Dagur - 12.02.1943, Page 19
UR GOMLVM BLOÐUM
Fyrsta blað, sem gefið var út á Akur-
eyri, var Norðri. Hóf hann göngu sina
í ársbyrjun 1853 og kom út til ársloka
1861. Fyrstu árin var Björn Jónsson frá
Grenjaðarstað ritstjóri blaðsins og að
einhverju leyti einnig Jón alþm. Jónsson
á Munkaþverá. Árið 1856 fluttist Sveinn
Skúlason cand. phil. frá Kaupmanna-
höfn til Akureyrar, keypti blaðið og var
ritstjóri þess eftir það. Sveinn var gáf-
aður maður og vel ritfær. Undir hans
stjórn var Norðri eindregið fylgjandi
niðurskurði í fjárkláðamálinu og hóf
svæsnar árásir á lækningastefnu Jóns Sig-
urðssonar.
Fyrsti árgangur Norðra endaði á þess-
ari vísu eftir einhvern J. J.:
Þú hefir, Norðri, eitt um ár
gengið á milli góðbúanna,
glatt þig við fundi ýmsra manna
og vinsæld þegið vonum skár;
þegar þú byrjar öðrum á
umferðar hringnum, litli piltur!
Komdu þér vel og vertu þá
vingjarn, sannorður, djarjur, stilltur.
Norðri kom út hálfsmánaðarlega.
Heldur var hann smávaxinn, dálítið
minni en Dagur, er hann hóf göngu sína
65 árum síðar. Hann var prentaður af
Helga Helgasyni í hinni nýstofnuðu Ak-
ureyrarf)rentsmiðju, og kostaði 60 skild-
inga á ári.
Heldur var Norðri hógvær og lítillát-
ur, er hann ávarpaði lesendur í janúar
1853. Eftir að hafa rætt nokkuð um þýð-
ingu blaðs fyrir Norður- og Austurland,
prentsmiðjuna og fjárhagsörðugleika
hennar, komast ritstjórarnir svo að orði:
„En umfram allt annað, hljótum vér
að biðja yður að firtast ekki, nje fælast
frá blaðinu, þó vjer, að endingu, kom-
umst ekki hjá að segja yður, hvað bæði
þjer og vjer sjálfir hefðum sízt vænt, sem
er það: að eptir margvíslega viðleitni og
tilraunir, að fá einhvern af hinum
menntuðu mönnum í nefndinni til að
takast á hendur ritstjórn blaðsins, þá
hefir enginn viljað verða til þess, þegar
að kom, og því hefur byrjun þess dregizt
svo lengi. Hinsvegar liafa þeir skorað á
oss, tvo ómenntaða menn, að áræða byrj-
un þess; og getið þjer ímindað yður,
bæði hvað lítið traust vjer höfum á sjálf-
um oss til að rita og velja það, sem verði
að alþýðu skapi, þó vjer höfum hrein-
skilinn vilja á því, — og líka hvað vjer
óttumst, að það verði til tálmunar á út-
sölu blaðsins."
í fyrsta tbl. var, auk inngangsorða,
grein um jarðyrkjutilraunir þeirra Þor-
steins Danielssonar á Skipalóni og
Bjarna bónda i Fornhaga, og mikið af
fréttum, bæði innlendum og erlendum.
I innlendum fréttum er þessi saga
sögð:
„Stúlka innan fermingar og til lieim-
ilis á Krossnesi í Skagafirði, hafði í
grannleysi tekið extraktskút, sem stóð á
hillu inn í baðstofu, og verið að reyna
hvert hann ekki gæfi um tappann, við
hvað tappinn að óvörum sogaðist ofan í
hana, svo að hún gat hvorki rennt hon-
um niður nje hann náðst með verkfær-
um; loksins komst hann þó ofan í hana;
olli þetta lienni megnum þjáningum svo
að hún sýktist og dó, að þrem vikum
liðnum. Að vísu hafði hún áður verið
nokkuð óhraust, en getgátur, að það
ásamt hinu hefði flýtt fyrir dauða lienn-
ar... .“
I 4. tbl. Norðra, sem út kom í febrúar
1853, er lýsing á Akui'eyri. Þar segir svo:
„Þar eru nú heimilisfastir 230 manna;
þar af 40 heimilisráðendur; þeiri'a á
meðal fjórðungslæknirinn, apótekarinn,
3 kaupmannafulltiúar, 1 borgari, 1 borg-
arinna, 1 veitingakona, sem selur kaffi
m. fl. og nokkrir sem þjóna að vei'zlun,
1 prentari, 1 bókbindari, 4 gull- og silf-
ursmiðii', 4 trje- og húsasmiðir, 1 söðla-
smiður, 1 múrari, 1 skóari og enn nokkr-
ir, sem með öðru leggja stund á járn-
og trésmíði, og hérumbil 60 börn ó-
fermd. í bænum eru 33 timburhús og
nokkur af timbri með torfþaki, auk
annaria með veggi og þak af torfi, 1
prentsmiðja en kirkja engin, barnaskóli
enginn, spítali enginn, gestgjafahús
ekkert. Næstliðið sumar öfluðu bæjai-
menn 686 tunnur 4 skeppur af jarðepl-
um og hérumbil 1800 hesta af heyi. Þar
eru 40 kýr, fátt eitt af sauðf je og hrossum.
