Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 20

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 20
20 JÓLABLAÐDAGS SVIPIR REIKA Smásaga eftir SIGURÐ FUNA „Fleira er til ó himni og jörðu, Hóras, en hcimspekina okkar dreymir um.“ SKÖMMU EFTIR hádegið var haldið af stað. Bílarnir, milli tíu og tuttugu úr þreniur landsfjórðung- um, tóku viðbragð hver af öðrum og runnu í skipulegri röð suður göt- una. Fremstur fór frarstjórinn, eins og vera bar. Veðrið var svo, sem það verður blíðast á Norðurlandi í júlílok, stillilogn, skýlaus himinn, rnóða til landsins. „Nú mundi vera fagurt á fjöllum," sagði Halldór vinur minn allt í einu um Jiað bil, sem við fór- uxu íram hjá síðustu húsunum. — Hann ók bfi okkar, ágætur öku- maður og bezti drengur. ,,Eg vor- kenni aumingja fólkinu, sem hýrist hér eftir og langar ekki einu sinni til að kynnast dýrð öræfanna. Eina bótin, að Jrað veit ekki live vesælt það er.“ Þessari óvenjulega löngu ræðu Dóra var tekið með kátínu. En mér, sem sat í linipri í aftur- sætinu, hafði þá skyndilega brugð- izt kætin, sem búið hafði í mér fölskvalaus allan morguninn. Ein- hver kynlegur dapurleiki var allt í einu setztur að í liuga mér. Eg leitaði ástæðunnar með sjálf- urn mér, en minntist einskis, sem valdið gæti. Því hristi eg af mér Jjessa tilfinningu, hóf upp raust mína og söng: „Til ljallanna líður löngun ntín“ o. s. írv. Hin tóku undir. Einn söngurinn rak annan, og tíminn leið hratt, svo að eg varð hissa, Jjegar eg leit út um aftur- giuggann og sá, að við vorum að fara fram hjá fremsta bænum. Strákur sat berfættur á þúfu og veif- aði viðstöðulaust sokkunum sínum, á meðan bílaröðin Jjusti fram hjá. Þar sat hann enn, er eg síðast sá til. En nú var haldið á brattann. Hver af öðrum gripu ökumennirn- ir til sterku drifanna, og hægt og bítandi snigiaðist lestin upp á við, upp á hálendið, víðáttuna, frelsið. Það var komið fast að miðnætti, Jiegar við létum að baki síðustu brekkuna, og framundan beið liá- sléttan í daufri birtu næturinnar. Þá nam fararstjóri staðar og steig út með lið sitt. Slíkt hið sama gerðu allir aðrir, og brátt var sandflötin, hinn lyrirhugaði næsturstaður mor- andi af bílum, konum og körlum í alls konar skrúða og furðulega marglitum. Tjöld tóku að rísa milli bílanna hér og þar, og fjöldi matar- legra kassa og poka gaf til kynna, að fcrðamennirnir hyggðu á góðan kvöldverð eftir strangan áfanga. Eg hrökk óvænt við. „Hver fjand- inn gengur að Jjér, minn elskulcgi vin?‘ ‘segir Dóri allt í einu aftan við mig. „Við erum búin að reisa tjaldið, og vatnið er kornið á prím- usinn. Er Jrað sú á bláu buxunum, sem hefur dregið svona úr Jjér allt framtak?" „Nei,“ sagði eg hálf- sneyptur og dálítið undrandi á sjálfum mér. „Eg var bara að virða fyrir mér allt þetta samferðafólk okkar. Eg hef ekki séð helminginn af því fyrr en nú. Þú veizt hvílíkt gaman eg hef alltaf haft af að skoða ný andlit, sér í lagi úr öðrum lands- lilutum. En í rauninni var Jjetta fölsk af- sökun. Eg hafði einungis verið að slangra milli bílanna stefnulaust og án þess að vita livers vegna. Eg hafði hreint ekki tekið eftir fólkinu. ; ; i ! ( , En nú áttaði eg mig. „Hvaða bláu buxur?“ spurði eg. „Eg hef ekki séð neina stúlku í bláum bux- um, eða öllu heldur hef eg séð þær margar þannig, en ekki tekið eftir neinni sérstakri." „Eg meina þessa dökkhærðu að sunnan, þá sem hvarf þarna inn í brúna tjaldið, þegar eg var að koma. Hafir Jjú ekki séð liana, J)á veit eg, að hún sá Jjig, og Jjað vel.“ Hann tók undir hand- legg mér lieldur ómjúklega og sneri mér í áttina til tjaldsins. „Eg tók ekki eftir Jjessari stúlku,“ sagði eg, og Jjað var dagsatt. Um miðja nótt vaknaði eg eftir órólegan svefn. Eg hafði það á með- vitundinni, að einhvcr liefði kallað. Eg reis upp við dogg í pokanum og hlustaði. Kuldafiðringur fór um mig. Tjaldbúðirnar voru í fasta svefni. Eg lyfti upp skörinni og skimaði út. Eg sá yfir alla flötina, Jjví að okkar tjald stóð yzt og næst urðinni. Ósjálfrátt drógust augu mín að brúna tjaldinu.er stóð inniá miðri flöt. En hvorki Jjar né í neinu öðru tjaldi sást minnsta hreyfing. Smyrill sat hreyfingarlaus á kletti skammt frá. í fjarska sá á fjalls- hn júka baðaða dökkrauðu sólskini. Snögglega var eg gripinn afarsterkri löngun til að þjóta út. Eg spretti frá mér pokanum og ætlaði að rísa upp. í Jjví mun Dóri hafa vaknað, því að eg heyrði hann segja heldur syfjulega: „Hvað er nú á seyði, drengur minn, livert skal halda?“ En Jjví helði eg einmitt ekki getað svarað, þótt eg hefði viljað. „Eg er ekkert að fara,“ sagði eg. „Mér er hrollkalt, eg er að hugsa um að fara í peysuna aftur.“ Og það gerði eg. Seinna hef eg stundum verið að velta Jjví fyrir mér, hvað mundi liafa gcrzt j)á og aftur síðar, ef Dóri hefði ekki verið með í förinni. Öllum Jjessum ómerkilegu at- burðum liefði 'eg vafalaust gleymt, ef ekki hefði annað orðið til að * é

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.