Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 Meiming Arkitektafélagið færir út kvíamar: Stof nar arkitektaskóla í formi sumarnámskeiða Arkitektafélag íslands hyggst hrinda af stað arkitektaskóla í sumar í formi þriggja vikna sumamám- skeiða. Verður skóhnn formlega stofnaður á hátíðarfundi í Arkitekta- félaginu á sumardaginn fyrsta. Þekktir erlendir arkitektar munu sjá um kennslu á námskeiðunum og verða þau auglýst í öllum helstu arkitektaskólum heims. Pláss verður fyrir 28 nemendur. Búist er við að um helmingur þeirra verði útlendur. „Það má segja að á þessum nám- skeiðum verði lagður grunnurinn að áframhaldandi kennslu í arkitektúr hér á landi. En allt er þetta reyndar háð vilja stjómvalda því að Arki- tektafélagið sem slíkt getur aldrei rekið skóla. Við væntiun þess að fá styrki frá ríki og sveitarfélögum. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð til þessa en eigum enn eftir að sjá pen- inga,“ sagði Sigríður Magnúsdóttir arkitekt en hún á sæti í undirbún- ingsnefnd um stofnun íslensks arki- tektaskóla. Á námskeiðunum í sumar verður teikniaðstaða í Iðnskólanum vænt- aniega nýtt en fyrirlestrar munu fara fram í Ásmundarsal, húsnæði Arki- tektafélagsins, og í sal Norræna hússins. 1 tengslum við námskeiðið verða haldnir sex fyrirlestrar þar sem hver hinna erlendu fyrirlesara mun tala. Aðgangur að þeim fyrir- lestrum verður öllum opinn. Dr. Maggi Jónsson arkitekt mun leiða námskeiðin. Þá munu Guð- mundur Jónsson, arkitekt í Noregi, og Thom Mayne, bandarískur arki- tekt sem er félagi í Morphosis, mjög þekktmn hópi arkitekta, fara yfir öll verkefnin á námskeiðinu og veita gagnrýni. í lok námskeiðanna verða verkefni nemenda sýnd. Sigríður segir að ef vel takist til verði skólanum fram haldið næsta sumar. Hins vegar segir hún mjög skiptar skoðanir um stofnun heils- vetrarskóla í arkitektúr. Arkitektar vilji halda öllum leiðum opnum í því sambandi. En takist námskeiðin mjög vel sé hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að þau haldi áfram og umfang þeirra aukist. -hlh Kvikmyndin Bíódagar tilbúin - fer á Cannes-hátíðina í maí Vinnsla á kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Bíódögum, er á loka- stigi en klippingu, hljóðsetningu, Ut- greiningu og filmuvinnu er lokið. Verður myndin sýnd á Cannes-hátíð- inni sem fram fer í Cannes dagana 12.-21. maí. Enn er þó óvíst undir hvða formerkjum myndin verður sýnd. Hjá íslensku kvikmyndasamsteyp- unni fékk DV þær upplýsingar að uppgjöri á kostnaði væri ekki lokið en útht væri fyrir aö hann yrði innan íjárhagsáætlunar sem hljóðaöi upp á 130-140 milljónir króna. Var tekið frm að myndir sem gerðust á ákveðnu tímabifi væru alltaf dýrari í gerð þvi þá þyrfti að leita mikið í skjalasöfnum og skoða heimildir frá þeim tíma. Frumsýningardagur hefur ekki verið ákveðinn en ekki er langt síðan menn töluð um mánaðamótin júlí/ágúst í þvi sambandi. Friðrik Þór Friðriksson er leik- stjóri og framleiðandi myndarinnar en Ari Kristinsson stjómar mynda- töku og ffamleiðslu myndarinnar. Rjúkandi ráð á Hofsósi öm Þórarinsson, f )V, Fljótum; Leikfélag Hot anfarið sýnt Rj sinnum í félags borg. Sýningmt en leikfélaginu að sýna verkit tengslum viö leikarar ásamt e sóss hefur und- úkandi ráð fimm heimilinu Höfða- er lokið heima hefur veriö boðið á Blönduósi í Húnavöku. Tólf inum hundi tóku þátt í uppfærslu fólks. Leikstjó Traustadóttir. ni, auk aðstoðar- ri var Sólveig Menningar- dagar í Gerð- arsafni Mennmgardag safni Kópavog dgana 19.-26. ap ar veröa í Lista- s, Gerðarsafni, rU. í kvöld verða i i'iv ITrkno- vogi en flytjend Lillý Guðþjön Harðardóttir, Þ arsson og Sigur U SKoJW ur ivupa ur eru Guöríður isdóttir, Helga órhallur Gunn- ður Grétar Guð- Þá mun strengj skóla Kópavogs dag og þriðjud verða píanótói Ingimundarsom 111 !l Frá tokum á Bíódögum í fyrra. Friðrik Þór og ungir leikarar myndarinnar fylgjast með átökum Ladda, sem leikur mann sem vinnur hjá Kananum, og Sigga Sigurjóns sem leikur kommann í götunni. DV-mynd GVA Tónlistin er eftir Hilmar Öm Hilm- arsson. Aðalhlutverk myndarinnar, hlut- verk drengsins Tómasar, leikur Örv- ar Jens Amarson en bróður hans leikur Orri Helgason. Foreldra drengjanna leika þau Sigrún Hjálm- týsdóttir, Diddú, og Rúrik Haralds- son. -hlh