Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 3

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 3
JÓLABLAÐDAGS [f,:^ 3 KHKHKHKHKHKBKHKHKBKHKHKHKHKí; í heimi’ er dimmt og hljótt, hjarðmenn sjá um nótt ljós í lofti glæðast, það ljós Guðs dýrðar er, hjörtu þeirra hræðast, en Herrans engill tér: Óttist ckki þér. Með fegins fregn eg kem: fæðzt í Betlehem blessað bam það hefur, sem birtir Guð á jörð, frið og frelsi gefur og fallna reisir hjörð. Þökk sé Guði gjörð. Já, þakka, sál mín, þú, þakka’ og lofsyng nú fæddum friðargjafa, því frelsari’ er hann þinn, seg þú: hann skal hafa æ hjá mér bústað sinn, vinur velkominn. Ó, Guðs hinn sanni son, sigur, líf og von rís með þér og rætist, þú réttlætisins sól, allt mitt angur bætist, þú ert mitt ljós og skjól. Eg held glaður jól. Á hæstri hátíð nú hjartafólgin trú honum fagni’ og hneigi, af himni’ er kominn er, sál og tunga segi með sælum englaher: Dýrð sé, Drottinn, þér! BJÖRN HALLDÓRSSON. ? | Perlurnar glitra enn í dag $ 4 •I ± I 4 1 4 i i I I i 1 i i © ■t I I i l I l i i i I i I 4 I i I 4 I 4 I 4 | 4 4 I Trúarskáldið mikla, séra Matthías Joéhumsson, orti miirg fögur kvæði á jólum. í ljóðasafni hans má finna rnargar pcrlur sem glitra enn í dag, eins og þegar þær vorii ortar fyrir áratugum síðan. Sum jölakvæði séra Matthíasar snerta sérstaka strengi í hjörtum okkar í dag, því að hann túlkar snilldarlega viðhorf níilljóna friðelskandi manna um heim allan á þessari viðsjálu tíð. Árið 1907 orti þjóðskáldið þetta kvæði hér á Akureyri: Kvöldsöngur á jólum Griiði dýrð og foldu frið flutti Droltins englalið: frið og blessun fyrir dag fyrir nótt og sólarlag, frið á milli morgna og kvelds, milli krafta lifs og hels. Syng oss enn þá sigurspá, sveitin Drotlins, hœðurri frá! Syng oss hátt, að hver ein sál heyri lifsins friðarmál. Hcerra, liœrra, helgu Ijóð, heyrnarsljó er Adams þjóð. Enn þá skortir ást og grið, enn þá ró og sálarfrið, enn sem fyrri, himinn hár! hrópar til þin synd og fár, áinauð, kúgun, ógn og blóð: Ómið hœrra, 7ions Ijóð! peir, sem ala vopnavöld, valda fornri sverðaöld. Þeir, sem firnum safna seirns, sulti pina þjóðir heims. Þeir, sem „herra“ hrópa mest, heilög boð Guðs rcekja verst. Kristur, sem í Betl’hemsborg barn er fœtt að grceða sorg, fceðst’ i. oss og þroskast þar, þú ert leiðin frelsunar. Aldrei fæst vort friðarhnoss, fyrr en þú ert, Guð, — í — oss.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.