matar- körfur á mánuöi eru dregnar út, hver aö verömæti 30 þúsund króna. Tryggðu þér DV í póst- kassann á hverjum degi og þar með greiðan aðgang að lifandi og fjölbreyttum fjölmiðli og sjálfkrafa þátttökurétt í áskriftargetrauninni. DV - hagkvæmt blað. 63 27 OO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.