Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 22

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐDAGS fram allt að fara gætilega til þess að vekja ekki þessa menn. Eg skreið npp úr pokanum tneð afskaplegri varúð, fór í þau föt, sem eg hafði afklæðzt, klofaðist yfir manninn við dyrnar og vatt mér út. Eg svipaðist um í fölleitri birtu lágnættisins og kom strax auga á brúna tjaldið. Eg skauzt milli tjalda og bíla og stefndi þangað. En eg þurfti ekki alla leið, lítil hreyfing við dyr tjaldsins gaf mér til kynna, að einhver væri á ferli þar inni. Dúkurinn var dreginn hægt til hlið- ar, og hún smaug út klædd eins og daginn áður. Hún sá mig strax og kom hlaupandi tii mín hratt, svo að svart hárið flaksaðist. Eg greip hönd hennar þegjandi, og við hlup- um þannig, sem fætur toguðu burt frá tjaldborginni og stefndum í austur. Hvorugt mælti orð. Hvað eftir annað iitum við um öxl og linntum ekki ferðinni, fyrr en leiti bar á milli, þá hægðum við á okkur. „Hvert förum við nú?“ spurði hún skyndilega." „Upp að jöklin- um,“ svaraði eg hiklaust. Hún spurði ekki aftur fyrst um sinn, en herti á sprettinum, svo að eg átti fullt í fangi með að fylgja henni eftir. Eftir um það bil klukkustund komtim við að lítilli jökulsprænu, sem fellur úr Túnafellsjökli vest- anverðum. „Skömmu hér ofar get- um við komizt yfir þurrfóta á stikl- um,“ sagði eg, og við héldum upp með kvíslinni. „Ef hef margsinnis farið hér um á gæsaveiðum," bætti eg við, þegar eg sá undrunarsvip á andliti hennar. „Þar sem eg hef einu sinni farið, þekki eg aftur hvern hól, svo mikið lief eg þó vitkazt af veru minni á fjöllunum.“. Brátt komuin við að stiklunum og hlupum yfir. I sandbolla hinum megin við kvíslina, voru nokkrar grónar melþúfur. Þar féllst hún á að við hvíldumst andartak, hálf- nauðug þó. Eg leit með tortryggni til baka, en hún horfði upp að jöklinum. „Af hverjum eigum við að lifa þarna, slypp og snauð, sem við nú erum?“ spurði hún eftir drykklanga stund. „Láttu mig um það,“ svar- aði eg. „Við höfum fyrr orðið að byrja með lítið. Inn í þennan jökul sunnanverðan gengur lítill dalur, allur gróinn og búsældarlegur. Eg held, að enginn byggðamaður viti um hann, því að kinda, sem árlega konta þangað úr Skagafirði og Bárð- ardal, er aldrei vitjað. Gæsir eru hér við hverja á, og ekki nema rúm dag- leið suður að vötnum, þar sem er gnægð fiskjar. Uppi í sjálfum daln- um eru stórar breiður af ætihvönn, og eitthvað er þar af grösum og fleiri ætum jurtum. Eg skal sjá um að við sveltum ekki, vinkona." „Eg treysti þér,“ sagði hún. „En nú skulum við halda áfram, eg er óþreytt." Eftir aðra klukkustundarferð á að gizka, komum við í mynni jökul- dalsins. Viðgengum upp á enn eina sandölduna, og þá blasti dalurinn við okkur. Þetta kom henni svo á óvart, að hún stöðvaðist snögglega, ein og gagntekin af þeirri broshýru fegurð, sem lá framundan, svo óvænt og þægilegt eftir ferðina um blásnar auðnirnar. Hún sneri sér að mér og brosti nú við mér í fyrsta skipti. Við þetta bros var eg grip- inn sterkri, heitri þrá. Eg tók aftur hönd hennar, og við leiddumst áfram upp í dalinn. í djúpum hvammi, vöxnum hárri hvönn og grasi, settumst við niður. F.g get ekki gert mér grein fyrir, hve lengi við undum þarna í hvamminum. Ef til vill liefur líf okkar ekki lotið lögmálum rúms og tíma á þeirri stundu. Við höfð- um ekkert ræðzt við í samhengi síð- an við lögðumst niður. Eg lá á bak- inu með annan handlegginn réttan út frá mér. Hún lá við hlið mér og hvíldi höfuðið í handarkrika mín- um. Eg horfði á hana, þar sem hún lá með lokuð augun, og mælti: I „Ertu glöð, Halla, að við skulúm vera frjáls á ný? F.rtu viss um að þigf iðri þess ekki einhvern tíma að hafa strokið með mér enn einu sinni?“ Þá opnaði liún augun og mælti með látleysi og festu: „Já, Eyvindur, á þessari stundu er eg sælli en eg hef verið langan, langan tíma. Og þess, seiu við ger- um saman, iðrar mig aldrei, hvað sem það er. Hveija stund síðan við vorum tekin, hef eg þráð þetta augnablik. í alvöru og svefni lief eg þráð þig, Eyvindur, og frelsi öræf- anna. Aldrei framar vildi eg þurfa að líta augum mínum nokkra aðra mannveru á jörðinni. Viltu heita mér því, vinur, að eg þurfi aldrei aftur að skilja við þig, meðan við lifum bæði?“ Hún hafði snúið sér að mér og mælti síðustu orðin með vaxandi ákefð. Eg settist upp, leit í augu lienni og mælti með miklum alvijru- þunga: „Eg hef haft nógan tíma til að hugsa allar þær mörgu vikur, sem eg lief setið í dýflissunni hjá byggða- mönnum, þeim djöfuls hundum, og eg hef löngu lofað mér því, að kæmist eg enn á brott, skyldi eg ekki ganga þeim aftur lifandi í greipar. Og yfir okkur tvii skal eitt ganga héðan af, Halla, því heiti eg og legg við diengskap minn. Bæ- inn okkar í verinu við Þjórsá hafa þeir biotið og nær jafnað við jörðu. Þar er ekkert sem minnir á fyrri daga, nema margliti steinninn, sem eg fann undir Arnarfelli forðum. „O, steinninn, sem hún lék sér að, ástin mín sem dó/‘ sagði stúlk- an við hlið mér og lét hÖfúðið Imíga þungt á brjóst mér. Sár söknuður lýsti sér í rödd hennar. Eg strauk höndinni blíðlega um mjúkt hár hennar og sagði: „Vertu ekki hrygg, vina mín. Það skal vera mitt fyrsta verk að sækja steininn. Með hann skulum við

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.