Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 25

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 25
25 f JÓLABLAÐDAGS Jólahátíðin þeírra var bergmál af árum, sem voru liðin Jólasaga eftir HANNEN SWAFFER ÞEGAR dyrábjallan hringdi, lil.jóp Lizzie Perkins sjálf til dyr- anna, til að ljúka upp. Það liafði hún gert á hverju aðfangadags- kvöldi síðustu 10 árin. — Gleðileg jól, kæri vinur, sagði hún við gamla, samanhnipr- aoa manninn, senr stóð á tröppun. Þegar hann var kominn inn fyrir, kyssti hún hann á vangann og leiddi hann síðan upp stigann. Gamli maðurinn lá þungt á handlegg hennar. — Kraftarnir eru lieldur smá- vaxnir nú orðið, sagði hann og hinkraði við til þess að kasta mæð- inni. — Nei, maður er ekkert ung- lamb lengur. Það snertir viðkvæman streng í brjóstinu að lreyra gamalt fólk sneiða hjá því að nota orðið „gam- all“ og velja heldur einhverja krókaleið. — Jæja, mín kæra signorína, þá eru aftur komin jól, liélt hann áfram. Auðvitað hét hún Li/.zie Perkins, en hann kallaði lrana ævinlega sign- orínu. Lizzie Perkins tók sig ekki út ;í bljómleikaauglýsingum — hún hafði því valið sér listamannsheiti — signorína I.arola Carietti — og það nal'n þekktu söngvinir, frá Stokkhólmi til Buenos Aires og frá London til Sidncy. Hún var nær því alveg hvíthærð orðin, og þrátt íyrir allar þær hundakúnstir, sem hafðar voru í frannni á fegrunar- og snyrtistof- um, varð því ekki lcynt, að hún var á svipuðum aldri og sámanhnipraði öldungurinn, sem hún var að styðja upp stigann. Þau höfðu eytt æskuárunum sam- an. Og þegar frá er skilin sundur- þykkjan, sem varð með þeim fyrir 20 árum, höfðu þau líka eytt elliár- unum saman. Hún var hin mikla söngkona, hann hinn snjalli söng- kennari og þau höfðu ferðast saman heimsálfanna í milli. Þetta var allt saman hægt að lesa í „Minninga- bókinni“ hennar. Raunar var bók- in ekki hennar nerna að nokkru leyti. Ungur blaðamaður hafði rit- að hana eftir frásögn hennar og öðr- um heimildum og gert úr þessu fallega og skemmtilega bók, sem lesin liafði verið af þúsundum manna. Eintakið hennar sjálfrar var farið að láta á sjá. Svo oft var hún búin að fletta því, og í hvert sinn, sem hún fletti þar blaðsfðu, þyrptust minningarnar að henni. Já, þau höfðu lifað ævintýri saman! Einu s'inni voru það ræningjar í Suður- Ameríku, í annað sinn grenjandi stórhríð hátt uppi í Klettafjöllum. Þau höfðu lent í skipsstrandi á Kyrrahafsey og þau höfðu séð nautaat í Madrid. En bókin sagði ckki allt, sem unr hana var að segja. Þar var ekkert um ósamkomulagið í inilli hennar og söngkennarans og þjálfarans, sem fylgdi henni eins og skugginn, ekkert um duttlunga hennar og reiðiköst. En bókin sagði satt og rétt frá því, er hann hafði uppgötvað, að hin unga kórsöngkona hafði rödd, — já rödd, sem átti ótrúlcga mögu- leika. Þar stóð allt um margra ára vináttu þeirra, en ekki orð um það, sem skeði mörg hundruð sinnum á þeim tíma, er hann bað hana á hnjánum að gera sig hamingjusam- asta mann veraldarinnar og giftast sér. Bókinni lauk á lýsingu á kveðjuhl jómleikum hennar, en ekkert orð var þar um að vináttu- böndin liefðu slitnað vegna þess að hann hélt því frarn að rödd hennar héldi fegurð sinni og fyllingu óbreyttri og það væri því ástæðu- laust að kveðja. Og þar var heldur ekki orð að finna um það, er hann kom til hennar aftur, eftir mörg ár,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.