Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐDAGS 7 þger á kurteisi og fagra framgöngu og kenna þeim að forðast prjál og hégóma. Fleiri atriði um skipulag skólans voru rædd. Á þessum fundi var kosin tíu manna nefnd, skipuð fimm konum og fimm karlmönnum til að annast frekari framkvæmdir þangað til skól- inn væri kominn á fastan fót, búið væri að sjó honum fyrir Jhúsnæði, ráða kennslukonur og útvega allt annað, sem nauðsynlegt væri til þess að skól- inn gæti tekið til starfa. Einnig skyldi þessi nefnd semja frumvarp að reglu- gerð fyrir skólann. Þessi nefnd var þannig skipuð: Frú Kristjana Gunnarsdóttir, Syðra- Laugalandi. Frú Guðríður Pétursdóttir, Hföða. Frú Sigríður Þorsteinsdóttir, Akureyri. Frá Þórey Guðlaugsdóttir, Munka- þverá. Frú Hólmfr. Þorsteinsdóttir, Bægisá. Eggert Gunnarsson, alþm., Bægisá. Séra Arnljótur Ólafsson, Bægisá. Jón Ólafsson, hr.stj., Hripkelsstöðum. Einar Ásmundsson, alþm., Nesi. Jón Sigurðsson, alþm., Gautlöndum. Til vara: Frú Sigríður Ólafsdóttir, Reistará. Eggert Laxdal, verzlunarstj., Akureyri. Þessi forstöðunefnd kaus fyrir for- mann sinn Eggert Gunnarsson, alþm., Syðra-Laugalandi, og fyrir gjaldkera Jón Ólafsson, hr.stj., Hripkelsstöðum. um kr. 4389.00. Stærstu gefendurnir voru: Kr. Det Classenske Fideicommis .. 1000.00 J. Hemmert, stórkaupm. 1000.00 Det Raben Levezanske Fond 500.00 Fru Wulff 500.00 í yfirliti því sem Eggert gefur yfir f járhag skólans í árslok 1877 telur hann að skólinn eigi í peningum, eignum og loforðum kr. 6146.81. En auk þess hafi hann fengið loforð fyrir framlagi úr landssjóði næstu tvö fjárhagsár kr. 400.00 á ári. Enn fremur höfðu nokkrir vel stæðir menn heitið ofurlitlu fram- lagi árlega, svo að vonir stóðu til um rekstursfé er næmi alls um 600 kr. á ári. Skólastaður. Það var lengi mjög óákveðið fyi'ir nefndinni hvar skólinn skyldi standa. Fyrst var í ráði. að hafa hann á Grund í Eyjafirði. Skýrir Eggert Gunnarsson frá því 2. marz 1876 að forstöðunefnd- inni hafi borizt bréf frá Jakob Péturs- syni dannebrogsmanni á Breiðamýri, þar sem hann af veglyndi sínu bjóði fyrir skólastað „hina fögru og að flestu leyti til þess hentugu eign sína Grund í Eyjafirði, ásamt tilheyrandi hjáleig- um með sanngjörnum leigumála svo lengi sem stofnun þessi stæði og for- svaranlega væri farið með jörðina. Hefir hann tekið fram, að þetta skil- málabréf sitt megi enginn rjúfa eða breyta, þó að eigandaskipti yrðu á jörðinni.“ Ekki er kunnugt, hvað valdið hefir, að þetta varð ekki að ráði, svo álit- legur sem þessi kostur var. Ef til vill hefir nefndinni ekki litist á að ráðast í stórbúskap í sambandi við skólann eins og óhjákvæmilegt hefið verið á Grund. En skömmu seinna eru aðrar ráðagerðir komnar til sögunnar. Á sýslufundi Eyjafjarðarsýslu 4. júní þetta ár skýrði Eggert frá kvenna- skólamálinu og skorar þá sýslunefnd- in á Alþingi, fyrir tilhlutan hans, að veita á næsta fjárhagstímabili kr. 400 Sigurlaug Árnadóttir, kennsluk. 1882—91. til stofnunar skólans og auk þess leigu- laus afnot af jörðinni Munkaþverá til aðseturs skólans, svo lengi sem hann stendur, og kom Eggert þessu hvoru- tveggja fram á þinginu 1877. Sennilega hefir honum þótt síðara atriðið svo mikivægt fyrir fjárhag skólans að hann hefir þess vegna hafnað tilboði Jakobs umboðsmanns á Breiðamýri. En auð- séð er að nefndin hefir þá fyrir nokkru verið búin að hugsa sér Munkaþverá sem skólastað, því að veturinn 1876— 77 safnaði Jón Ólafsson hr.stj. saman mönnum í sjálfboðavinnu og lét þá færa grjót heim að staðnum í væntan- lega skólahússbyggingu, sem þá var í ráði að reisa á túninu norðan við bæ á Munkaþverá. En þegar til átti að taka var það sýnt að fé það sem safnast hafði til skólans mundi hrökkva skammt til skólahússbyggingar og reksturskostn- aðar, enda var það ekki allt innheimt, þegar hér var komið sögu. Tími var heldur enginn til stefnu, ef skóli átti að geta hafizt haustið 1877. Höfðu um 20 umsóknir boi’izt um skólavist og búið var að ráða forstöðukonu. Þótti nefndinni því ófært, að skólastarf gæti ekki hafizt á þeim tíma, sem gert var ráð fyrir og hvarf því að því ráði að útvega skólanum húsnæði til bráða- birgða. Greiddu þau Eggert Gunnai-s- Fjársöfnun Eggerts utan lands. Fé það, sem safnast hafði með frjáls- um samskotum innanlands hrökk vit- anlega ekki langt til skólabyggingar. En Eggert Gunnarsson var ekki aðgerðar- laus. Veturinn 1876—77 dvaldi hann í Kaupmannahöfn í ýmsum erindagerð- um og tók þá að safna fé til kvenna- skóla í Eyjafirði. Naut hann til þess að- stoðar Oddgeirs Stephensen, oddvita hinnar íslenzku stjórnardeildar í Kaup- mannahöfn, Gísla Brynjólfssonar, há- skólakennara, og frænku sinnar, skáld- konunnar Benedicte Arnesen-Kall og fleh'i góðra manna. Safnaðist þar sam- an á skömmum tíma í gjöfum og loforð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.