Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Blaðsíða 32
 -Mafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 27 00 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994. Kom sjó- blautur til lögreglu - Iíkamshiti33gráöur Næturvakt lögreglunnar í Reykja- vík veitti í nótt athygli manni sem kom í port lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Þegar lögreglumaður fór út og kannaði hverra erinda mað- urinn væri í portinu þar sem óvið- komandi umferð var bönnuð kom í ljós að maðurinn var sjóblautur. Var maðurinn færður fyrir varð- stjóra sem sá að maðurinn var ber- sýnilegar orðinn mjög þrekaður. Var maðurinn íluttur á slysadeild og að sögn vakthafandi sérfræðings var líkamshiti mannsins kominn niöur í gráður. Hann var enn á Borgar- spítala í morgun. Ekki lágu fyrir upplýsingar í morg- un af hvers völdum maðurinn var sjóblautur en greinilegt var á öllu aö hann hafði gengið talsverða vega- lengd sjóblautur á lögreglustöðina. Bátur innsiglaöur: Deilur um eignarhald ívarðhaldvegna nauðgunarkæru Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: LOKI Má ekki skipta bátnum í miðju? / x* / 1 • /1 Stjúpfaðirinn nakinn í leðurólum með barninu Héraðsdómur Reykjavikur hefur Samkvæmt lögum, sem í gildi dæmt fertugan karlmann í 15 mán- eru, og dómvenju um frarakvæmd aða fangelsi fyrir nauögunartil- reglna um sönnunarbyröi þótti þó raun og jafnframt tilraun til kyn- ekki sannað að umræddur maður maka við fyrrum stjúpdóttur hans hefði brotið af sér gegn stúlkunni árið 1985 en þá var stúlkan 13 ára. á annan hátt en með framan- Dómurinn taldi jafnframt að líkur greindri nauðgunartiiraun. Álykt- væru á að maðurinn hefði áður un móður og álit sálfræðings um „gerst nærgönguir við stúlkuna. í þessi atriði þóttu engu að síður ákæru var honum gefið að sök að benda til að framburður stúlkunn- hafa misnotað stúlkuna margsinn- ar um framferði mannsins á þessu is kynferðisiega með grófum hætti tímabili ætti við rök að styöjast. á árunum 1980-1985.1 byijun þess í mars árið 1985 höfðu sterkar tímabils var stúlkan 9 ára. grunsemdir vaknað um að um- ræddur stjúpfaðir, sem þá var í urinnar og mannsins. sambúð með móður stCÖkunnai', Stúlkan kærði atburðina sjö væri að misnota hana kynferðis- árum eftir framangreint atvik. lega. Nótt eina kom móðirin sér Lögregluraimsókn leiddi til þess að fyrir inni í skáp í íbúðinni en hún manninum var gefið að sök mís- hafði þá komið heim á undan notkun á fimm ára timabili þegar manninum úr gleðskap. Stuttu síð- ríkissaksóknari höföaði máhð gegn ar hrópaöi stúlkan á hjálp móður honum. Maðurínn neitaði öllum sinnar en hún var þá inni í her- sakargiftum og taldi dómurinn of bergi sínu. Þegar móðirin kom að lítið að styðjast við annað en fram- lá maðurinn i ieðurólum ofan á burð stúikunnar um aðra atburði stúlkunni en nakinn að öðru leyti. en þann sem móðir hennar varð Náttföt stúlkunnar voru rifin. Eftir vitni að. Hann var því sýknaður þetta slitnaði upp úr sambúð móð- aföðrum sakargiftum. -Ótt Lögreglan á Selfossi innsiglaði í nótt smábát í Þorlákshöfn sem siglt var frá Grundarfirði til Þorlákshafn- ar í gær. Tilkynnt var um þjófnað á bátnum frá Grundarfirði í gærmorg- un eftir að honum var siglt þaðan og einnig lýsti Tilkynningaskyldan eftir honum í kvöldfréttatíma út- varps þar sem þeir sem sigldu honum