Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 13

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐDAGS 13 vestur yfir. Þegar aðstaða er slík og farið er í löngum röðum, er alltaf hætt við að síðustu hestarnir slái undan, sé þeim ekki haldið vel í strauminn. Og svo fór það í þetta sinn. Hestur Howells lenti í sandbleytu og hraktist fram af brotinu. Howell losnaði fljótt við hest- inn, en hesturinn skilaði sér til lands. Ferðafólkið fór út með Héraðsvötnum að vestan, austur yfir aftur á Akra- ferju og síðar norður á Akureyri, nema Sigurjón Sumarliðason. Hann var sendur suður til Reykjavíkur í einhverjum erindum vegna þessa at- burðar. Þennan sama dag var sendur hrað- boði til sýslumannsins í Skagafjarðar- sýslu með ósk um réttarrannsókn út af slysi þessu. Næsta dag var réttar- hald að Miklabæ. Réttarvitni voru þeir: Séra Björn Jónsson prófastur á Miklabæ og Sigurður læknir Pálsson. Sigurður læknir var á ferð í lækniser- indum og var beðinn að túlka. Hann kunni vel ensku og hafði ferðast með Englendingum hér á landi áður en hann varð læknir. í dómsmálabók Sþagafjarðarsýslu er skráð eftirfarandi um rannsókn þessa máls: „Ár 1901, fimmtudaginn hinn 4. dag júlímánaðar, var lögregluréttur Skaga- fjarðarsýslu settur á Miklabæ og hald- inn af sýslumanni Eggert Briem með undirrituðum vottum. Var þá tekið fyrir að taka skýrslu um drukknun Mr. Howells frá Eng- landi. Lögreglustjórinn getur þess, að í gærkvöldi hafi hann fengið bréf frá hbkkrum Englendingum, sem voru á ferð um ísland undir leiðsögu Mr. Hówells, þess efnis, að hann hefði far- 1 izt í Héraðsvötnum í gær og óskuðu að próf væri haldið hér að lútandi. Þá mætti fyrir réttinum Mr. J. William Gifford frá Card, England, fabricant, 45 ára gamall, og var alvar- lega áminntur um sannsögli. Hann gef- ur svolátandi skýrslu, að í gæi'morgun um kl. 11, að því er hann bezt man, fór ferðafélag það, er hann heyrir til, frá Silfrastöðum. Ferðafélag þetta sam- anstóð af vitninu og konu hans og Mr. Kingston og konu hans og af Mr. Fr. W. W. Howell, sem var aðal fylgdar- maður þeirra og var fyrir hönd ferða- mannafélagsins, Messrs. Lean and Pearown í London. Mr. Howell sagði þeim, að þeir yrðu að fara yfir Héraðs- vötn fyrir kl. 12 um daginn, vegna þess að þau muni fara vaxandi eftir þann tíma. Þegar þeir komu að vötnunum, urðu þau að bíða nokkurn tíma, því að Mr. Howell kom ekki saman við fylgar- menn sína um það, hvort öruggt væri að ríða vötnin. Þeir fylgdarmennirnir, Sigurðui- Sumarliðason og Sigurjón Sumarliðason, vildu ekkert eiga við vötnin, heldur fara út á dragferjuna. Vitnið skýrir frá að Mr. Howell hafi sagt við sig, að ef hann fengi ekki fylgdarmennina til að ríða vötnin, þá mundi hann sjálfur samt sem áður reyna að ríða yfir þau. Þó fór svo, að þeir lögðu út í ána; þeir fóru þannig yf- ir ána, að fyrstur fór íslendingur er fenginn vár til að hjálpa yfir vötnin og teymdi undir Mrs. Gifford, þar næst kom Sigurður Sumarliðason og teymdi hest Mrs. Kingston, í þriðja lagi Mr. Gifford sjálfur, þar næst Mr. Kingston, þá og hinn fimmti í röðinni, Mr. Howell. Síðastir fóru 3 menn, Sigurjón bróðir Sigurðar og 2 aðrir, með áburðarhest- ana. Sá 1. og 2. flokkurinn komust yfir klakklaust með konurnar, en fengu nokkuð djúpt í 3. kvíslinni. No. 3 (Mr. • Gifford) lenti í sandbleytu, cn hann hélt sér við