Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 Fólkífréttum Teitur Örlygsson Teitur Örlygsson, Sjávargötu 26, Njarðvík, er einn af lykilmönnun- um í körfuboltaliði Njarðvíkinga sem vann Grindvíkinga í æsispenn- andi úrslitaleik um íslandsmeist- aratitilinn á laugardaginn. Starfsferill Teitur fæddist í Keflavík 9.1.1967 en ólst upp í Njarðvík og lauk þar gagnfræðaprófi. Hann starfaði hjá hemum á Keflavíkurflugvelli, var til sjós um skeið og starfaði við tré- smíðaverkstæðið Ramma en hefur verið lagermaður hjá Flugleiðum sl. fimm ár. Þá var hann íþróttakenn- ari við Njarðvíkurskóla 1990. Teitur hefur æft körfubolta með Njarðvík frá átta ára aldri og keppt í öllum aldursflokkum. Hann varð íslandsmeistari 1984,1985,1986, 1987,1991 og nú 1994. Þá varð hann bikarmeistari 1987,1988,1989,1990 og 1992. Hann skipar nú sæti á lista sjálfstæðismanna til sveitarstjórn- arkosninganna í Njarðvík í vor. Fjölskylda Kona Teits er Helga Lísa Einars- dóttir, f. 26.6.1971, húsmóðir. Hún er dóttir Einars Júlíussonar, bygg- ingatæknifræðings sem rekur eigið tölvufyrirtæki í Keflavík, og Emu Ólafsdóttur húsmóður. Dóttir Teits og Helgu Lísu er Ema Lind,f. 17.12.1992. Systkini Teits eru Sturla, f. 17.9. 1961, sjómaður í Reykjavík; Hulda, f. 26.12.1962, fóstra í Keflavík; Margrét, f. 13.7.1965, starfar við út- varpsstöðina Brosið í Keflavík; Gunnar Öm, f. 4.8.1971, sjómaður í Njarðvík; Kristín, f. 10.3.1973, þjónn í Keflavík; Stefán, f. 10.3.1973, verkamaður í Keflavík. Foreldrar Teits eru Örlygur Þorvaldsson, f. 4.4.1926, flugumferðarsijóri hjá Flugleið- um, og Guðbjörg Ema Agnarsdóttir, f. 11.11. 1934, matráðskona við dagheimili í Njarðvik. Ætt Hálfbróðir Örlygs, sammæðra, er Stefán Teitsson, framkvæmdastjóri Akurs á Akranesi, faðir Teits, fram- kvæmdastjóra Heimaskaga hf. Ör- lygur er sonur Þorvalds, skrifstofu- manns í Reykjavík og á Blönduósi, bróður Hjalta prófessors og Bryn- hildar, ömmu Jóns L. stórmeistara ogÁsgeirs Þórs hrl. Árnasona. Þor- valdur var sonur Þórarins, alþingis- manns á Hjaltabakka, Jónssonar, b. í Geitagerði og á Haíldórsstöðum í Langholti, Þórarinssonar. Móðir Þorvalds var Sigríður Þorvaldsdótt- ir, prests á Hjaltabakka, bróður Kristínar, langömmu Matthiasar Johannessen, skálds og ritstjóra. Þorvaldur var sonur Ásgeirs, dbrm. á Lambastöðum, Finnbogasonar, bróður Jakobs, langafa Vigdísar for- seta. Móðir Þorvalds var Sigríöur Þorvaldsdóttir, prests og skálds í Holti, Böðvarssonar, prests í Holta- þingum, Högnasonar, prestafoður á Breiðabólstað, Sigurðssonar. Móðir Sigríðar var Hansína Þorbjörg Þor- grímsdóttir, prests í Þingmúla, Am- órssonar, af Bólstaðarhlíðarætt. Móðir