frá Grundarfirði létu ekki vita af sér. Deila er á milh tveggja aðila, sem báðir eru þinglýstir eigendur, um eignarhald á bátnum. Annar þessara aðila leigði bátinn og var hann gerð- ur út frá Grundarfirði. Leigutakinn kærði svo þjófnað á bátnum og var hann innsiglaður í Þorlákshöfn í 'nótt þegar hann kom þar til hafnar. Að sögn lögreglu verður innsighð ekki rofið fyrr en deilur um eignar- hald á bátnum verða útkljáðar eða annaðkemuríljós. -pp Karlmaður, sem kærður hefur ver- ið fyrir nauðgun á Akureyri um helg- ina, hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald til 29. apríl. Atburðurinn á að hafa átt sér stað Jheimahúsi í bænum en maðurinn neitar að hafa nauðgað konunni þótt hann viðurkenni að hafa haft við hana samfarir. SR-skýrslan: Hörð gagnrýni - fjárlaganefhd fundar með ríkisendurskoðanda 1 dag Fjárlaganefnd Alþingis hefur kall- að ríkisendurskoðanda á sinn fund klukkan 11 í dag til að ræða skýrslu sem Ríkisendurskoðun hefur samið um sölu ríkisins á SR-mjöh. Ríkis- endurskoðandi hefur ekki viljað birta skýrsluna vegna málaferla sem eru í gangi vegna sölunnar. Samkvæmt heimildum, sem DV telur öruggar, kemur fram hörð gagnrýni í skýrslunni um ýmsa þætti sölunnar. Þar á meðal er gagnrýnt hvernig staðið var að útboðinu á hlut ríkisins í verksmiðjunum. Einnig mun vera gagnrýnt að ekki skuh hafa verið látið reyna á tilboð Har- alds í Andra sem var hærra en það tilboð sem tekið var. Þá er og gagn- rýnt að tilboðshafar skyldu ekki hafa fengið að vera viðstaddir þegar til- boðin voru opnuð. Máhð hafi aht verið í höndum VÍB sem ekki hafi veriö hlutlaus aðili í máhnu. í gær urðu umræður um þessa skýrslu á Alþingi. Þar kom fram hjá formanni fjárlaganefndar, sem á sín- um tíma óskaði eftir að skýrslan yrði samin, að í dag eða á morgun yrði tekin ákvörðun um hvort skýrslan yrðigerðopinber. -S.dór Seðlabankinn: Atkvæði féllu þannig Þeir nota góða veðrið til að mála, sjómennirnir i Reykjavíkurhöfn. Þetta eru skipverjar á Aðalbjörgu og Aðalbjörgu II. sem þarna munda rúllurnar. Þá er ástæðan ekki síður sú að nú er veiðistopp hjá körlunum enda er þorskurinn í „fæðingarorlofi" eins og þeir sögðu og kvótinn uppurinn. DV-mynd GVA Hin mjög svo umdeilda banka- stjóraskipan við Seðlabankann er enn í umræðunni hjá fólki. Það hefur hins vegar ekki komið fram hvemig bankaráðsmenn greiddu atkvæði um umsækjendur um stöðuna. Samkvæmt heimildum DV mælti Davíð Aðalsteinsson, fuhtrúi Fram- sóknarflokksins, með Steingrími Hermannssyni og Eiríki Guðnasyni. Gunnar Reynir, fuhtrúi Alþýðu- bandalagsins, mælti líka með Stein- grími og Eiríki. Davíð Scheving Thorsteinsson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, mælti með Ásmundi Stef- ánssyni og Guðmundi Magnússyni. Ólafur B. Thors, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, mælti með Guðmundi Magnússyni og Magnúsi Péturssyni. Ágúst Einarsson, fuhtrúi Alþýðu- flokksins, mælti með Guðmundi Magnússyni og Eiríki Guðnasyni. -S.dór Veðriöámorgun: Bjartviðri sunnan- lands Á morgun verður fremur hæg norðaustan- og norðanátt, smáél norðanlands en bjartviðri um sunnanvert landið. Annars stað- ar skýjað en úrkomulaust. Veðrið í dag er á bls. 28 s. 814757 HRINGRÁS ENDURVINNSLA Tökum á móti rafgeymum Móttökugjald 12 kr. pr/kg mmm i 4 4 4 4 4 4 4 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.