Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 Spumingin Lesendur Gefurðu sumargjafir? Haraldur Þorkelsson: Gef kannski eina. Elín Ýrr Halldórsdóttir: Gef bömun- um sumargjafir. Silja Agnarsdóttir: Nei, engar. Benedikt Tómasson: Gef dulrænar gjafir í litlum mæli. Tómas Axel Ragnarsson og Hrafn- kell Kristjánsson: Gefum sumar gjaf- ir og aðrar ekki. Dóra Halldórsdóttir: Nei, gef ekki sumargjafir en mér finnst gaman að fá sumargjafir. Er f ulMnnsla sjávaraf- urða raunhæfur kostur? Konráð Friðfinnsson skrifar: í dag er eðlilega spurt hvort at- vinnuleysi sé komið hér til að vera. Tekst mönnum að hrekja það burt? Auðvitað er útilokað að festa at- vinnuleysi hér til frambúöar. En hvað er til bjargar? Hvernig hyggjast menn smyrja hjól atvinnulífsins þannig að þau rúlh eðlilega á ný? Um margt hefur verið rætt í þessu samhengi. Ég minnist umræðunnar um fullvinnslu sjávarafurða og sú umræða skýtur enn upp kollinum annað veifið. En hvers vegna er þá ekki farið út í þessa framkvæmd ef það má verða til þess að gera aflann verðmætari? Ég held að ástæða þess sé sú að hér ekki um einfalda aðgerð að ræða. Málið er nefnilega þaö að þeim störfum er við höfum skapað erlendis með fiskútflutningi okkar eru menn ekki tilbúnir að sleppa í einu vetfangi. Segja má að það gæti þýtt það sama fyrir okkur og að vemdartollar einhvers konar ellegar þá annars konar fyrirbæri yrðu sett í gang sem kæmu sér illa fyrir ís- lensk fyrirtæki er seldu vöm sína á viðkomandi sölusvæðum. En vissulega getur fullvinnsla sjáv- arafla fært fjölda starfa inn í landið, störf sem nú em unnin ytra. En það vekur aftur upp spumingar, t.d. hvernig framkvæma á þá hluti, og hvað þetti muni kosta fyrirtækin og þjóðfélagið í upphafi. Því fyrirsjáan- legt er að mörg, ef ekki öll fyrirtækin í þessari grein, þyrftu að fjárfesta í nýjum og dýrum tækjum er henta starfseminni. Jafnvel nýtt húsnæði. Og hverjir ættu svo að sjá um þessi störf? ÖÚ fiskvinnslufyrirtældn í landinu, eða aðeins sum þeirra? Kannski fáeinar verksmiðjur sem sérhæfðu sig í þessari vinnslu? Og enn er spurt: Á fullvinnslan að ná til alls aflans er berst á land eða einung- is til hiuta hans? Er ekki vaninn að allir vilja taka upp eftir öðrum ef vel tekst til? Væri það heppilegt í þessu tilfelli? Þessum og fleiri spurningum er nauðsynlegt að svara áður en lagt er í frekari útfærslu. Sannleikurinn er einfaldur: Það vantar alla heildarstefnu í málinu. Og það er einnig staðreynd að stjóm- málamenn okkar hafa ekki sýnt mál- inu nægilega mikinn áhuga. Þaö eitt er víst að héðan fer ekki fullunnið sjávarfang í neinum mæli á erlenda markaði án undangenginna stífra samninga við kaupendur. Samninga sem hugsanlega enduðu með milli- ríkjasamningumum um gagnvkæm viðskipti. Mitt mat er að hér sé á brattann að sækja en fyrirfram eigi ekkert að útiloka. „Vissulega getur fullvinnsla sjávarafurða fært fjölda starfa inn i landið," segir m.a. í bréfi Konráðs. Mat á stjórnmálaferli Ingibjargar Halldór Guðmundsson skrifar: Það hefur vakið athygli mína og fleiri hvemig vissir fjölmiðlar hefja persónu Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur til skýjanna sem borgarstjóra- efni R-listans algjörlega gagnrýni- laust, rétt eins og þeir væru ráðnir til þess arna. Er það óvanalegt að farið sé slíkum silkihönskum um persónur stjómmálamanna hér á landi. Hvað hefur borgarstjóraefnið unnið til þessarar sérmeðferðar? - Ekkert að minni hyggju. Ingibjörg verður ekki dæmd af verkunum því að þau em engin. Hún hefur verið í þeirri aðstöðu í rúman áratug að láta móðan mása í afskap- lega neikvæðum tón um allt og alla. Sumum stjómmálamönnum líður ávailt best í andstöðu þar sem þeir geta tekið stórt upp í sig og firrt sjálfa sig ábyrgð. Þar eiga þeir heima og leyfum þeim aö sitja þar sem fastast. - Þannig met ég stjómmálaferil Ingi- bjargar. Borgarstjóraefni vinstri flokkanna virðist líka njóta sérstöðu út á það eitt að vera kona. Þetta kom mér í hug þegar hún talaði niður til mót- heija síns í sjónvarpi á dögunum og ávarpaði hann „Ami rninn". Hjá öðr- um stjómmálamönnum hefði þetta verið túlkað sem hroki. Hvað hefði' fólk sagt um Áma Sigfússon hefði hann ávarpaö keppinautinn: „Sólrún mín“? Ég sé fyrir mér viðbrögð þeirra í Kvennalistanum: „Hvílík kvenfyrirlitning, hvílíkur hroka- gikkur!" Mér fmnst satt að segja tími til kominn að geislabaugurinn sé tekinn af Ingibjörgu. Hann fer henni ekki vel. Enginn alvöru varaflugvöllur á íslandi? Sigurður Gunnarsson skrifar: I Morgunblaðinu