Þorgríms var Guðrún Péturs- dóttir, b. í Engey, Guðmundssonar, langafa Guðrúnar, móður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Móðir Örlygs var Hulda Jónsdótt- ir, b. í Tjarnarhúsum, Jónssonar, formanns í Króki, Benediktssonar. Móðir Huldu var Halldóra Guð- laugsdóttir, b. í Höll í Þverárhlíð, Jónssonar. Móðir Halldóru var Oddrún Pálsdóttir, b. í Ártúni, Magnússonar. Ema er dóttir Agnars, skipstjóra á ísafirði, Guðmimdssonar, sjó- manns og smiðs í Súgandafirði, Sturlusonar, útvegsb. í Tálknafirði, Ólafssonar. Móðir Agnars var Guð- rún, systir Hallbjöms kennara, ætt- foður Hallbjamarættarinnar. Guð- rún var dóttir Odds, prests í Gufu- dal, Hallgrímssonar, prófasts í Teitur Örlygsson. Görðum, Jónssonar, vigslubiskups á Staðastað, Magnússonar, bróður Skúla fógeta. Móðir Hallgríms var Þómnn Hansdóttir Scheving, systir Vigfúsar Scheving. Móöir Odds var Guðrún Egilsdóttir, ríka í Njarðvík, en hún var systir Sveinbjamar Eg- ilssonar rektors, foður Benedikts Gröndalyngri. Móðir Ernu var Margrét Sig- mundadóttir, sjómanns í Bolungar- vík, Jónssonar og Guðbjargar Kristjánsdóttur. Afmæli Sigríður Jóhanna Ásgeirsdóttir Sigríöur Jóhanna Ásgeirsdóttir, Fýlshólum 11, Reykjavík, sem nú dvelur á Hjúkrunarheimilinu Eir, er sjötíu og fimm ára í dag. Fjölskylda SigríðurfæddistáFlateyriog .' st þar upp. Hún giftist 15.12.1945 Ingi- mar Haraldssyni, f. 4.9.1917, d. 12.7. 1982, trésmíðmeistara. Hann var sonur Haralds Jónssonar, b. á Rein í Innri-Akraneshreppi, og Guðrún- ar Björnsdóttur húsmóður. Böm Sigríðar og Ingimars em Haraldur E. Ingimarsson, f. 9.6. 1946; Jensína R. Ingimarsdóttir, f. 4.7.1950; GuðrúnB. Ingimarsdóttir, f. 31.1.1953. Systkini Sigríðar: Guðni Þór Ás- geirsson, f. 2.3.1914, d. 26.5.1966; Hörður Ásgeirsson, f. 27.12.1915, d. 23.10.1982; Gunnar Ásgeirsson, f. 7.6.1917, d. 7.7.1991; Eiríkur Ás- geirsson, f. 1.7.1921, d. 13.10.1983: EbeneserÁsgeirsson, f. 15.5.1923; Erla Ásgeirsdóttir, f. 29.10.1928; Snæbjöm Ásgeirsson, f. 27.4.1931. Foreldrar Sigríöar: Ásgeir Guðnason, f. 15.8.1884, d. 23.11. 1973, kaupmaður og útgerðarmað- ur á Flateyri við Önundarfjörð, og kona hans, Guðjóna Jensína Hildur Eiríksdóttir, f. 18.3.1887,11.2.1947, húsmóðir. Ætt Ásgeir var sonur Guðna, skipa- smiðs og sjómanns á Eiði við Hest- flörð, Bjamasonar, b. á Brekku í Langadal, Magnússonar, b. á Arn- gerðareyri, Þórðarsonar. Móðir Ásgeirs var Þorbjörg Ásgeirsdóttir, b. í Heydal, Jónssonar, b. í Kolla- búðum og Heydal, Jónssonar, læknis í Armúla, Einarssonar. Móöir Þorbjargar var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Guðrúnar var Þorbjörg, systir Jónasar á Bakka, langafa prófessoranna Jónasar