Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 12

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ DAGS ■# Þegar Howell drukknaði í Héraðsvölnum Björn Egilsson bóndi á Sveinsstöðum riíjar upp atburð írá sumardögum 1901 ÁRIÐ 1923 kom eg fyrst að Miklabæ í Blönduhlíð. Það var vordagur og vor í lofti. Á Miklabæ er fögur útsýn yfir Hólminn og miðbik héraðsins. Eg var hugfanginn að njóta náttúrufegurðar þar og skoða staðinn. Eg gekk inn í kirkjugarðinn til þess að sjá minnis- merki. Fallegur, ljósleitur legsteinn, líklega úr granit, vakti athygli mína. Eg varð dálítið undrandi þegar eg sá að áletrunin á steininum var erlent tungumál. Eg fór að reyna að lesa á steininn og gat skilið það, þó ekki væri eg lærdómsmaður, að þar hvíldi Eng- iendingur, sem drukknað hafði í Hér- aðsvötnum 3. júlí árið 1901. Og hafa þá útlendingar líka drukknað í Héraðs- vötnum, hugsaði eg. Og mér varð litið til Héraðsvatna, þar sem þau flutu milli bakka í örum vexti. Áletrunin á steininum er svohljóð- andi: In Loving Memory of Frederick W. W. Howell F. R. G. S. Who was Called To His Rest From The Heradsvötn River 3rd July 1901 Aged 44. „Asleep in Jesus, O. H; What Rest.“ „So Them Also Which Sleep in Jesus, Will God Bring With Him.“ Síðan þetta var ritað, hef eg oft hugs- að um Mr. Howell og afdrif hans. Fyr- fang þess, er á sat, og jörðin dunaði við hófatakið. Slík hi-eyfing var sannarleg heiluslind fyrir líkmann, og hún var meira, hún var göfgandi fyrir sálina líka. Til þess að sækja héraðshátíðina að Ljósavatni 1901, hafði fólkið einungis hestinn að farartæki. Telja mó víst, að þó hafi hann verið, eins og bæði fyrr og síðar, elskulegur ferðafélagi og um leið uppfylling þeirrar ónægju, sem fullyrða má, að allir urðu aðnjótandi, er sóttu héraðshátíð þessa. Og í hugum allra þeirra er og var þessi dagur glæstur hlekkur í festi minninganna. ir skömmu tók eg mér fyrir hendur, að grennslast um þennan mann og hvern- ig dauða hans bar að. Heimildir að eft- irfarandi frásögn eru frá Jóhannesi Steingrímssyni bónda á Silfrastöðum, Hólmfríði Helgadóttur húsfreyju í Litladal og úr dómsmálabók Skaga- fjarðarsýslu. —o— EKKI ER MÉR kunnugt um ætt Howells, menntun eða atvinnu, nema það að hann var búinn að vera hér á landi í sjö sumur fararstjóri enskra ferðamanna og tók að sér að sjá um ferðir þeirra að öllu leyti. Hann var umboðsmaður fyrir eða stai'fandi hjá ferðamapnafélagi í London. Á þessum ferðum sínum kom hann oft að Silfra- stöðum, sem og aðrir ferðamenn er sveitir fóru milli Akureyrar og Reykja- víkur. Howell vildi kaupa ýmsa gamla muni, íslenzkar heimilisiðnaðarvörur. Einhver tíma þegar hann kom að Silfrastöðum keypti hann tvö eða þrjú ofin söðuláklæði og borgaði 10 kr. fyrir hvert þeirra. Einnig keypti hann nokkra grútai'lampa, kökumót úr tré og fleira. Howell var meðalmaður á hæð, held- ur grannur, nokkuð dökkur á hár, skegglaus, glaðlegur og skemmtilegur. Hann skildi nokkuð íslenzku, en gat lítið talað og hafði því jafnan túlk í fylgd með sér. Hann var talinn sund- maður góður. Hólmfríður Helgadóttir segir svo frá, að stundum þegar hann kom að Silfrastöðum, hafi hann farið að synda í Norðurá sér til gamans. Að kvöldi þriðjudags hinn annan júlí 1901 kom Howell að Silfrastöðum í síðasta sinn með fylgdarliði sínu og gisti þar um nóttina. Ferðinni var heit- ið til Reykjavíkur um Kjalveg. Með honum voru tvenn hjón ensk og auk þeirra fylgdarmennirnir Sigurður og Sigurjón, synir Sumarliða pósts. Ef til vill hefur verið þriðji fylgdarmaðurinn, en ekki er nú munað hver hann var. Þeir bræður höfðu báðir verið í Amer- íku, en Sigurður þó lengur, og túlkaði hann fyrir Howell, en Sigurjón gat nokkuð líka. Þess má geta um þá, Sig- urð og Sigurjón, að þeir voru þaul- vanir ferðamenn. Sigurjón var oft í póstferðum fyrir föður sinn og með honum og þótti harðger og hinn vask- asti maður. Ferðamennirnir voru með 40 hesta. Þar af voru 10 eða fleiri undir klyfjum. Þegar komið var að norðan vildi það til í Silfrastaðafjalli, að hestur fældist og brotnaði koffort. Howell bað Jóhannes á Silfrastöðum að gera við koffortið og vakti hann við það um nóttina. Jóhann- es varð var við það að Howell svaf ekki þessa nótt, hvað sem valdið hefur. Howell var vanur að fara seint úr náttstað og svo var það þriðja júlí. Flóð var ekki í Héraðsvötnum þennan dag, en flóð hafði verið fyrir skömmu. Þeg- ar svo stendur á, eru vöð oft breytt og kvikur botn. Howell bað Jóhlnnes á Silfrastöðum að fylgja yfir vötnin, en Jóhannes færðist undan því, vegna þess að flóð hafði verið áður og þá virtist það vera afráðið að. fara út á ferju hjá Stóru-Ökrum. Síðan lögðu ferðamenn- irnir af stað út með vötnum. Skömmu síðar fóru þeir Jóhann L. Jónsson bóndi á Lýtingsstöðum og Jóhannes á Silfra- stöðum með hross á markað að Stóru- Ökrum. Þeir náðu ferðamönnunum út með vötnum, lítið eitt í norðvestur frá Kúskerpi. Þá hafði Howell hætt við að fara út að ferju og fengið tvo fylgdai'- menn til viðbótar, þá: Hallgrím bónda í Ulfsstaðakoti og Pétur Bjarnason á Ulfsstöðum, bróður Valdimars á Keldu- landi. Jóhannes hafði tal af Howell þai'na og seldi honum silfurnælu, sem móðir hans átti. Næla þessi var með fálkamynd. Howell borgaði 10 kr. fyrir hana, lét hana í vasa sinn og þar fannst hún að honum látnum. Sigurjón Sum- arliðason bað Jóhannes að lána Howell hest yfir vötnin og vildi hann gera það, en þá var Howell lagður af stað út í. Héraðsvötn munu hafa verið í þremur kvíslum á þessum stað, en að- alvatnsmagnið í vestustu kvíslinni. Ekki var dýpra en það, að vatnið tók lítið neðan á síður. Þau féllu til norð- vesturs og brotið lá frá suðvestri til norðausturs og þess vegna varð að ríða mikið á móti straum, þegar farið var

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.