Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 Viðskipti Flugleiðir leita úrbóta í innanlandsfluginu: Samsetning f lug- f lotans í athugun - kannað að taka inn smærri vélar Forráðamenn Flugleiða kanna núna flotasamsetninguna í innanlandsfluginu og svo gæti farið að félagið losaði sig við eina af nýju Fokker 50 vélunum en þær hafa verið á kaupleigusamningi. DV-mynd EJ Vextirlækka áhúsbréfum Meðalverð fyrir þorsk á fisk- mörkuðum hefur verið 92 til 98 krónur að undanfómu nema hvað á fostudag fór verðið upp í 110 krónur. Ávöxtunarkrafa nýjustu flokka húsbréfa hefur á einni viku lækk- að úr 5,20 í 5,12% á eftirmarkaði. Ástæðuna má rekja til vaxta- lækkunar í útboði á ríkisvíxlum í síðustu viku. Staðgreiðsluverð áls á erlend- um mörkuðum hefur farið úr 1306 í 1280 dollara tonnið á einni viku. Gengi dollars hefur verið nokk- uð stöðugt að undanfómu. Sölu- gengið var 72,56 krónur í gær- morgun. Dow Jones hlutabréfavísitalan í New York fór lækkandi í gær vegna frétta um vaxtalækkun í Bandaríkjunum. Um miðjan dag var talan í 3635 stigum við Wall Street. -bjb Forráðamenn Flugleiða velta núna þeim hugmyndum fyrir sér að breyta samsetningu flugflotans þannig að losa sig við einhverja af nýju Fokker- unum og taka inn smærri flugvélar en Fokkerarnir hafa verið á kaup- leigusamningi. Þetta var rætt á stjórnarfundi í síðustu viku. Annarri hugmynd hefur verið velt upp, þ.e. að stofna sjálfstætt fyrirtæki um inn- anlandsflugiö. Eins og kom fram í DV á dögunum hyggjast forráða- menn félagsins leita allra leiða til að rétta af rekstur innanlandsflugsins en af 188 mflljóna króna tapi Flug- leiða á síðasta ári nam tapið á innan- landsfluginu um 125 milljónum króna. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir svipaðri afkomu í ár en þær áætlanir eru núna til endurskoðunar þar sem rekstrarforsendur eru tald- ar hafa breyst til batnaðar. Flugleiðir eru með nýju Fokker 50 vélamar fjórar á kaupleigu og þar af eru þijár notaðar í innanlands- fluginu. Ejórða vélin var leigð til verkefna erlendis á síðasta ári þar sem markaður fyrir Fokkerinn hefur reynst mun lakari en forráðamenn Flugleiða gerðu ráð fyrir þegar þær voru teknar í notkun. Um 90% alls innanlandsflugs er á fjóra staði: Ak- ureyri, Egflsstaði, Vestmannaeyjar og ísafjörð. En Flugleiðir fljúga á fimm aðra staði og hafa ekki í hyggju að hætta flugi þangað. Eins og sagt var frá í DV hafa Flugleiðir samið við Flugfélag Norðurlands um að það taki að sér flug tfl Sauðárkróks fjór- um sinnum á viku í sumar.'-Flug- leiðamenn ráðgera ekki slíka samn- inga vegna annarra áætlunarstaða. „Við erum að kanna hvort einhver Mjög gott verð fékkst fyrir karfa í gámasölu í Englandi í síðustu viku. Meðalverðið var 147 krónur fyrir kflóið og hefur ekki verið hærra síð- an í kringum sjómannaverkfallið um mánaðamótin janúar-febrúar. Þorskur og ufsi í gámasölu lækkaði í verði milli vikna en ýsan hækkaði lítillega. Alls voru seld 360 tonn af gámafiski fyrir um 54 milljónir króna. Þar af voru seld um 170 tonn af ýsu fyrir tæpar 24 milljónir. Þá fékkst gott verð fyrir grálúðu í gámasölunni, eða um 207 krónur fyrir kflóiö. Tveir togarar seldu afla í Þýska- landi í síðustu viku, Viðey RE og flugvélarstærð henti okkur betur. Þá erum við ekki að tala um að skipta út Fokkerunum fyrir aðrar vélar heldur hugsanlega að taka inn smærri vél eða vélar við hliðina á Fokkerunum. Ákveðnir hlutir setja okkur skorður, þ.á m. hve stór hluti farþega okkar fer á fáa staði. Yfir 200 þúsund farþegar á ári fara á fjóra stærstu staðina. Það hggur fyrir að skoða hagkvæmni flotasamsetningar af ýmsu tagi. Útreikningar okkar tfl þessa hafa sýnt að blandaður floti borgar sig ekki en við viljum kanna hvort það hefur breyst," sagði Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, í samtali við DV. Aðspurður um hvort Fokker-vél- Björgúlfur EA. Björgúlfur seldi 124 tonn fyrir 13,4 milljónir og meðal- verðið var 107 krónur kílóið. Meðal- verðið hjá Viðey var aðeins 75 krón- ur þegar 302 tonn voru seld fyrir tæpar 23 milljónir króna. Sem fyrr var karfi uppistaðan í afla togar- anna. Nú fer sá tími í hönd að æ færri togarar selja