Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 7 Fréttir Úthafskarfaveiðamar: Mokveiði og sýktur fiskur valda vandræðum - hendahefurþurftumtalsverðumagniafkarfa Frystitogaramir, sem verið hafa á úthafskarfaveiðum, hafa lent í mikl- um erfiðleikum vegna þess hve gífur- lega mikið hefur veiðst af karfa. Líka vegna þess að hluti af aflanum er sýktur fiskur. Sjómenn kaUa þetta kýla-karfa. Úthafskarfinn er hausskorinn og heilfrystur um borð og seldur á Jap- ansmarkað. Þar af leiðir að ekki er hægt að hirða kýla-karfann og hon- um hefur verið hent. Eins hefur orð- ið að henda karfa þegar meira veið- ist en hægt er að vinna um borð. Togaramir hafa verið að reyna að fá ekki nema 20 tonn í hali tvisvar á sólarhring. Oft kemur fyrir að mun meira er í trollinu og þá þarf að henda fiski. Gerðar hafa verið tilraunir með að hirða karfann og ísa hann og flaka í frystihúsum í landi. En þá kemur í ljós að mikið af flökunum em mjög dökk, jafnvel allt að því svört á lit. „Við teljum að það séu litberar sem valda þessu og það er mest þessi kýlakarfi sem dökku flökin koma af. Við höfum þó ekki fundið neitt sam- band á milli kýlanna og þess að flök- in verða dökk,“ sagði Jakob Magnús- son, fiskifræðingur á Hafrannsókna- stofhun. Haim sagði að af sýnum sem tekin hafa verið við rannsóknir á úthafs- karfanum hefðu á milli 30 og 40 pró- sent verið alveg heilbrigð. En 2 til 10 prósent sýna em mjög illa farin af þessari kýlapest. Það hefur líka komið í ljós að þegar veitt er á mestu dýpi, allt að 700 fóðm- um, virist minnst af sýktum karfa. Eftir því sem togað er á grynnra vatni eykst sýkingin. Úthafskarfinn veiðist á 200 til 700 faðma dýpi. Þeir sem reynt hafa að flaka úthafs- karfa í frystihúsum kvarta mjög mikið yfir þessum dökku flökum. Þeir segja að það sé afar vont að fá þetta innan um hinar mjög svo sjálf- virku vinnslulínur. Þess vegna er alveg óvist hvert framhald verður á því að hirða og ísa þann karfa sem ekki er hægt að vinna um borð í frystitogurunum. -S.dór Allir sem senda inn lausnir fá Smáauglýsingaslönguspil DV að launum. Að auki eru 40 fjölbreyttir vinningar í boði. DV-mynd RASI Léttur og skemmtilegur leikur fyrir lesendur D V: Leitin að DV- smáauglýsingunni - heildargárhæð vinnmga um 472 þúsund krónur „Tilgangurinn með þessum leik er að vekja athygli á smáauglýsingum DV og hinum fjölmörgu efnisflokk- um en smáauglýsingadálkamir eru alls 107. Lesendum gefst kostur á að taka þátt í léttum og skemmtilegum leik og kynnast um leið ótrúlega fjöl- breyttum tilboðum á þessu markaðs- torgi tækifæranna," segir Sigríður Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi DV. Níu dagá í lok apríl og byijun maí munu birtast sérstakar smáauglýs- ingar í DV. Leikurinn, „Leitin að DV-smáauglýsingum“, er fólginn í að finna þessar sérstöku auglýsingar. Þegar þær eru fundnar eiga þátttak- endur að skrifa hvað dálkurinn heit- ir sem auglýsingin birtist í á sér- stakan svarseðil. Hann mim birtast í sama blaði. Fyrst þegar allar níu smáauglýsingamar hafa birst er svarseðlunum níu stungið í umslag merkt: DV, smáauglýsingaleikur, Þverholti 11,105 Reykjavík. Skilafrestur