Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 9

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐDAGS 9 AldamótðhátíS Suður-Þingeyinga að Ljósavafni 21. júní 1901 Eftir EIHAR ÁRNASON Á SÝSLUFUNDI Suðúr-Þingeyinga, sem haldinn var í Húsavík í marz 1901, ókvað sýslunefndin, að efnt skyldi til héraðshátíðar í tilefni aldamótanna, sem þá höfðu orðið um næstliðin ára- mót. Þar skyldi gamla öldin kvödd og þeirri nýju heilsað. Stóðu sýslunefnd- armenn einhuga um þetta mál. Sýslumaður S.-Þingeyinga var þá Steingrímur Jónsson, síðar bæjarfógeti ó Akureyri. Ákvað fundurinn, að verja nokkurri fjárhæð sýslusjóði til und- irbúnings hátíðarinnar. Að því sinni var ekki fleira gert í máli þessu, en hafa skyldu sýslunefnd- armenn samband sín á milli, þegar til vordaganna kæmi, og hrinda þyrfti málinu til framkvæmda. Þó hafði eitt- hvað til orða komið, hvar hátíðinni skyldi ætlaður staður. Töldu sumir fundarmanna varla hugsanlegt, að hún yrði höfð heima við nokkurn bæ, vegna ágangs og örtraðar, sem af því hlyti að leiða í gróindum vorsins, en um mið- punkt sýslunnar yrði hún að vera, og þá helzt á fögrum stað. Þá var þeim Jjóst, að kostnaðarmeira yrði að hafa hana á óbyggðum stað, því að óhjá- kvæmilegt yrði þá að reisa tjaldbúðir miklar, bæði til kaffihitunar og veit- inga, sem sjálfsagðar voru taldar, líka til að skýla fólki, ef út af bæri rrieð veð- ur, en við miklu fjölmenni mátti búast. Leið svo fram á fyrri hluta júnímán- aðar. Vorað hafði vel, jörð snemma gróin og vorönnum að mestu lokið. Var þá farið að hugsa fyrir hátíðarstaðnum og ákveða hótíðardaginn. Sýslunefndarmaður í Ljósavatns- hreppi var þá Sigurður Jónsson í Yzta- felli. Var hann einn ókveðnasti tals- maður þess, að hátíðin yrði höfð heima við bæ, og reyndar aðalmaður að hrinda undirbúningnum í framkvæmd, stakk upp ó Ljósavatni, sem hátíðar- stað. Ljósavatn hafði um áraraðir verið aðal samkomustaður S.-Þingeyinga til stærri fundahalda, og miðpunktur sýsl- unnar, þar átti líka sýslan allrúmgott fundahús, auk þess voru húsakynni Björns Jóhannssonav bónda þar björt og rúmmikil. Sigurður í Yztafel^li lét ekki sitja við uppástunguna eina, heldur fór hann þegar á fund Björns Jóhannssonar og konu hans Kristínar Benediktsdóttur, og fór þess á leit, að þau léðu staðinn til afnota fyrir hátíð- arhaldið, gegn endurgjaldi. Urðu þau Ljósavatnshjón fljótt og vel við þeirri málaleitun Sigurðar, og ákváðu að lána tiltekinn hluta af túnfhu, er afgirtur yrði sem hátíðarsvæði, einnig húsa- kynni sín til afnota fyrir fólk, til kaffi- hitunar og veitinga eftir þörfum. Eitt af skemmtiatriðum hátíðarinnar voru kappreiðar. Lánaði Björn langan, sléttan lækjarbakka á túninu til skeið- vallar. Var þar með hátiðarstaðurinn fenginn. Áttu þau Ljósavatnshjón óskiptar þakkir skilið fyrir þau mála- lok, því að fyrir utan forna frægð stað- arins, var hann mörgum kunnur og kær, og fór því vel á því, að einmitt þessi héraðshátíð Þingeyinga færi þar fram á sem virðulegastan hátt. Nokkru fyrir sumarmál, þennan vet- ur, skrifaði Benedikt Jónssyni á Auðn- um Sigurgeiri Jónssyni á Stóruvöllum bréf, þar sem hann biður Sigurgeir að sjá um sönginn á hátíðinni fyrirhuguðu. Var Sigurgeir líka að allra dómi fær- astur manna í sýslunni til þess. Varð hann vel við þeirri bón. Skrifaði hann þegar í þrjór sveitir sýslunnar: Reykja- dal, Kinn og Fnjóskadal, þar sem hann vissi söngkrafta til, og óskaði eftir að æfður yrðu blandaðir kórar. Sjálfur æfði hann blandaðan kór í Bárðardal. Koma skyldu svo kórarnir saman til samæfinga svo oft, sem við yrði komið. Var svo þetta gert eins og hann lagði fyrir. Var söngflokkurinn allur milli 40 og 50 manns. Báru þeir allir merki hátíðardaginn. Þá var ekki orðin tízka, að söngflokkar bæru hvítar húfur. — Óhætt má fullyrða, að Sigurgeir á enn í dag stóran heiður og þökk fyrir, hvað honum tókst að samræma jafn ósam- stillta krafta, og vekja jafn almenna að- Hið jorna höjuðból Ljósavaln. Háti&arsvadið var ni&ur úndan bcenum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.