Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 29

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ DAGS 29 Deginum er svo skipt milli svefns og vöku, að til næturhvíldar eru ætlaðar 9 kl^tj, íá hv^rjum sólarhr., en 15 klst. til dagíegrar iðju, þar af 3 til borðhalds en 12 til náms og vinnu. Iðjustundum dagsins frá fótaferð til háttatíma er varið þannig: Kl. 7—8 til undirbúnings. Kl. 8—9 til morgunverðar. Kl. 9—11 til bóklegrar fræðslu. Kl. 11—2 til kennslu í hannyrðum. Kl. 2—3 til miðdegisverðar. Kl. 3—7 til tilsagnar í hannyrðum. Kl. 7.—8 til munnlegrar yfirheyrslu eða undirbúnings. Kl. 8—9 til kvöldverðar. Ki. 9—10 til bóklesturs eða annarrar gagnlegrar iðju. 2. grein. Kennslulag. Kennslugreinir skólans eru þessar, og kennslutíma í hverri grein hagað á þessa leið: I. Munnlegar námsgreinar. 1. Skrift er kennd, svo að stúlkur læri að rita samanhangandi mál skýrt og greinilega, og jafnframt að haga svo skriftinni, að vel fari. Kennslunni er svo til hagað, að námsmeyjar eru látn- ar laga hönd sína eftir forskrift eða fyr- irmynd. 2. Reikningur: Samlagning, frádrátt- ur, margföldun og deiling, bæði eins konar og margs konar talna, og enn- fremur, ef tími er til, einföld þríliða. Reikningur er kenndur á þann hátt, að stúlkurnar eru látnar læra almennar reglur eftir prentaðri bók og reikna svo dæmi ýmist í huganum eða á spjaldi. 3. Réttritun skal kennd svo, að stúlk- unum lærist að Varast málleysur og rangar beygingar orða. — Svo er þeim og sagt til um auðvelda stafsetning. Tilsögninni er svo fyrir komið, að fyrst eru þær látnar rita sam- anhangandi mál, annað hvort eftir því, sem þeim er lesið fyrir, eða þær sjálfar þýða úr dönsku, og síðan er ritháttur þeirra leiðréttur og þannig sé þeim um leið beint á það, sem rangt er ritað. 4. Danska er kennd svo ,að stúlkum geti skilizt einfalt mál. Um leið og þeim er hjálpað til að komast fram úr því, sem þeim er fyrir sett að nema, er þeim kennt að nota orðabók. 5. Landafræði og saga. Ýfirlit yfir landaskipun og ágrip af merkustu þátt- um mannkynssögunnar. í þessum námsgreinum eru tvær kennslustundir að morgni dags,' og er svo til ætlazt, að annan daginn sé kennt skrift og reikningur, en hinn daginn réttritun og danska. Til yfirheyrslu í landafræði og sögu og til undirbúnings undir kennsluna í hinum munnlegu námsgreinum er ætlaður tíminn eftir 7 að kveldi dags. Kennslubækur eru valdar af forstöðunefnd skólans. II. Verklegar námsgreinar. 1. Fatasaumur. Að sauma almennan íverufatnað karla og kvenna, einnig sníða hann og laga svo að vel fari. 2. Útsaumur. Að skattera og baldýra, krossauma, bródera og hekla, og eink- um það, er til heyrir að sauma íslenzk- an faldbúning. 3. Tóvinna. Að vefa og próna. 4. Matreiðsla. Að búa til mat, breytt- an og óbreyttan; og vanda með hrein- læti alla meðferð hans, tilbúning, fram- reiðslu og geymslu. Ef atvik leyfa verð- ur einnig sagt til um mjólkurmeðferð, smjörgerð og ostatilbúning. Tilsögn í matartilbúningi er veitt á þann hátt, að stúlkurnar eru til skiptis látnar taka þátt í matreiðslu eftir fyrirsögn kennslukonu og samkomulagi við skólahaldara. 5. Þvottur. Að þvo fatnað, slétta föt og sterkja lín, einnig þvo gólf og þrífa til í húsum. Vinnustörfum þessum eru ætlaðar 7 stundir á dag, og er þeim svo hagað, að til fatasaums sé varið fyrri hluta dags- ins, en síðari hlutanum til hinna óvandari verka. Að því leyti sem stúlk- unum er ei ætlað að vera allan skóla- tímann; eða þær eru undanþegnar að Námsmeyjar á Laugalandi veturinn 1879—80. Sitjniuli frá vinstri: 1. Guðrítn Blöndal frá Hofi, Skágntrönd. 2. Iijörg Einnrsdóttir frá Mœlifelli. 3. Sigriður Gisladóttir frá Ytri-Jiœgisá. 4. I.árn Havstein, Syðra-Lauga- landi. 5. Sigurlaug Arnadóttir frá Höfnum. Standandi: 1. Guótiý Sigfúsdóltir, Fagra- dal, Iiólsfjöllum. 2. Kristin Kristjánsdótlir, Mjóadal, S.-Þing. 3. Guöný Friðbjarnar- dóttir, Akureyri. 4. Herborg Eyjólfsdóttir, Egilsstöðum, Skriðdal. 5. Sigriður Daviðs- dóttir, Heiði, Langnnesi. 'ó. Kristin Jónsdóttir, Ásger.ðarstöðum, Hörgárdal. 7. Arn- jnúður Guðmundsdóttir, Hallgilsstöðum, Laiiganesi. S. Konkordia Zophoniasdóttir, Laufási. 9. Halldóra Vigfúsdöttir, Ketilsst., Völlum. 10. Solveig Pélursdóttir, Reykjahlið. 11. Jakobina Bjarnadóttir, Vöglum, Fnjóskad. 12. Kristin Marteinsdóttir, Grimsstöðum, Mýv. 13. Jakobina Gunnarsdótlir, Garði, Mýv. 14. Elinóra Jónsdóttir, Hvassafelli (systir K. N. skálds). 15. Eleruí Þorsteinsdóttir, Grýtubakiia.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.