og Halldórs og Þorvalds skólastjóra Elíassona, Þorbjörg var dóttir Þor- varðar, b. á Bakka í Hnifsdal, Sig- urðssonar, í Eyrardal og ættfoöur Eyrardalsættarinnar, Þorvarðar- sor.ar. Systir Jensínu Hildar var Ragn- heiður, móðir bræðranna Ragnars læknis, Ásgeirs lyfiafræðings og Önundar, forsfióra Olís, Ásgeirs- sona. Jensína Hildur var dóttir Ei- ríks, b. á Hrauni á Ingjaldssandi, Sigmundssonar, b. þar Sveinsson- ar, b. á Alviðru í Dýrafirði, Sig- mundssonar. Sigríður tekur á móti gestum að hjúkrunarheimilinu Eir milh kl 15.30 og 17.30 á afmælisdaginn. Til hamingju með afmæiið 19. apríl 90 ára Guðlaug Oddsdóttir, Lyngum, Skaftárhreppi. Aldis Stefónsdóttir, Naustabúö 12, Neshreppi. Hjördís Ágústsdóttir, Grundarlandi 10, Reykjavík. 50ára Andlát Friðþjófur Vaigeir Óskarsson, Einar Jónsson Einar Jónsson símaverksfióri, lengst af til heimilis að Laugavegi 145 í Reykjavík en síðustu árin vist- maður á Hrafnistu í Reykjavík, lést laugardaginn 9.4. s.l. á hundraðasta og öðru aldursári. Jarðarfór hans fer fram frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 19.4., kl 13.30. Starfsferill Einar fæddist í Núpakoti undir Austur-Eyjafiöllum. Níu ára fór hann í fóstur til frænda síns, Guð- mundar Jónssonar, b. á Þórodds- stöðum í Grímsnesi. Fimm ámm síðar flutti hann til Reykjavíkur með fóstra sínum sem tók við búi á Þóroddsstöðum við Hafnarfiaröar- veg. Einar vann fyrst sem hestasveinn í Reykjavík en stundaði svo um hríð sjómennsku í Þorlákshöfn og Vest- mannaeyjum. Nokkru fyrir tvítugt hóf hann störf hjá Sveini Sveinssyni í Völundi við Klapparstíg og vann þar um tíma. Hann réðst síðan til starfa hjá Pósti og síma þar sem hann var símaverkstjóri og starfaði víðs vegar um landið frá 1917 til ársloka 1%2 er hann lét af starfi sjötuguraðaldri. Fjölskylda Kona Einars var Jóna Sigríður Ingvarsdóttir, f. 29.9.18%, d. 8.6. 1974, húsmóðir. Foreldrar hennar voru Ingvar Guðbrandsson, f. 22.9. 1862, d. 24.2.1951, bóndi á Bjama- stöðum í Grímsnesi og síðar á Þór- oddsstöðum í sömu sveit, og kona hans, Katrín Kristjánsdóttir Schram, f. 5.11.1862, d. 8.2.1928. Einar og Jóna eignuðust fiögur böm. Þau em Katrín, f. 21.7.1925, d. í apríl 1993, húsfreyja í Reykjavík, var gift Kristbimi Borgþór Þórar- inssyni kafara sem lést 1992 en þau eignuðust fiögur böm; IngvarJ. 