Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994
Útiönd
Bensinstöðva-
menníverkfall
Starfsmenn bensínstöðva á ítal-
íu lokuðu fyrir dælumar í gær
þegar þeir hófu þriggja og hálfs
dags verkfall til aö mótmæla
meira ftjálsræði í verðlagningu
bensíns. Verkfalliö nær þó ekki
til allra bensinstöðva á hrað-
brautum landsins.
Þann 1. maí ganga í gildi nýjar
reglur sem veita olíufélögunum
meira svigrúm í verðlagningu á
bensíni. Starfsmenn óttast verð-
stríö þar sem litlar bensínstöðvar
yrðu undir í samkeppninni.
ÖriögTouviers
ráðastídag
Kviðdómur í I
Frakklandi
mun að öllum
líkindum
ákvarða í dag
örlög Pauls To-
uviers, fyrsta
Frakkans sem
hefur veriö
sóttur til saka fyrir glæpí gegn
mannkyninu. Touvier var sam-
starfsmaður nasista á striðsárun-
um í Frakklandi.
Touvier var ákæröur fyrir að
fyrirskipa aftöku sjö gyöinga á
árinu 1944 þegar hann var yfir-
maður leyniþjónustu samstarfs-
manna nasista í Lyon. Réttar-
höldin, sem hafa staðið í fimm
vikur, hafa vakið upp sársauka-
fúllar endurmixmingar um þátt
Frakka í að senda gyðinga út í
opinn dauðann á meðan á her-
námi Þjóðverja stóð.
Spánverjarog
Frakkar í ans-
jósustríði
Frakkar og Spánvetjar deila nú
hart um rétt til ansjósuveiða og
í gær gerði floti spænskra fiski-
báta árás á tólf franska togara og
tóku einn þeirra í tog áleiðis til
lands. Spænsku sjómennimir
köstuöu m.a. gijóti í kollega sína
sem þeir saka um að veiða í leyf-
isleysl Einhvetjar skemmdir
urðu í átökunum og tveir Frakk-
ar hlutu skrámur. Heuter
Lögregluþjónar leiða Norman Simons kennara á milli sín en hann er grunaður um að hafa myrt rúmlega tuttugu
unga drengi i Suöur-Afriku. Símamynd Reuter
Nemendur brautarstöðvamorðingjans fá martraðir:
Sá andlit hans
í draumunum
„Ég gat ekki sofið síðastiiðna nótt.
Ég sá andlit hans í draumi í hvert
sinn,“ sagði Shanaaz Galant, þrettán
ára stúlka í Suður-Afríku, eftir að
lögreglan handtók hinn 27 ára gamla
Norman Simons sem grunaður er um
að hafa nauðgað og myrt 21 dreng á
aldrinum níu til fimmtán ára. Sim-
ons var meö vinsælustu kennurum
í skóla stúlkunnar.
Simons var handtekinn í fyrri viku
og í gær var hann leiddur fyrir dóm-
ara. Hann er talinn vera svokallaöur
„brautarstöðvamorðingi" sem var
búinn að stunda iðju sína í átta ár
og hafði fyrir sið að lokka unga
drengi burt frá brautarpöllum,
nauðga þeim og kyrkja. Flest líkanna
fundust liggjandi á grúfu á opnu
svæði skammt frá Höfðaborg. Morð-
inginn drap einnig einn fullorðinn
karlmann.
Strangur lögregluvörður var um
Simons í réttarsalnum í gær þar sem
hann var ákærður fyrir morðið á síð-
asta fómarlambinu sem vitað er um.
Dómari mælti svo fyrir aö Simons
skyldi sæta geðrannsókn. Lögreglan
sagði að fleiri ákærur væru hugsan-
legar.
Simons, sem er líkamsræktarmað-
ur, píanóleikari og málvísindamaður
af blönduöum kynþætti, hefur átt við
andlega vanheilsu að stríða og hefur
oft lagst inn á geðdeildir. Hann er
yfirlýstur hommi.
Alpine grunnskólinn, þar sem Sim-
ons kenndi, var lokaður í gær svo
starfsfólk og foreldrar gætu rætt um
áfallið sem allir urðu fyrir þegar lög-
reglan handtók Simons. George
Damon, fyrrum skólastjóri, sagði að
foreldrum, starfsfólki og nemendum
stæði til boða aðstoð sálfræðinga.
Reuter
Hafnarfjörður - matjurtagarðar
Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynnist hér
með að þeim ber að greiða leiguna fyrir 1. maí nk.
Bæjarverkfræðingur
LITAVER - LXTAVER - LITAVER - UTAVER
l
s
(jpSLlPPFÉLAGIÐ
málningf
^SJOFN
Játakk'
'SSVES;?’ »%aislátt«r
Þarftn að bæta? af aUrl málningn
Grensásvegi 18
UTAVER - UTAVER - LITAVER - LITAVER
Norður-Kórea segist ekki eiga kjamavopn:
Dásamlegar fréttir
ef réttar reynast
- segir William Perry
William Perry, vamarmálaraðherra
Bandaríkjanna, fagnaði þeirri yfir-
lýsingu Kims Il-sungs, leiðtoga Norð-
ur-Kóreu, í gær aö Noröur-Kóreu-
menn væru ekki að smíöa kjarn-
orkuvopn. Hann sagði þó að alþjóð-
legir eftirlitsmenn yrðu þó að ganga
úr skugga um það.