Þar eru 32 för, rnest tveggjamanna og fá
ein stærri. Helztu atvinnuvegir bæjar-
manna eru: verzlun, heyskapur, jaið-
eplarækt, selveiði, fiskafli og síldveiði."
Síðan er alllöng staðarlýsing á Akur-
eyri, Oddeyri og umhverfi. Lýkur henni
með þessum orðum:
„Kauptúnið liggur 65 mælistigum og
40 mínútum fyrir norðan miðjarðalínu,
30 mælistigum og 44 mínútum fyi'ir vest-
an Kaupmannahöfn."
í 9. blaði Norðra, í maí 1853, er þessi
frétt:
„Kúffskipið Gœsin 48 lesta stór, eign
stóikaupmanna Örum og Wulffs í Kaup-
mannahöfn varpaði liér á Akureyrar
höfn akkerum sínum um morguninn
6. þ. m„ og voru þá liðnir 14 dagar frá
því er hún lagt hafði af stað að heiman
og hingað, og hartnær 7 mánuðir frá því
kaupför höfðu seinast farið hjeðan í
haust sem leið; svo það má nærri geta,
hvert menn ekki munu liafa oiðið fegnir
skipkomu þessari, og því heldur, sem
venju framar farið var að sneyðast um
flestar nauðsynjavörnr, ekki að tala um
vínföng, sikur og kaffi, auk hins, að lítið
og ógreinilegt frjetzt hafði frá útlöndum,
síðan í vetur að póstskipið kom í janúar-
m. fi'á Liverpól til Reykjavíkur."
í þessu sama blaði ræðir Norðri um
tíðarfar, sem verið hafði heldur ómilt
þetta vor og nauðsynjaskortinn sem um-
getur í fréttinni hér að ofan. Segir svo:
„Framan af mánuði þessum gengu
hjer nyrðra, og hvað til fijettist hörkur
og hríðar, og voru þá flestir komnir að
þroturn með lieyföng síxr, og ekki annað
sýnna, en skepnur mundu lrorfalla
hrönnum saman. Fannfergjan var enn
víða dæmafá og mai'gir höfðu rekið sauð-
fje sitt og hross þangað, er jörð var helzt
upp konrin. Allri venju framar var og
bjargarskortur meðal fólks, og einkum
smjörekla, svo að fáir muna slíka, og
muir því ekki aðeins valda gagnsmuna-
brestur af kúm næstl. vetur, heldur og
það ekki miirna hvað eyðist af rjóma til
kaffidrykkjunnar"!
Eftir að blaðið Norðri var úr sögunni,
byrjaði blaðið Norðanfari að koma út á
Akureyri árið 1862.
Ritstjóri lians var Björn Jónsson, sem
áður getur. Björn, sem er elzti blaða-
maður á Akureyri, var fæddur 1802 og
dó 1882. Hafði hann lengi verið bóndi í
sveit, áður en hanxr hóf blaðamennsku
sína. Norðanfari konr út til ársloka 1885,
og var Björir alltaf ritstjóri hans þann
tíma, þó að konriiur væri á íríræðisaldur
og skrifaði lítið í blaðið sjálfur. Blaðið
var stefirulaust í lairdsmálum, þótt í því
birtust margar stjórxrmálagreinar eftir
ýmsa höfunda, en það flutti mikið af
fréttum. Var blaðið hálfsmánaðar- eða
vikublað, eftir atvikum. Það var allnrik-
ið stærra en Norðri ganrli.
í Norðanfara hélt Björn Jónsson á-
fram pistlum sínum um Akureyri, þeim
er lrairn hóf í Norðra.
í nraí 1862 segir liann svo um bæinn: