Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRlL 1994
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Fastir liðir að venju
Skipun Steingríms Hermannssonar í stöðu seðla-
bankastjóra er í fullu samræmi við þá spillingarhefð í
landsstjórninni, að einn al vörubankastj óri sé í bankanum
og síðan tveir gervibankastjórastólar til ráðstöfunar fyr-
ir tvo stærstu stjómmálaflokkana í landinu.
Steingrímur Hermannsson leysir Tómas Árnason af
hólmi, rétt eins og Birgir ísleifur Gunnarsson leysti Geir
Hahgrímsson af hólmi. í öhum tilvikum er samtvinnað
valdakerfi flokkanna að veita þreyttum stjórnmálamönn-
um náðugt hátekjubrauð að loknum löngum ferh.
Þannig telja stjómmálaflokkamir sig hafa th ráðstöf-
unar nokkra bankastjórastóla, nokkrar sendiherrastöður
og nokkur embætti forstjóra ríkisstofnana, svo sem ýmis
fræg dæmi hafa verið um á síðustu misserum. Ráðherrar
Alþýðuflokksins hafa gengið harðast fram í þessari hefð.
Formaður bankaráðs Seðlabankans sagði af sér í gær
út af skipun Steingríms, enda hafði bankaráðið tahð tvo
fagmenn í fjármálum og hagmálum hæfari til starfans
en flokksformaðurinn, sem er fremur búinn kostum á
öðrum sviðum en þeim, sem prýða eiga seðlabankastjóra.
Ágúst Einarsson bankaráðsformaður taldi framþróun
eðhlega á þessu sviði. Hann vhdi brjóta hefð póhtískrar
spillingar við skipun bankastjóra Seðlabankans. Ráð-
herrann taldi brýnna að viðhalda hefðinni, þótt hann
vissi, að formaðudnn mundi þess vegna segja af sér.
Við skipun Steingríms var notaður hefðbundinn leik-
araskapur. Ráðherra talaði út og suður með enghbjörtum
svip. Þegar hann var spurður, hvort skipunin hefði ekki
fýrir löngu verið ákveðin, svaraði hann, að ákvörðun
hefði verið formlega tekin þann hinn sama dag.
Ráðherrann fór fögrum orðum um, að þjóðin hefði
vahð Steinrím til að fara með landsmál og hlyti hann því
í sjálfu sér að vera jafnhæfur til að fjalla um eina undir-
deUd í landsmálunum. Vantaði bara, að hann segði Stein-
grím ekki mega gjalda þess að vera stjómmálamaður.
Ráðherra neitaði, að rifizt hefði verið um þetta mál á
þingflokksfundi Alþýðuflokksins, þar sem þetta mál
heyrði ekki undir þingflokka. Samkvæmt þessu er sí-
breytilegt, hvenær þingmenn flokksins eru á þingflokks-
fundi og hvenær þeir eru bara í eigin málfundafélagi.
íslenzkir ráðamenn eru famir að sérhæfa sig í þessari
aðferð, er þeir líta á sem eins konar íþrótt. Þeir svara
spumingum með vingjamlegum útúrsnúningum og
þykjast verða sármóðgaðir, ef menn leyfa sér að efast
um, að verk þeirra séu reist á málefnalegum grunni.
Allt er þetta leikaraskapur, sem byggist á þeirri bjarg-
fóstu skoðun landsfeðranna, að kjósendur séu fávitar.
Sannfæringin byggist raunar á þeirri dapurlegu stað-
reynd, að ráðherrar hafa löngum komizt upp með ýmis-
legt, sem ekki þætti góð latína í alvömþjóðfélagi.
Hhðardæmi um tvískinnung stjómmálamanna er, að
fuhtrúi Sjálfstæðisflokksins í bankaráði Seðlabankans,
Ólafur B. Thors, kvartaði yfir málsmeðferð ráðherrans,
en hafði ekki tahð ástæðu th andmæla, þegar flokksbróð-
ir hans var skipaður bankastjóri fyrir nokkrum árum.
Bjarta hhðin á þessu máh er, að Seðlabankinn hefur
svo htil verkefni með höndum, að þar er nóg að hafa
einn alvörubankastjóra með stuðning af fjölmennu hði
aðstoðarstjóra af ýmsu tagi. Ekki er reiknað með, að
póhtísku bankastjóramir geti gert nokkuð af sér.
Þannig er vafalaust þegjandi samkomulag um, að fag-
maðurinn Eiríkur Guðnason taki við hlutverki Jóhann-
esar Nordal sem fasts aðalbankastjóra Seðlabankans.
Jónas Kristjánsson
„En svo koma nýir menn sem ekkert þekkja til okkar mála og þessir menn þurfa ekkert á okkur að halda,"
segir Vilhjálmur m.a. í grein sinni.
Hvernig einangr-
ast ísland?
Væntanleg innganga Austurrík-
is, Finnlands, Svíþjóðar og Noregs
í Evrópusambandið mun leiða af
sér einangrun íslands á alþjóða-
vettvangi meðan við stöndum utan
sambandsins. Breytt staða NATO
og breytt hernaðarleg þýöing ís-
lands stuðlar ennfremur að þessari
þróun. ísland hefur á undanfórn-
um áratugum haft áhrif á alþjóða-
vettvangi langt umfram það sem
eðlilegt er miðað við stærð þjóðar-
innar. Við höfum þess vegna náð
fram brýnum hagsmunamálum
þjóðarinnar og getað tryggt stöðu
hennar þrátt fyrir að hafa átt í deil-
um viö voldugustu þjóðir Evrópu.
Má t.d. nefna útfærslu landhelg-
innar úr 3 mílum í 200 mílur á rúm-
um tveimur áratugum sem tæplega
hefði getað orðið að veruleika nema
vegna aðildar okkar aö NATO.
Smáþjóð eins og við þarf að halda
vel á spilunum til þess að gæta
hagsmuna sinna. Þar skiptir miklu
máli að halda uppi öflugum sam-
skiptum við aðrar þjóðir og tryggja
að ráðandi aðilar hjá þeim þjóðum
sem skipta okkur mestu máh hafi
jafnan innsýn inn í okkar mál og
skilning á sérstöðu okkar.
Áhrif með EFTA-aðild
í gegnum aðild okkar að EFTA
höfum viö haft möguleika á því að
koma upp breiðu neti samskipta
við þjóðir Evrópusambandsins. I
viðræðunum um EES-samninginn
komum við málum okkar á fram-
færi við mikinn fjölda áhrifamanna
í Evrópusambandinu. EFTA-aðild-
in hefur líka gert það aö verkum
að ísland hefur verið inni í aðal-
samskiptafarveginum milh Evr-
ópusambandsins og þeirra Evrópu-
þjóða sem hafa staðið utan þess. í
EES-samningunum hjálpuðust
EFTA-þjóðimar mikið að og viö
lögðum okkar af mörkum til þess
KjaUarinn
Vilhjálmur Egilsson
alþingismaður, framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs íslands
að sameiginleg niðurstaða fengist
en þáðum líka mikla aðstoð frá fé-
lögmn okkar í EFTA. Með því að
vera samferða hinum EFTA-þjóð-
unum gátum við náð hagstæðum
sjávarútvegssamningi í EES-við-
ræðunum, nokkuð sem við hefðum
aldrei náð fram í tvíhhða viðræð-
um.
Nú stefnir allt í það að ísland
verði ein EFTA-þjóðanna með
EES-samning við Evrópusamband-
ið. Það þýðir að aht samskiptakerf-
ið sem við höfum byggt upp við
Evrópusambandið í gegnum EFTA-
aðildina hrynur. Ein og sér höfum
við hvergi nærri sama aðgang að
áhrifamönnum í Evrópusamband-
inu og sem hluti af EFTA. Nú
þekkja fulltrúar okkar persónulega
fjölmarga skoðanamótandi aðila
innan Evrópusambandsins og geta
rætt við þá af mikilli hreinskilni
um okkar mál. Þessir aðilar gefa
sér hka tíma til að hlusta. Við höf-
um hka átt þess kost aö bjóða mörg-
um þessara manna til landsins í
krafti EFTA-aðildar okkar. Þannig
höfum viö getað haldið málstað
okkar á lofti.
Einangrun smátt og smátt
Einangrunin gerist ekki eins og
hendi sé veifað. Hún verður að
veruleika á nokkrum árum. Þeir
menn sem nú ráða ferðinni hjá
Evrópusambandinu þekkja vel
okkar mál og gefa sér tima tíl að
tala við okkur. En svo koma nýir
menn sem ekkert þekkja til okkar
mála og þessir menn þurfa ekkert
á okkur að halda. Þess vegna verð-
ur aðgangur að þeim tregari og
skilningur þeirra á okkar málum
hverfandi. I þessu felst einangrun-
in. Við náum aldrei sambandi við
viö þessa menn. Við fóllum niður
á símsvara- og skilaboðastigið.
Vilhjálmur Egilsson
„Nú stefnir allt í það að ísland verði
ein EFTA-þjóðanna með EES-samning
við Evrópusambandið. Það þýðir að
allt samskiptakerfið sem við höfum
byggt upp við Evrópusambandið í
gegnum EFTA-aðildina hrynur.“
Skoðanir aimarra
Minni geta
„Eftir sem áður stendur, aö getan til að greiöa
skuldimar fer minnkandi. Það er fyrst og fremst sú
staðreynd, sem skiptir máh í hagstjómarlegu tilhti,
því aukin skuldasöfnun takmarkar svigrúmið til að
nýta hagkvæm fjárfestingartækifæri og dregur úr
lánstrausti okkar í útlöndum. Af þessum sökum er
mikilvægt, að fjallað sé um erlendar skuldir í réttu
samhengi." Vísbending 14. apríl.
Ekki bætt kjör
„ Samningar um kjarabætur til einstakra starfs-
hópa hafa óhjákvæmilega í for með sér keðjuverkan-
ir, sem enginn sér fyrir endann á... Landsmenn
verða að sætta sig við það enn um sinn, að bætt kjör
em ekki í augsýn. Raunar má þakka fyrir, ef ekki
verður um viðbótar kjaraskerðingu að ræða. Þess
vegna
er það rangt mat á stöðunni hjá einstökum fámenn-
um starfshópum á borð við meinatækna og flug-
virkja, að nú sé hægt að sækja bætt kjör til vinnu-
veitenda. Svo er ekki.“
Ur leiðara Morgunblaðsins 17. apríl.
Mikilvægi Verðjöfnunarsjóðs
„Ef Verðjöfnunarsjóður verður lagöur niður, er
afnumið kerfi til þess aö jafna sveiflur í sjávarút-
vegi. Ef slík hagstjórnartæki eru ekki til, getur upp-
sveiíla í greininni haft neikvæð áhrif á afkomu ann-
arra atvinnugreina, svo sem iðnaðar. í gögnum, sem
hggja nú fyrir Alþingi, kemur fram, að ýmsar stofn-
anir og samtök í þjóðfélaginu... vara mjög við því
að leggja slíkt hagstjómartæki af nema ljóst sé, hvað
kemur í staðinn. Ekkert liggur fyrir um slíkt. Því
kemur á óvart sú áhersla, sem lögð er á það að leggja
Verðjöfnunarsjóðinn af, því satt að segja þrýstir ekk-
ert á um það. “ Úr leiðara Tímans 16. apríl.