„Þaö væru dásamlegar fréttir ef
þær reyndust réttar,“ sagði Perry viö
fréttamenn sem voru á ferð með hon-
um frá Washington til Suður-Kóreu
og Japans þar sem hann ætlar að
ræða spennuna sem hefur skapast
vegna kjamorkuáætlana stjómvalda
í Norður-Kóreu.
Bandaríkjamenn hafa haldiö því
fram aö norður-kóresk stjómvöld
hafi þegar smíðað eina eða tvær
kjamorkusprengjur og þau séu að
reyna að koma sér upp kjamorku-
vopnabúri. Norður-Kóreumenn hafa
statt og stöðugt neitað þessum ásök-
unum en um leiö hafa þeir ekki leyft
eftirlitsmönnum frá Alþjóða kjam-
orkumálastofhuninni að rannsaka
kjamorkubúnað sinn.
í viðtali við bandaríska blaðið Was-
hington Times segir Kim D-sung að
land sitt þurfi ekki, vilji ekki og hafi
ekki burði til þess að smíða kjam-
orkuvopn.
William Perry, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna.
„Við munum aldrei eignast kjam-
orkuvopn. Ég lofa ykkur því. Gegn
hveijum eigum við að beita þeim?“
sagði Kim D-sung við erlenda stjóm-
arerindreka og fáeina blaðamenn um
helgina.
Bandaríkjamenn hafa sent rúm-
lega 40 Patriot eldflaugar til Suður-
Kóreu til að verjast hugsanlegri árás
Úrnorðri. Reuter
DV
Bhuttoíopin-
benilielmsékní
Benazir
Bhutto, forsæt-
isráöherra
Pakistan, er nú
í fjögurra daga
opinberri
heimsókn í
Þýskalandi en
þar mun hún
m.a. eiga fund með Helmut Kohl
kanslara.
Samkvæmt upplýsingum frá
stjórnvöldum í Pakistan munu
Bhutto og Kohl ræða um að efla
tengsl landanna og þá sérstaklega
er varðar viðskipti og verslun.
Þá er einnig á dagskránni aö
ræða önnur mál eins og td. deilur
Pakistans og Indlands um Hima-
laya-svæðið í Kasmír. Pakistan
flytur inn töluvert meira af vör-
um frá Þýskalandi en Þýskaland
frá Pakistan og ætíar Bhutto að
reyna að gera breytingu þar á.
ViBJa herda lögin
viðbarnaklámi
HoDensk stjómvöld hafa lagt
fram frumvarp þar sem refsing
við bamaklámi er hert til muna.
Samkvæmt frumvarpinu yrði
það lögbrot að hafa undir hönd-
um efhi sem inniheldur bama-
klám og hámarksfangelsisvist
fyrir að framleiöa bamaklám
yrði hækkuð frá þremur árum
upp í sex ár.
„Bamaklám er vaxandi vanda-
mál í Hollandi. TilfeUum fer fjölg-
andi og málin em aUtaf að verða
grófari,“ sagöi talsmaður dóms-
málaráöuneytisins. Fylgismenn
fmmvarpsins gera sér vonir um
að frumvarpið verði aö lögum
snemraa ársins 1995.
Koffíneykur
stressidávinnu-
stöðum
Kaffi og aörir drykkir, sem
innihalda kofiín, auka stressið
hjá fólki í vinnunni samkvæmt
könnun sem skýrt var frá nýlega.
Rannsóknin, sem gerð var af
læknum við Boston-háskóla,
leiddi í Ijós að koffin örvaði ffarn-
leiðslu á stresshormónum og þá
sérstaklega adrenalíni. Þetta get-
ur leitt af sér hækkun á blóð-
þrýstingi, hjartslætti og kólester-
óli i blóöinu en þessir kvillar geta
haft hjartasjúkdóma 1 fór með
sér.
„Niðurstöðuraar sýndu að fólk
sem vinnur þar sem mikið stress
er eykur á stressið með því að
drekka kaffi og aðra drykki með
koffini í og þar með veröur
heilsuskaðinn enn meiri," sagði
prófessor James Lane, einn af
þeim sem stóðu aö rannsókninni.
LeikhúsíLon-
don nefntíhöf-
uðiðáGielgud
John Gi-
elgud, sem er
einn af leiöandi
ieikurum Breta
á 20. öldinni,
var þess heið-
urs aönjótandi
á dögunum að
leikhús í Lon-
don var nefnt í 1—.—. ~— ...........
í tilefni af 90 ára afraæli leikar-
ans.
Gielgud á að vígja leikhúsið í
október næstkomandi en leik-
húsið veröur við Shaftesbury-
strætiö sem er í hjarta West End.
Gielgud haíhaði veislu sem átö
að halda honum til heiöurs á af-
mælinu en hélt sig þess í stað
heima viö í ró og næöL
Rcuter