Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 10

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐ DAGS dáun og hrifningu og söngurinn gerði. Og vissulega átti söngurinn einn stærsta þáttinn í því, að gera þennan dag ógleymanlegan, þeim er á hlýddu. Séra Bjarni Þorsteinsson tónskáld í Siglufirði sótti hátíðina, einnig séra Geir Sæmundsson og Magnús Einars- son, báðir af Akureyri. Hafði séra Bjarni látið svo ummælt, að fyrst og fremst hefði það hvatt sig til fararinn- ar, að heyra Þingeyinga syngja. Luku allir þessir tónfróðu menn lofsorði á sönginn og stjórn Sigurgeirs. Þegar nú hátíðarstaðurinn var feng- inn, og dagurinn ákveðinn, þótti tími til kominn, að hefjast handa með und- irbúning hátíðarinnar. Fjögur heimili: Ljósavatn, Halldórsstaðir, Finnsst. og Yztafell, bundust samtökum að sjá um veitingar. Gerð var ferð til Akureyrar eftir efni til þeirra, keypt voru á annað hundrað bollapör, svo og diskar, einnig timbur í borð og bekki vegna veiting- anna, og efni í virðulegan ræðustól og til girðingar um hátíðarsvæðið. Reistir voru hliðstólpar, fast við tún- jaðarinn að neðan, og girðingarstreng- irnir festir í þá að norðan og sunnan. Voru hliðstólparnir vafðir margs konar víði og lyngfléttum, skreyttum marglit- um blómum. Mátti þarna líta sýnishorn af þingeyskum heiðagróðra, sem orð hefur farið af fyrir fjölbreyttni og feg- urð. Fest var efst á hliðstólpana timb- urplata, klædd grænu klæði. Gert var á hana ártalið 1901, með því að boruð gegnum hana þétt göt, sem mynduðu ártalið, dregnir voru svo í gegnum þau beggja megin sóleyjarleggir, þannig, að blómkrónurnar lögðust þétt að klæðinu. Mátti því sjá ártalið bæði innan af há- tíðasvæðinu, sem að utan, er að var komið. Um skreytingu þessa sá að mestu séra Sigtryggur Guðlaugsson, þá prestur að Þóroddsstað í Kinn, sá mikli blóma og fegurðarinnar vinur. Varð einum hátíðargesti að orði, er hann leit þennan umbúnað fyrst: „Eitthvað hef- ur þetta kostað.“ Loks rann svo þessi margumtalaði og þráði dagur upp. Alls staðar var snemma úr rekkju risið. Nú skyldi kasta áhyggjunum um stund, hrista af sér hversdagsrykið og létta sér upp. Nokkuð af utanhéraðsfólki hafði tek- ið sér náttstað á næstliggjandi bæjum Ljósavatns kvöldið áður, eða reist tjöld sín neðan við staðinn og búið um sig þar. Dagurinn virtist ekki vilja lofa ánægjulegu veðri, loft var þungbúið og þoka ó fjöllum. Vonuðu menn þó, að vættir Þorgeirs goða yrðu hátíðinni hlynntar og sólin fengi að skína yfir staðnum þennan dag. Reyndist það líka svo. Um dagmálabil létti í lofti og gerði sólskin, sem varaði fram að kvöldi. Fór nú fólk að streyma að úr öllum áttum. Ur sumum hreppum sýslunnar höfðu menn mælt sér mót á tilteknum stað, og komu í stórum fylkingum undir fána heim að staðnum. Á hliðstólpun- um báðum blöktu fánar, einnig neima á samkomuhúsinu. Var nú þessi forn- hejgi staður laugaður glampandi sól- skini, og hugir fólksins, eldri sem yngri, ekki síður. Sigurði í Yztafelli var falin stjórn há- tíðarinnar. Var hann þekktur að skör- ungsskap og röggsemi í fundarstjórn, en aulc þeSs var útbýtt prentaðri dagskrá. Er fólk var komið, sem búizt var við að koma myndi, voru hestar burtu reknir til gæzlu. Þá var mönnum boðið að safnast saman neðan við hátíðar- svæðið. Þaðan var svo skrúðganga haf- in inn um hliðið, upp liátíðarsvæðið norðan kirkjugarðsins, suður með hon- um að vestan, niður að sunnan og stað- næmst kringum ræðustólinn austan kirkjugarðsins. Var skrúðgöngunni þannig