hinn 13. apríl sl. las ég grein eftir flugstjóra einn, Kristján Benediktsson, sem starfar hjá Cargolux í Lúxemborg. Hann sagði Keflavíkurflugvöll vera einn besta flugvöll í heiminum en jafn- framt minnst nýtta flugvöllinn. Þetta má áreiðanlega til sanns vegar færa og er ljóst jafnvel leikmanni sem oft hefur þurft aö fara þama frá landinu og koma aftur. Það sem mér fannst merkilegast í þessari grein flugstjórans var þó ekki þessi þekkta ábending, heldur hitt að svo lítil nýting Keflavíkurflugvall- ar stafaði ekki síst af því að hér á landi væri - að því mér skildist af greininni - enginn alvöru varaflug- völlur. Þess vegna fljúga flestar ef milli kl. 14 og 16 -eða skrifíð Nafn og símanr. veróur að fylgja bréfum ekki allar vöruflutningaflugvélar fram hjá og nota flugvelli á megin- landinu í þessu skyni, m.a. í PresMck á Skotlandi. Flugstjórinn upplýsir það sem sé að EgilsstaöaflugvöÚur, sem margir halda að hafi verið endurgerður til þess að nýta hann sem fullkominn varaflugvöll m.a. fyrir stórþotur, sé í raun enginn varaflugvöllur þegar til kemur. Lengd flugbrautanna sé þannig ekki nægileg til að nýtast hin- um stóru flugvélum. Hafa viðkomandi ráðamenn ekkert við þetta að athuga eða segja? Er ekki enn verið að láta kanna hvort hér á landi eigi að koma fríverslunar- svæði? Hvaða erindi halda menn að stórar fragtflugvélar eigi hingað með engan varaflugvöll á landinu? - Þetta er stórmál sem enn hefur litia um- ræðu fengið. Liður Kefla víkurflugvöllur fyrir skort á varaflugvelli annars staðar á landinu? 60áraogeldri getihættstörfum Rúnar skrifar: Ég er einn þeirra sem vildi geta hætt störfum fyrr en nú er lög- boðið, eða fyrr en við 70 ára ald- ursmörkin, sem eru þau mörk sem maður fær mest greitt frá lífeyrissjóði sínum - a.m.k. hin- um almennu sjóðum. Væri ekki rétt að rýma til fyrir yngra fólki með því að gera því kleift sem vilja ljúka störfum fyrr að gera það? En það yrði aö gera með þeim hætti að menn fengju fullar greiðslur úr sjóðum sínum við starfslok. Best væri aldursmark- íð viö 60 ára aldur en með mála- miðlun 65 ára. 70 ára aldursmark- ið er svíviröa fyrir þá sem eiga sitt fé inni og fá kannski aldreí neitt ef þeir bíöa svo lengi. Ætlasjómenn ennafstað? Öm skrifar: Sjómenn eru enn komnir af stað. Þeir vilja gera allt klárt fyr- ir haustiö, segja þeir, verði Aþingi ekki búið aö ganga frá lög- um um afnám kvótakaupaskyldu og fleiri atriði henni samfara. Ég er ekki viss um að nokkur önnur skipan verði ásættanlegri. Þetta ættu sjómenn almennt aö skoða betur. Það er nefnilega að koma sá tími að við verðum að taka öll lög sem snúa að sjávarútvegi, gerumst við aðilar að ESB. Þá verður gott tækifæri að koma með nýjar tillögur og þá ætti að ráögast viö sjómenn um hina nýju lagagerð. Haustkosningar Gísli Guðmundsson skrifan Mér er tjáð af góðum og gegnum alþingismanni, sem ég hef nokk- uð haft samband við, að ekki verði komist hjá því að halda haustkosningar. Ef sjálfstæðis- menn missa Reykjavík verði nú- verandi formaður að halda kosn- ingar sem allra fýrst því þá ríði á að sjálfstæðismenn nái forystu eða að minnska kosti stjórnar- setu í nýrri ríkisstjóm. Vinnist borgin hins vegar sé minni þörf á kosningum til Alþingis. Þetta er það, segir heimildarmaður minn, sem ríkisstjómin glímir viö þessa dagana, ekki sijómar- störf. Alþýðuflokkurinn á undir högg að sækja og hann verður því að flýta flokksþingi sínu verulega til að geta leikið með í næstu lotu. Áfengisauglýsingar eru ekki skaðlegar Jón Karlsson skrifar: Pinnst ykkur ekki lesendur góðir það vera skömm og niður- læging að erlend tímarit og dag- blöð sem hér eru seld skuli vera full aö auglýsingum á víni og tób- aki á meðan okkar íjölmiðlum sömu tegundar er bannað að aug- lýsa sömu vömr? Ég vil hins veg- ar ekki að við auglýsum tóbak og það á ekki að leyfa sölu hér á erlendum timaritum sem það auglýsa. En vínauglýsingar era ekki skaölegar og það ætti skil- yrðislaust að afhema bann á vin- auglýsingum hér. Gunnar Sigurjónsson hringdi: Mér hefur aÚtaf þótt Ólina Þor- varðardóttir vera hin skellegg- asta kona og frambærileg er hún í besta lagf Nú er hún enn á ferð og er að gera eöalkrötum mikla skráveifu með því aö stofna til nýs ílokks. Þetta er róttækt fram- tak hjá henni og hennar fylgis- mönnum. Þaö er spennandi að fylgjast með árangrinum. Hún ætti hins vegar lika að leggja út í kosningslaginn í borgarstjórn- arkosningunum. Ég er viss um að hún fengi mörg atkvæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.