Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 16

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 16
16 JÓLABLAÐDAGS Kidd skipstjóri er frægasti sjóræningi FRÆGASTI sjóræningi. sem uppi hclur verið, er Kidd skipstjóri — William Kidd — sem uppi var á árunurn 1645—1701. Han'n mun liafa verið fæddur á Bretlandseyj- um, en urn ætterni hans er ókunn- ugt. En fyrst er hans getið; er hann hlaut viðurkenningu borgarstjórn- arinnar í -New York fyrir vasklega framgöngu við að hæla niður upp- jrot jrar í fylkinu eftir byltinguna 1688. Þá er þess getið, að hann hafi barizt lnaustlega gegn Frökkum í Vestur-Indíum. Árið 1695 birtist Kidd í London og sigldi jrangað á eigin skipi, er var hlaðið varningi vestan um haf. Hann kom Jrví til leiðar, að áhrifamenn mæltu með lionum við nýlendumálaráðherr- ann, Bellornont lávarð, að hann væri ráðinn í þjónustu flotans til jjess að berja á sjóræningjum, sem J)á létu mjög til sín taka á höfum úti, efnkum í grennd við nýlendur Breta í Asíu. Af þessu leiddi, að herskipið „Adventure" var búið vistum til langferðar og mannað, og Kidd fengin skipstjórn á því. Var hann jafnframt tekinn inn í hið konunglega sjólið sem skipherra og foringi. Hafði hann umboð kon- ungs til jjess að herja á sjóræningja og halda uppi hernaði gegn frönsk- um skipum á höfum úti. Kidd sigldi til Plýmouth í maí árið 1896, hélt fyrst til Vestur-lndía, en síðan suður fyrir Afríku og inn á Indlandshaf. En nú sneri hann við blaðinu. I stað jæss að herja á sjó- ræningjana, gerðist hann sjáítur höfuðpaur þeirra og bandamaður. Gerðist Kidd umsvifamikill á Ind- landshafi og á höfunum í kringum Austur-Indíur og allt til Kína, hremmdi kaupskijj og rændi. Varð honum vel til fanga á árúnum 1698 og 1699 og stóð sjófarendum ógn af honum. Orðstír lians barst nú til eyrna brezku flotastjórninni, er gerði þegar ráðstafanir til að hafa hendur í hári þessa ujrjrreistar- manns gégn veldi hans hátignar. Kidd mun um þessar mundir hala .• verið búinn að safna ógrynni auð- æfa, og taldi nú rétt að draga sig í hlé. Árið 1699 sigldi hann hinu gamla brezka herskipi ,,Adventure“ til Madagascar og gekk Jjar af j)ví, komst yfir lítið verzlunarskij) og sigldi á því til Norður-Ameríku. Kont hann til Nýja-Englands árið eftir. Þaðan ritaði hann nýlendu- málaráðherra Breta bréf, kvaðst í alla staði geta réttlætt framferði sitt og bauðst jafnlramt til að láta ráð- herrann fá hlutdeild í feng sínum! En ekki gagnaði jretta honum, né heldur auðurinn. Hann var hand- tekinn og fluttur til Englands. Þar var hann dæmdur til lífláts fyrir morð og rán og hengdur í London í maí árið 1701. Lauk J:>ar með æv- intýralegum ferli hans. En jjegar til átti að taka alls fjársjóðsins, fund- ust ekki nema 14000 sterlingsjjunda virði í skijji hans og síðan lítil við- bót á Gardinerseyju undan New * i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.