Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 31

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ DAGS i, nun&MPQPSr 31 ?/<i Brauð og sælgæti til jóla $*$»$>*$>*$*$*$*$*$*$*$*$*$*$*$* ^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^* Nú fæst nóg af öllu í kökurnar, þar á meðal möndlur, og þær eru til margra hluta nytsamlegar, bæði í kökur og sælgæti. Hér eru nokkrar uppskriftir. Litlir jólahringir. 150 gr. smjör, 55 gr. sykur, 1 eggjarauða, 230 gr. hveiti. Smjörið og sykurinn er hrært, eggjarauðan er sett í hveitið og deigið hnoðað. Sett í hakkavél og deigið látið renna úr henni beint á plötuna og látið mynda þar litla lu'ingi. Þeir eru smurðir með eggjahvítu og hökkuðum möndlum stráð yfir. Bakað við hægan hita í 8 mín. Eru bragðgóðar. Kanelpiitnar. 1 egg, 100.gr. sykur, 100 gr. hr. smjör, 230 gr. hveiti, 3 tesk. kanel, 1 tesk. hjartarsalt, 1 tesk. negull. Eggjum og sykri er hrært saman, smjörið er hrært unzt það er lint og eggjarauðan er þeytt saman við ásamt kanelnum, hveitinu og negulnum. — Deigið er hnoðað strax á eftir og rúllað út í mjóa lengju, sem síðan er skorin sundur í hæfilegum stærðum. Stykkin eru smurð með eggjahvítu, og þeim er velt upp úr kanel og sykri. Bakað við hægan hita í 8 mín. Jólabollur. 250 gr. hveiti, 80—125 gr. smjör, 25 gr. ger, 3 matsk. sykur, karde- momma, 1 egg, hakkaður súkkat, rúsínur, Vá dcl. volg mjólk. HVeitið er sigtað, gerduftið er hrært út fljótandi með sykrinum og síðan hellt saman við hveitið og smjörið sett saman við og því næst önnur upptalin efni og mjólkin. En aðeins lítið 1 senn, því að þannig samlagast það betur hveitinu. Deigið er því næst hnoðað vel og lagaðar 8—10 bollur, sem gjarn- an mega vera mjúkar og rakar. Þær eru látnar hefa sig í hlýjum stað í 20 mín. Smurðar með eggi, stráð yfirþærhökk- uðum möndlum og grófum sykri og bakað í mjög heitum ofni í ca. 10 mín. Jólakaka frá 1874. , 2 egg, 5 matsk. sykur, 30 gr. ger, 100 gr. bráðið smjör, 1 desil. volgur rjómi, rúsínur, súkkat, sítrónu- börkur, kardemomma, 300. gr. hveiti. Eggin eru þeytt saman við sykurinn, gerið er hrært út og sett í ásamt með rjómanum, rúsínum, súkkat og karde- mommum. Því næst er hveitið sett út í og má deigið gjarnan vera rakt. Það er því næst slegið rækilega með skeið. Því næst látið í vel smurt mót og látið hef- ast í 20 mín. Smurt með eggi og sykri, . rúsínum og hökkuðum möndlum stráð yfir. Bakað í ofni í 25—30 mín. Atombombur. 1 matsk. smjör, 1 stór matsk. síróp, 100 gr. púðursykur, 100 gr. hakkaðar möndlur, eða 50 gr. möndlur og 50 gr. haframjöl. Sykurinn er bræddur í potti, ásamt smjöri og sírópi og möndlunum því næst bætt út í ásamt engifer á hnífs- oddi — ef óskað er eftir því bragði. — Þegar búið er að kæla þetta „deig“ er það mótað í litlar kúlur, sem settar eru á þurra plötu til þess að kólna. Geymt í lokuðu íláti. 'Gamaldags marsípan. 200 gr. sætar möndlur, nokkrar beiskar möndlur, 70 gr. sigtaður flórsykur, 2 matsk. kalt vatn, eggjarauða (hrá, óþeytt) og síðan ca. 150 gr. sigtaður flórsykur til þess að velta „massanum" upp úr. Möndlumar eru hakkaðar í möndljr- kvöm, og því næst blandað saman við flórsykurinn og vatnið. Þetta er síðán sett tvisvar í gegnum hakkavél, en því næst e’r marsípan-massinn brotinn í smástykki og látinn í pott, sem er hitaður varlega, ásamt a. m. k. 2 hrá- um cgsjahvítum. Þegar „massinn“' er orðinn volgur, er hann hnoðaður upp úr fiórsykri og srðan geymur í lokuðum kpsea. Jóla-kokktcill. Cacao-likjör og rjómi blandað til helminga og hrist saman — he'Izt í „kokkteil-shakei-“. Gjaman drukkið með söltum möndlum, ef til eru.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.