Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 11 Sviðsljós í hringiðu helgarinnar Magnús Þorlákur Sigsteinsson, forstöðumaður byggingarþjónustu Búnað- arfélags íslands, Blikastöðum, Mosfellsbæ, hélt upp á fimmtugsafmæli sitt sl. laugarardag. Hér sést hann ásamt foður sínum, syni og sonar- syni. Frá v. Sigsteinn Pálsson, fyrrverandi bóndi á Blikastöðum og hrepp- stjóri til margra ára, Sigurður Magnússon, Heiðar Snær Sigurðssonog Magnús Þ. Sigsteinsson. Unnur Sigurðardóttir, 28 ára spjótkastari, bar sigur úr býtum í keppn- inni Sterkasta kona íslands sem haldin var í Kaplakrika um helgina. Þátttakendur voru alls 6 og var keppnin hörð. Unnur, sem er 175,5 cm og 75 kg, sigraði einnig í þessari sömu keppni í fyrra. Skákmót fyrir grunnskólanemendur var haldið í samvinnu Taflfélags Reykjavíkur og Háskólabíós á laugardaginn. Mótið bar yfirskriftina „Leit- in að Bobby Fischer" og voru þátttakendur alls 207 á aldrinum 6 til 16 ára. Á myndinni sjást þeir Jón Viktor Gunnarsson, Hvassaleitisskóla, og Amar E. Gunnarsson, Æfingaskóla KHÍ, tefla til úrshta í flokki 13 til 16 ára. Amar sigraði í sínum flokki með 7 vinninga af 7 mögulegum og var Jón Viktor í öðru með 6 vinninga. Art-Hún hópurinn, sem samanstendur af 5 hstakonum, opnaði sýningu á verkum sínum sl. laugardag. Hópurinn hefur um þessar mundir starfað saman í 5 ár og er þetta 5. sameiginlega sýning þeirra. Frá v. Erla B. Axelsdóttir hstmálari, Sigrún Gunnarsdóttir keramikhstamaður, Helga Ármannsdóttir grafíkhstakona, Elinborg Guðmundsdóttir, sem vinnur í leir, jám, ál og gler, og Margrét Salóme Gunnarsdóttir sem vinnur mest í steinleir og postulín. Meiming Biblían og Biblíustúdían Stefanía A. Georgsdóttir var trúuð austfirsk kona en einhvern veginn komst Bibha hennar í hendur myndhstarmannsins Steingríms Ey- fjörð. Þar með varð þessi prívateign austfirsku bamfóstrunnar að einhveiju öðra - að heimild sem um leið er hráefni til úrvinnslu. Á sýningu Steingríms sér áhorfandinn nokkr- ar ljósritaðar opnur úr Bibhu Stefaníu ásamt minnismiðum og bréfum sem hún sjálf ritaði um Biblíulestur sinn. Listamaðurinn hefur htið annað gert en aö setja þessa heimld upp fyrir áhorfandann og merkja hana stimplum sínum, likt og skjöl og játningar vom innsigluð áður en tími fjölföldunarinnar gekk í garð. Það er líklega fátt meira prívat en akkúrat það hvernig trúuð manneskja les Bibhuna sína - einkum Gamla testamentið. Hvaða skilning leggur maður í Esekíel eða Habakúk? Það ræðst Myndlist auðvitað af svo mörgu og það er líklega flest af þeim toga að maður vildi síst bera það óundirbú- inn á borö. En hér sjáum við hugrenningar Stef- aníu á veggjunum, undirstrikanir hennar og athugasemdir. Þannig kynnumst við Stefaniu betur en við gætum líklega gert þótt hún stæði ljóslifandi fyrir framan okkur. Steingrímur hefur lengi fengist við skráning- arverkefni af þessu tagi. Eitt sinn reyndi hann að skrá almenna reynslu - til dæmis reynslu neytandans af neyslunni - en í seinni tíð hafa verk hans verið persónubundnari, líkt og verkið Horft á Parsífal sem Reykjavíkurborg keypti og er nú til sýnis í Gerðubergi. Þessi verk eru eins konar dokúment - eins og svarblöð úr skoðana- könnun - en em um leið einstök og bera vitni um næma tilfinningu fyrir þeirri daglegu reynslu sem við þekkjum öh; hógvær verk sem eru með því merkasta sem gert hefur verið í myndhst síðustu tveggja áratuga. Jón Proppé Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona var ein af þeim sem mættu á niðjamót Járngerðarstaðaættarinnar á Hótel íslandi á föstudagskvöldið. Elva er hér að flytja atriði úr leikþættinum „Innleiðing ætternisins". Verkfæri - lagerverð %R0T Kaplahrauni 5,220 Hafnarfjörður simi 653090 - fax 650120 Hieðsluborvél 9,5V 5.999 m/aukarafhlöðu, 8.499 Meitka-úrreksett, 14 stk., 783 Búkkar, 2 tonn, 1.183 settið Skralllyklasett, 6 stk, 6-22 mm, 1.995 Vasahnífur, 11 hluta, 395 REYKVIKINGAR! NÚ ER KOMINN NAGLADEKKIN FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.