Dagur - 12.02.1943, Qupperneq 5
Ingimar Eydal:
Dagur 25 ára
Nokkrir þættir úr sögu blaðsins
Ingimar
Eydal.
FYRSTU ÁRIN.
í dag er blaðið Dagur tuttugu og fimm
ára gamalt.
Nákvæmlega fjórðungur úr öld er lið-
inn, síðan 1. tölublað 1. árgangs þess
kom út, 12. febrúar 1918.
Þetta var síðasta ár heimsstyrjaldar
hinnar fyrri. Fréttir af stríðinu bárust þá
ekki með sama hraða og nú út meðal
þjóðarinnar, því að útvarpið kom ekki
til sögunnar fyrr en löngu síðar eins og
kunnugt er. Almenningur varð því að
láta sér lynda frásagnir blaðanna um
gang ófriðarins og horfur hans. Flestir
íslendingar báru þá von í brjósti, að
Bandamenn sigruðu Miðveldin, enda
varð sú raunin á, þó að sigurvissan feng-
ist ekki fyrr en undir stríðslokin, seint á
árinu 1918.
í janúarmánuði 1918 gerði óvenju-
miklar frosthörkur, er stóðu yfir um
þriggja vikna tíma. Barnaskóla Akureyr-
ar var lokað þann tíma vegna kolaskorts
í bænum. Er þess getið í fréttum 1. tölu-
blaðs, að Akureyrarbær hafi verið í kola-
hraki um þær mundir, sem erfitt hafi
reynzt úr að bæta, en þó hafi tekizt að
útvega bænum 70—80 smálestir af þess-
ari vöru, sem fengizt hafi í útgerðarstöð
hér í nágrenninu. Ennfremur er frá því
skýrt í sama blaði, að kvenfélagið „Fram-
tíðin“ sé að setja á stofn eldhús í bama-
skóla bæjarins í því skyni að gefa fátækl-
ingum miðdegisverð. Ber þetta með sér,
að talsverð brögð hafi verið að bjargar-
skorti í bænum um þessar mundir.
Á undan þessum tíma höfðu íslending-
ar skipast í stjórnmálaflokka eftir afstöðu
þeirra til deilumála við Dani út af sam-
bandsmálinu og stjórnarskrármálinu.
Þegar hér var komið sögu, hafði breyting
orðið í þessum efnum. Gömlu deilumál-
in voru að falla úr sögunni, og þó að
gömlu flokkanöfnin væru enn við líði,
voru þau lítið annað en dauður bókstaf-
ur, er sáralitla þýðingu höfðu fyrir stjórn-
málalífið í landinu. Framsóknarflokkur-
inn var nýlega risinn á legg og hafði sett
sér það markmið að beina hugum manna
og áhuga að innanlandsmálum, er áður
höfðu horfið í baksýn gömlu deilumál-
anna út á við. Helzta dægurmálið, er
uppi var um þessar mundir, og öðrum
málum fremur var orðið að þungamiðju
í ræðu og riti, var verzlunarmálið. Um
það leyti, er Dagur hóf göngu sína, var
það að verulegu leyti orðinn grundvöllur
nýrrar flokkaskipunar í landinu. Að
nokkru var það styrjöldin mikla, er þessu
olli. í stríðsbyrjun hækkuðu flestallir ís-
lenzkir kaupmenn fyrirliggjandi vöru-
birgðir sínar í skjóli hækkandi vöruverðs
á erlendum markaði. Mæltist þetta mis-
jafnlega fyrir. Þegar á stríðið leið, þótti
það og koma í ljós, að kaupmenn skorti
skip og framsýni til að birgja landið af
nauðsynjavörum. Varð þetta til þess, að
þing og stjórn afréð að hefja landsverzl-
un, ekki í þeim tilgangi að keppa við
kaupmenn, heldur til þess að bjarga
þjóðinni frá neyð. Fór þessi verzlun sí-
vaxandi. Kaupmönnum þótti að með
þessu tiltæki væri milliliðagróði dreginn
úr höndum sér og heimtuðu, að þing og
stjórn hætti þessum bjargráðum.
Kaupmenn höfuðstaðarins og þeirra
fylgifiskar stefndu að Jdví leynt og ljóst
að fella landsstjórnina og fá nýjar kosn-
ingar í von um að ná yfirtökum í f jármál-
um landsins. Þannig skiptist landslýður-
inn í tvær fylkingar. Annars vegar voru
flestir kaupmenn og þeirra fylgilið í
skoðunum, sem vildi landsverzlunina
feiga og var auk þess í nöp við samvinnu-
stefnuna; hins vegar voru þeir, er töldu
landsverzlunina þjóðarnauðsyn og fjör-
egg landsins, meðan á stríðinu stæði, og
þeir sem fylgdu samvinnustefnunni.
Þessar tvær ólíku hugarstefnur, sem þá
voru uppi og hér hefir nokkuð verið að
vikið, settu síðan meira og minna mót
sitt á meðferð og framkvæmdir flestra
mála á þessum tímum, þó að þau heyrðu
ekki beint undir verzlunarmálið, svo sem
dýrtíðarráðstafanir og margt fleira.
Það atvikaðist nú svo, að flest blöðin í
landinu hneigðust til fylgis við kaup-
mannastefnuna. Þar á meðal voru bæði
Akureyrarblöðin, er þá voru gefin hér
út, Norðurland og íslendingur.
Tíminn, sem þá var fyrir nokkru stofn-
aður af Framsóknarmönnum, eða bænda-
samtökum þeim, er varð grundvöllur
undir myndun Framsóknarflokksins,
fylgdi stjórninni að málum, hélt fast
fram þörfinni á landsverzlun og var ör-
uggt stuðningsblað samvinnustefnunnar.
í frosthörkum þeim í janúarmánuði
1918, er fyrr var getið, var Jónas Jónsson,
núverandi formaður Framsóknarflokks-
ins, á ferðalagi um Austur- og Norður-
land. Var sú för hans gerð á vegum ung-
mennafélaganna, að mig minnir. í för
þessari dvaldi J. J. hér á Akureyri í
nokkra daga. Færði hann þá í tal við
mig, hvílík vandræði það væru fyrir
Framsóknar- og samvinnumenn í Norð-
lendingafjórðungi að hafa ekkert mál-
gagn fyrir sig og sín sjónarmið að bera
hvað sem á dyndi. Stakk hann upp á að
gerð væri tilraun til úrbóta í þessu efni,
jafnvel þó að í mjög smáum stíl væri.
Leitaðist hann fyrir um það, hvort ég
mundi fáanlegur til að takast á hendur
ritstjórn slíks málgagns, ef til kæmi. Tók
ég ekki illa í þetta, ef samkomulag næð-
ist um að trúa mér fyrir blaðinu meðal
væntanlegra aðstandenda þess. Var nú