hestinn og komst úr sand- bleytunni. No. 4 (Mr. Kingston) sneri, eftir bendingu fylgdarmannanna, hcsti sínum betur upp í strauminn og komst yfir klakklaust. Hinn 5. (Mr. Howell) sneri ekki hesti sínum í strauminn eða hélt til vinstri handar, heldur fór beint á eftir Mr. Gifford. Hann (vitnið) heyrði hest Howells busla fyrir aftan sig, en þar eð hann vár sjálfur í vanda staddur gat hann ekki athugað hvað var í veginum og vissi ekki hvað um var að vera fyrr en hann sá Howell fljóta niður eftir strengnum. Hann lá á bakinu og anditið var sjáanlegt, en vitnið álítur að Howell hafi ekki verið á sundi, en hann hafi borizt með mikl- um hraða niður strenginn; hann hafi 2. var sokkið, en komið upp aftur. Innan hálfrar mínútu var hann horfinn fyrir eyri í vötnupum. Þegar hann (vitnið) og Sigurður Sumarliðason voru komnir yfir þá síðustu kvísl af vötn- unum, er þeir áttu eftir, þegar þetta kom fyrir, þá riðu þeir eins hart og þeir gátu niður með vötnunum til þess að reynar að koma auga á Mr. Howell aftur. Þeir riðu niður með vötnunum, þar til þau féllu aftur til austurs, en jafnframt sendu þeir annan af fylgdar- mönnum til baka til að rannsaka betur það svæði er þeir höfðu fyrst riðið yfir. Vitnið tekur það fram, að þeir hafi í 2 tíma verið að leita að líkinu og riðið fram og aftur með vötnunum, með þeim bezta kíki er hægt var að fá, en allt reyndist árangurslaust, líkið sáu þeir hvergi. Jafnframt var sendur hrað- boði til sýslumannsins, sem er búsett- ur á Sauðárkróki og ennfremur var leitinni haldið áfram eftir ráðstöfun Sigurðar Sumarliðasonar. Upplesið, staðfest. Þá mætti fyrir réttinum Mrs. Gifford og var áminnt um sannsögli: Fram- burður hennar kemur alveg heim við framburð Mr. Giffords, að öðru leyti en því, að hún sá ekki eins vel, hvernig slysið vildi’til. Þá mætti fyrir réttinum Mr. Kingston. Hann lýsir því yfir, að skýrsla Mr. Giffords sá nákvæmlega rétt og sannleikanum samkvæm og bætir því við, að Mr. Howell hafi boð- ið Mrs. Kingston að hafa hestaskipti við hana, hún gæti riðið í hnakk hans karlvega, en hann skyldi ríða á hesti hennar í söðli, því að sér væri sama, hvernig hann riði yfir þessa á. Þá mætti fyrir réttinum Mrs. King- ston. Hún skýrir frá að skýrsla Mr. Giffords sá nákvæmlega" rétt og sann- leikanum samkvæm; hún tekur fram að hún hafi ekki séð Mr. Howell losna við hestinn, en hún hafi séð hann fljóta niður strenginn. Þá mættu fyrir réttinum þeir bræð- ur, Sigurður og Sigurjón Sumarliða- synir. Þeir lýsa því yfir að skýrsla Mr. Giffords sé alveg rétt og sönn, og gcti þeir staðfest hana með eiði ef krafist verður. Sigurður kveðst ekki hafa séð þegar Mr. Howell losnaði við hestinn, en Sigurjón sá þetta með eigin augum að hann losnaði við hestinn þegar hann var að brjótast um í sandbleytunni. Upplesið staðfest. Rétti slitið. Eggert Briem. Vottar: Björn Jónsson, Sig. Pálsson.“ Eins og að framan er um getið, var gerð leit að líki Howells eftir ráðstöfun Sigurðar Sumarliðasonar. Heitið var háum verðlaunum ef Hkið fyndist inn- an sólarhrings, en minni ef síðar yrði. Meðal annarra tóku þeir Ytra-Vall- holtsbræður þátt í leitinni og er þess sérstaklega getið um Eirík, að hann hafi gengið rösklega fram. Á öðrum eða þriðja sólarhring fundu þeir Árni Eiríksson bóndi á Reykjum og Daníel i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.