er til 20. maí en dregið verður úr réttum innsendum lausn- um. Aliir sem senda inn lausnir fá Smá- auglýsingaslönguspil DV að launum. Að auki era 40 fjölbreyttir vinningar í boði, þar á meðal sjónvarp, hljóm- tækjasamstæða, rafmagnsgítar, leikjatölva, reiðhjól og fleira, samtals að verðmæti 472 þúsund krónur. -hlh * Seyðisfjörður: Möguleiki á sérframboði Nokkrir aðal- og varabæjarfulltrú- ar Tinda, félags jafnaðar- og vinstri- manna á Seyðisfirði, íhuga sérfram- boð í bæjarstjómarkosningunum í haust vegna óánægju með niðurstöð- una í próíkjörinu eftir páska þegar Hallsteinn Friðþjófsson, bæjarfull- trúi og formaður verkamannafélags- ins Fram, lenti í sjötta sæti. DV hefur heimildir fyrir því að Hallsteinn og Hermann V. Guðmundsson varabæj- arfulltrúi hafi rætt sérframboð. „Þetta er bara saga sem gengur um bæinn, ein af mörgum. Þetta er bara saga og ég staðfesti hana ekki. Hún er vitlaus. Ég á ekki von á því að niðurstöður prófkjörsins breytist," sagði Hermann V. Guðmundsson þegar fréttin var borin undir hann. Úrslit prófkjörs Tinda urðu þessi: 1. Pétur Böðvarsson varabæjarfiúl- trúi. 2. Hermann V. Guðmundsson varabæjarfulltrúi. 3. Ólafía Stefáns- dóttir fóstra. 4. Sigurður Kjartansson leiðbeinandi. 5. Egill Sölvason af- greiðslumaður. Frambjóðendum var aðeins raðað í fimm sæti en sam- kvæmt heimildum DV lenti Hall- steinn Friðþjófsson bæjarfulltrúi í sjöttasæti. -GHS Sof naði og bíllinn valt Bílvelta varð við Borðeyri í Hrútafirði í fyrradag. Ökumaður, sem var einn í bíln- um, slapp með skrámur en bíllinn er gjörónýtur eftir veltuna. Að sögn lögreglu er talið vist að ökumaður- inn hafi sofnaö undir stýri en hann var í bílbelti sem telja má hklegt aðhafibjargaðhonum. -pp Opinn fundur BSRB um húsnæðismál Launin, lánin og séreignarstefnan Fundurinn verður haldinn í Félagamiðstöðinni, Grettisgötu 89, í kvöld og hefst kl. 20:30 Markmiðið með fundinum - nú þegar sveitarstjórnarkosningar fara í hönd - er að huga að sérkennum húsnæðismarkaðarins hér á landi, skoða helstu annmarka og athuga hvaða leiðir til úrbóta eru færar. Nokkur atriði til umhugsunar í því sambandi: ■ Óstöðugleiki og sífelldar breytingar á húsnæðislánakerfinu. ■ Atvinnuskapandi verkefni á því samdráttarskeiði sem þjóðin gengur nú í gegnum: Er átak í húsnæðismálunum nærtækur kostur (byggja nýtt, lagfæra gamalt)? ■ Séreignarstefnan, minnkandi atvinna og algeng laun í landinu: Gengur þetta upp? ■ Samspil - og verkaskipting - ríkis og sveitarfélaga hvað varðar húsnæðismálin. Málshefjendur Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, alþingiskona, borgarstjóraefni vimimsson Reykjavíkurframboðsins, Vilhjálmur Þ. Viihjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, 2. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Magnús Axelsson, formaður Húseigendafélagsins, Jón Kjartansson frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna. Að loknum stuttum framsöguerindum verða umræður. BSRB-félagar og annað áhugafólk: Fjölmennum og skiptumst á skoðunum við málshefjendur! Húsnæðishópur BSRB Jón frá Pálmholti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.