hagað, að fólk úr hverjum hreppi gekk í fylkingu, fimm hlið við hlið, undir sérstökum fána, hver fimm manna röð af annarri, og síðast utan- héraðsmenn. Taldist svo til, að þarna væri samankomið rétt um 2000 manns. Meðan skrúðgangan fór fram, var sungið „Frjálst er í fjallasal", öll er- indin, og varð að endurtaka þau. Er skrúðgöngunni var lokið, og fólk- ið hafði safnast saman á hátíðarsvæðið, var sungið: „Ó, fögur er vor fóstur- jörð“ og „Vorið er komið“ við mikla og almenna hrifningu. Þá sté Sigurður í Yztafelli í ræðu- stólinn og setti hótíðina með ræðu, og bauð alla velkomna, skýrði tilgang samkomunnar og óskaði að menn nytu ekki einungis ánægju a£ deginum, heldur gagns líka. Þar næst var sung- inn sálmurinn „Faðir andanna“. Flulti þá séra Árni Jónsson prófastur á Skútustöðum aldamótaræðuna, mikla ræðu og áhrifaríka. Meðal annars fór- ust honum orð á þá leið, að þessi dagur væri ekki einungis dagur fagnaðarins og gleðinnar, heldur líka dagur alvör- unnar, dagur þakklætis og lofgjörðar fyrir þá sigra, sem unnist hefðu á lið- inni öld, dagur heitra bæna og bjartra vona þess, að áfram miði til vaxandi velmegunar, enn betri lífsltjara á sem flestum sviðum, aukins andlegs þroska, með sjónarmið samvinnu og bræðra-i lags fyrir augum, ekki einungis þegsu héraði til handa, lieldur landsins og þjóðarinnar í heild. Þess óski menn og biðji í dag, að hin upprennandi öld færi hverju landsins barni. Á eftir var svo þjóðsöngurinn sunginn — allur. Var svo djúp og algjör þögn um stund. Fólkinu fannst, sem það stæði á helg- um stað. Yfir höfðum mannfjöldans hvelfdist „himinninn heiður og blár“, sólin slcein í hádegisstað, og undir fót- um manna og umhverfis var fagurgræn, blómskreytt, angandi jörð. Há og tign- arleg fjöll Ljósavatnsskarðs, með skógi- vöxnum hlíðum spegluðu sig í bláum fleti Ljósavatnsins. Uðasúlan úr Goða- fossi sté í alkyrrðinni hátt upp í himin- blámann. Þessa hátíðarstund tjaldaði náttúran sínu fegursta hásumarsskrúði, mátti segja að hún sameinaðist hugum fólksins um, að þarna færi fram ein áhrifaríkasta guðsþjónustugjörð. Ekki þótti þá ólíklega til gejið, að andi Þor- geirs Ljósvetningagoða svifi yfir staðn- um þessa stund og þennan dag, áþekkur því, þegar hann lýsti yfir í heyranda hljóði að Lögbregi forðum, að kristin trú væri tekin í lög á íslandi. Var þá hlé í eina klukkustund. Mikil aðsókn var þá að veitingastof- unum. En þar gátu menn drukkið kaffi með brauði eftir vild og fengið fulla saðningu. Kostaði kaffibollinn 25 aura. Þá var ekki skammtað brauð með hverjum bolla. Að hléinu loknu hófust ræðuhöld og söngur á ný. Flutt var minni Jslands, minni konungs og minni héraðsins. Að- alræðumenn á dagskránni voru Sigurðr- ur í Yztafelli, séra Árni á Skútustöðum, Pétur á Gautlöndum, Steingrímur sýslumaður og Guðmundur á Sandi, allir mestu ræðumenn sýslunnar.. Var þó eins þeirra vant, Jóns Jónssonar. frá Múla, er þá var fluttur til Seyðisfjarð- ar. Söknuðu þess margir, að hann gatj ekki verið þarna staddur þennan dag. Því miður er þeim, er þetta ritar, úr minni liðið nú, fyrir livers minni hver ræðumaður mælti, en telja má víst, að öllum hafi þeim sagzt vel og skörulega að vanda. Milli ræðanna var mikill söngur, og voru aðallega sungin ætt- jarðarljóð. Eftir að föstu dagskrárræðunum lauk, voru frjáls ræðuhöld. Flutti þá Jón Þorsteinsson skáld á Arnarvatni kvæði, er hann hafði ort í tilefni hátíð- arinnar. Talaði þá líka Karl Finnboga-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.