erlendis enda kvótinn víða að klárast. Á fiskmörkuðum hélst meðalverð algengustu fisktegunda svipað mflfl vikna nema hvaö kílóiö af ýsu lækk- aði um 17 krónur að meðaltali, úr 130 krónum í 113 krónur. Framboð af fiski fer ört minnkandi á mörkuðun- um um þessar mundir. arnar væru ekki of stórar á minni áætlunarstaði Flugleiða sagði Einar málið ekki svo einfalt. „Ef aðeins ætti að fljúga vélunum á stóru stað- ina fjóra næðist ekki nógu góð nýt- ing. Annars hætti flugið að borga sig og við þyrftum að draga saman í rekstrinum," sagði Einar. Auk flotasamsetningar eru for- ráðamenn félagsins að skoða tekju- myndun og aðra kostnaðarþætti. Að sögn Einars er ljóst að verulegur árangur næst með þeim aðgerðum en betur má ef duga skal. Stefnt er að því aö endurskoðun innanlands- flugsins ljúki innan þriggja mánaða. -bjb Rússar svíkja - álið lækkar Álverð á erlendum mörkuðum lækkaði jafnt og þétt í síðustu viku. Á mánudegi fyrir viku var stað- greiðsluverðið 1306 doUarar en þegar viðskipti hófust í gærmorgun var verðið komið niður í 1281 doUar. Þró- unina má sjá nánar annars staðar á síðunni í dag. Ástæðan fyrir þessari verðlækkun er einkum sú sannfær- ing markaðarins að Rússar muni ekki standa við gefin loforð um 500 þúsund tonna niðurskurð á álfram- leiðslu. Því er spáð að verðið fari niður í 1260 doUara tonnið í þessari viku. -bjb [M: hjá SS1993 Rekstur Sláturfélags Suður- lands, SS, skilaði 15,7 milljóna króna tapi á síðasta ári en árið 1992 nam tapið tæplega 30 millj- ónum króna. Þetta kom fram á aðalfundi SS á Selfossi sl. fóstu- dag. Rekstrartekjur SS á árinu 1993 voru 2,8 mflljarðar en rúmir 2 milljarðar að frádreginni milli- defldasölu. Sala til eigin deilda SS var 850 milljónir. Veltan dróst saman um 12% milU ára sem einkum má rekja til afnáms nið- urgreiðslna kindakjöts i kjöflar búvörulagabreytinga. Hefldar- eignir SS í árslok 1993 voru upp á 1,9 mflljarða og eigiö fé 226 millj- ónir. EiginfjárhlutfalUð var því um 11,5%. Að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS, var af- koma siðasta árs í takt við áætl- anir og reiknað er með betri af- komu í ár. Svigrúmtil að aukaorku- vinnslu og-sölu Samkvæmt skýrslu iðnaðar- ráðherra um nýtingu innlendra orkulinda til raforkuvinnslu er mikið svígrúm til að auka orku- vinnslu og orkusölu hér á landi til að bæta lífskjör þjóðarinnar. í skýrslunni kemur fram í orkuspá að raforkuvinnsla vegna al- mennrar raforkunotkunar og núverandi stóriðju verði um 5.600 GWh áriö 2020. Bent er á þrjár leiðír i skýrsl- unni til að hagnýta orkulindir landsins. í fyrsta lagi væri nú þegar unnt að mæta raforkuþörf vegna framleiöslu á orkufrekum iðnaðarafurðum, í öðru lagi væri um eða upp úr árinu 2005 unnt að flytja út raforku um sæstreng og í þriðja lagi mætti nýta orku- lindirnar til ffamleiðslu á elds- neyti til innlendrar notkunar í stað innflutts eldsneytis eða til útflutnings. Athugasemdvið veggspjald Samkeppnisstofnun hefur sent umboðsaðila Gillette-rakvara á íslandi athugasemd vegna vegg- spjalds sem hefur verið uppi á ýmsum hársnyrtistofum. Á vegg- spjaldinu er mynd af hlæjandi ungbarni með rakvél í hendi og raksápu á vanga. í tengslum við aímæli félags rakara var vakin athygli á rakstri með þessurn hætti meöal annars. Samkeppnisstofnun vísar til 22. greinar samkeppnislaga þar sem segir m.a.: „Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn kom- ist í hættu eða geri það sem óheimflt er.“ -bjb Salaásementi aðglæðast SigurdurSvemssan, DV, Akranesi: Sementsverksmiðjan hf. á Akranesi seldi 12.600 tonn af sem- enti fyrstu þtjá mánuði ársins sem er 20% meiri sala en á sama tíma i fyrra. Salan þá var 10.600 tonn. Söluáætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir sölu á 11.500 tonn- um fyrstu þrjá mánuði yfirstand- andi árs, aö sögn Gylfa Þórðar- sonar, framkvæmdastjóra verk- smiðjunnar. Gylfi sagði söluhorf- ur fyrír aprílmánuð vera góðar og að almennt væri mun betra hljóð í mönnum en á sama tíma í fyrra. Sementssala í fyrra var sú minnsta í meira en 25 ár og sagðist Gylfi telja aö botninum væri náð. Gott karfaverð ytra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.