Matarsýki hlaut 1. verðlaun á Stuttmyndadögum Höfundarnir bestir annað áriðíröð Matarsýki, mynd Reynis Lyngdals og Amar Jónassonar, fékk fyrstu verðlaun á Stuttmyndadögum sem haldnir voruá Sóloni íslandusi í síð- ustu viku. Þeir félagar, sem báðir em 18 ára menntaskólanemar, bára einnig sigur úr býtum á Stuttmynda- dögum í fyrra, þá með myndinni Athyglissýki. „Matarsýki er leikin heimildar- mynd sem flallar um Bergþór sem er matsjúkur. Myndin er um 15 mín- útna löng. Matarsýki og Athyglissýki eiga það sameiginlegt að sýna ein- faldan eða „naífan“ húmor og um leið kaldhæðnislega ádeilu,“ sagði Reynir Lyngdal í samtali við DV. Reynir sagði myndina hafa orðið til um leið og þeir félagar réðust í gerð hennar, hugmyndimar hafi spunnist upp. Hann sagði þá nota mjög einfalt myndmál og eins ein- faldan frásagnarmáta og mögulegt væri. 40 stuttmyndir bárast á Stutt- myndadaga og sótti íjöldi manns sýn- ingu myndanna sýningarkvöldin. Reykjavíkurborg gaf 350 þúsvmd króna verðlaunafé en Reynir og Am- ar fengu 200 þúsund krónur fyrir mynd sína. I öðra sæti varð myndin „Some Girls Are Bigger than Others" eftir Gunnar B. Guðmundsson, Helga Kristinsson, Sigurð Einarsson, Sæv- ar Hiimarsson og Pétur Thomsen. í þriðja sæti varð myndin „Liquid 2: the 2nd trip“ eftir Höskuld Eyjólfs- son og Trausta Traustason. Að Stuttmyndadögiun stóðu Kvik- myndafélag íslands, Reykjavíkur- borg, Samband kvikmyndaleik- stjóra, innlend dagskrárdeild Sjón- varpsins og Kvikmyndasjóður ís- lands. En hvert er næsta verkefni Reynis og Amars? „Við erum að leggja drög að langri en ódýrri mynd en óvíst er um hvað hún mun fjalla." -hlh Vorhátíð við Mývatn: JakobínuSig- urðardóttur Sérstök minningardag- skráum Jakoh- ínu Sigurðar- dóttur rithöf- und fer fram á Vorhátíö sem haldin verður viö Mývatn dagana 29. apríi til 1. maí. Á hátíö- inni verður auk þess boðið uppá djasstónlist, dorgveiðikeppni, tónleika og málverkasýningu. Minningardagskráin um Jak- obínu hefur verið nefnd „Minn- ing um skáldkonu" og fer fram laugardaginn 30. apríl. Félagar úr ITC-Flugu í Mývatnssveit lesa úr ritverkum Jakobínu en einnig verða leikin á píanó framsamin lög eftir séra Öm Friðriksson, próíast og sóknarprest á Skútu- stöðum. Jakobína bjó og starfaði í Mý- vatnssveit í yfir 40 ár. Hún sendi frá sér fjölda skáldverka, smá- sagna og ljóða. Meöal bóka sem lesið verður úr era Kvæði, Punkt- ur á skökkum stað, Dægurvisa, Snaran, Lifandi vatnið, í sama klefa og Vegurinn upp fjalliö. Ritgerðasam* keppnivegna lýðveldis- afmælis Sögufélag, Sagnfræðistofnun Háskóla Islands og Sagnfræð- ingafélag íslands efna til ritgerða- samkeppni um sjálfvalið efni úr sögu íslands á lýðveldistimanum (1944-1994). Öllum er heimil þátt- taka. Ritgerðirnar skulu vera á islensku, studdar heimildum og vera að hámarki 60 þúsund slög að lengd eða um 20 vélritaðar síð ur. Áskilinn er réttur til að haíha ritgerðum sem fara aö nokkru marki fram úr þessari lengd. Markmið samkeppninnar er að hvetja til heimildasöfnunar, um- hugsunar um sögu og umhverfi og skrifa um tímabil sem fremur lítiö hefur verið skrifað um. . Þriggja manna dómnefnd dæm- ir ritgerðirnar og tekur einkum mið af þrennu: Sögulegu gildi þess sem lýst er, heimildameð- ferð og málfari og stíl. Veitt verða 200 þúsund króna verðlaun fyrir bestu rítgerðina og verður hún birt í tímaritum Sögufélags, Sögu eöa Nýrri Sögu. Skilafrestur er til 31. ágúst en ritgerðunum skal skila í þrem eintökum hverri til Sögufélags í Fischersundi. Stefnt er að því að úrslít verði kunngerð 30. nóv- ember. Sænskunám- skeiðíSvíþjóð Sænskunámskeiö fyrir íslend- inga verður haldið í 21. skipti í lýðháskólanum í Framnesi í Norður-Svíþjóð 1.-12. águst. Norræna félagið á íslandi, í sam- vinnu við Norræna félagið í Norr- botten í Norður-Svíþjóð stendur að námskeiðinu. Um 300 manns hafa sótt námskeiðin fram að þessu en í ár er pláss fyrir 15 ís- lendinga. Kennt verður sex stundir á dag auk þess sem fram fer kynning á lífi og starfi fólks i Norrbotten. Eftir námskeiöið gefst kostur á þriggja daga ævintýraferð um Lappland. ;: Námskeiðið kostar 78 þúsund krónur en innifalið er feröir báð ar leiðir, kennsla og dvalarkostn- aður í tvær vikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.