28.7.1926, deildarstjóri hjá Pósti og síma, kvæntur Önnu Valgerði Giss- urardóttur gæslumanni og eiga þau fimm böm auk þess sem Ingvar á bam fyrir hjónaband; Gunnar, f. 24.10.1929, símstöövarsfiórií Reykjavík, kvæntur Ólöfu Hólm- fríði Sigurðardóttur húsfreyju og eiga þau tvö böm; Egill, f. 24.10.1929, leigubifreiðasfióri í Reykjavík, kvæntur Hallfríði Guðmundsdóttur húsfreyju og eiga þau þrjú böm. Systkin Einars: Bergþóra, hús- freyja í Vestmannaeyjum; Magnús, dó ungur; Siguijón, leigubifreiða- stjóri í Reykjavík; Guðjón, skipstjóri í Vestmanneyjum; Guðni, vélsfióri í Keflavík; Steindór, bifvélavirkií Reykjavík; Guðmundur Einar, símamaður í Reykjavík. Þau em öll látin nema Steindór. Foreldrar Einars vom Jón Einars- son, bóndi að Steinum undir Aust- ur-EyjafiölIum, og kona hans, Jó- hanna Magnúsdóttir. Ætt Einar Jónsson Einar var sonur Jóns, bónda að Steinum undir Austur-EyjafiöUum, bróðir Sigurveigar, ömmu Guð- mundar Einarssonar verkfræðings og Jóhannesar Einarssonar, for- stjóra Cargolux. Jón var sonur Ein- ars, bónda að Steinum, Jónssonar, og konu hans, Sigurveigar Jónsdótt- ur, bónda í Kerlingardal í Mýrdal, bróður Þorsteins, langafa Steinunn- ar, langömmu Jóhönnu Sigurðar- dóttiu- ráðherra. Móðir Einars var Jóhanna Magnúsdóttir, systír Sig- ríðar, móður Magnúsar Á. Árnason- ar Ustmálara, Ástu málara og Ár- sæls, afa Arsæls Jónssonar læknis. Jón Beck Guðmundsson, Hringbraut 50, Reykjavik. 80 ára Elísabet Jónsdóttir, Ölduslóð 17, Hafnarfirði. Gunnlaugur Jóhannsson, Freyjugötu 40, Sauöárkróki. 75 ára Guðrún ólöf Þór, Kópavogsbraut 4, Kópavogi. 70 ára Þórufelli8, Reykjavík. Finney Anita Finnbogadóttir, Þjóttuseli 1, Reykjavík. Sveinn Rafnkelsson, Miðtúni 12, Höfii í Homafirði. Margrét Björgvinsdóttir, Hólsgötu9, Neskaupstað. John Andrew Ágústsson, Kjartansgötu 4, Reykjavík. Jónas P. Aðalsteinsson, Kleppsvegi 132, Reykjavík. Steinunn Inger Jörgensdóttir, Háaleitisbraut 119, Reykjavík. Þórey Gunnlaugsdóttir, Lindarbergi 10, Hafnarfirði. Þórey verður að heiman. Jóhanna Bjömsdóttir, Brekkugerði 7, Reykjavik. Einar Guðmundsson, Kirkjulundi 6, Garðabæ. EirikA. Ey- laitds, deildarsljóri hjáVegagerð ríkisins, Hæðargarði 54, Reykjavík. EiginkonaEi- rikserÞór- unn Krisfiánsdóttir. Þau verða stödd hjá dóttur sinni, á Brennbakkvegen 12 D, 2300, Ham- ar.Noregi. 60ára Jóhannes Kristinsson, Ártúni, Tálknafiarðarhreppi. Halldór Ingólfsson, Höfðabrekku 16, Húsavík. Helga Albertsdóttir, Smáratúni 20, Keflavik. 40ára Halla Björk Guðjónsdóttir, Ásgarðí 137, Rcykjavík. Pétur Kristján Kristjánsson, Skógarási 2, Reykjavík. Margrét Sverrisdóttir, Fiskakvísl 1, Reykjavík. Klara Þorsteinsdóttir, Njálsgötu 59, Reykjavík. Hinrik H. Friðbertsson, Beykihlíð 5, Reykjavik. Sigurlina Hilmarsdóttir, Logafold 55, Reykjavik. Ingunn Bergþórsdóttir, Reykjamel 2, Mosfellsbæ. Helga K. Kristmundsdóttir, Hagaseli 8, Reykjavík. Ásgeir Valdemarsson, Sæbóli 34, Eyrarsveit. Amar Magnús Friðriksson, Mánahlíð 3, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.