Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 30

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 30
30 JÓLABLAÐDAGS taka þátt í skólastarfinu í heild sinni, má kennslukona með ráði forstöðu- nefndar haga öðruvísi til um fyrir- komulag kennslunnar og niðurröðun kennslustundanna, en gert er ráð fyrir í þessari reglugerð, enda á hún í öllu tilliti að gera sér far um að laga til- sögnina eftir undirbú;ningi og hæfi- leikum hverrar stúlku. 3. grein. Háttsemi. Helgihöld skólans standa undir kennslukonu, enda ræður hún tilhögun á öllu, er þar að lýtur, bæði húslestr- um og kirkjugöngu. Svo er það og í hennar valdi að skipa fyrir um heil- næmisreglur í skólanum. í því skyni gengst hún fyrir að herbergjum sé haldið hreinum, lætur sópa gólf dag- lega, þvo á viku fresti, viðra föt, opna glugga, og hagar svo til, að stúlkum gefizt á hæfilegum tímum tómstundir til hreyfingar úti við. Á hverjum morgni skulu stúlkur vera risnar úr rekkju kl. 8 og komnar til hvílu kl. 10 á hverju kvöldi. Jafn- skjótt og þær eru klæddar, búa þær um rúm sín og taka til í kennslustofu og svefnherbergi. Svo sem þeim er skylt að hirða vel fatnað sinn, gæta vandlega muna sinna og halda reglu á öllu, er þær hafa undir höndum, svo skulu þær og varast að grípa í leyfisleysi annarra eign eða skemma nokkurn þann hlut, er skólinn á. Umfram allt ber þeim að fara varlega með eld og ljós, að eigi hljótist voði af. Án leyfis kennslukonu mega þær alls ekki fara burt af heimili skólans. Að öðru leyti haga þær dag- legum störfum sínum eftir almennum ákvörðunum þessarar reglugerðar, eða sérstaklegri fyrirsögn kennslukonu. Og í öllu tilliti á það að vera viðleitni þeirra að styrkja til þess, að eflzt geti hagur og aukizt sæmd skólans." Þess má geta í sambandi við reglu- gerðina, að brátt var horfið að því að hafa einn bóknámstíma á undan morg- unverði og annan á eftir og var þá drukkinn einhver morgundrykkur, þegar farið var á fætur, annað hvort te af íslenzkum grösum eða heit mjólkur- blanda og síðan hófst skólinn með morgunsöng kl. 8 f. h. Sunginn var sálmur og einhver stúlkan las bæn. Gerðu þeir það til skiptis sína vikuna hver. Á kvöldin var lesinn húslestur, oft í Mypstershugleiðingum, og sunginn sálmur áður en gengið væri til náða. Passíusálmamir voru jafnan sungnir á föstunni. Á helgum dögum var ávallt farið til kirkju, ef fært var, þegar mess- að var í sóknarkirkjunni. Auk þeirra námsgreina, sem hér eru nefndar, var ævinlega kenndur söngur í skólanum og stundum söngfræði og einstöku stúlkur lærðu orgelleik. Ennfremur lærðu nokkrar stúlkur ensku, og er þessa getið um eina af námsmeyjum þeim, er voru á Laugalandi fyrsta vet- urinn. Húsakostur aukinn. Þegar kvennaskóinn var hafinn á Laugalandi, hafði strax orðið að verja til kennsluáhalda og nauðsynlegasta húsbúnaðar rúmum 2 þúsund krónum og hjó það, svo sem vænta mátti, nokk- urt skarð í skólasjóðinn. Þá lét Eggert á öðru ári reisa myndarlegt þvottahús við laugina af timbri, þar sem 10«stúlk- ur gátu þvegið í einu. Var komið fyrir rennu yfir þvottabölunum með tappa yfir hverjum bala, en hægt var að dæla vatni úr lauginni upp í rennuna. ý gólf- inu var komið fyrir frárennsli. Tvö vönduð baðker voru í húsinu og var þar alltaf savnilega heitt, þó að frost væri úti. Þótti þetta aýlunda mikil og til stórra þæginda. Þvotthús þetta fauk alveg burt af grunni veturinn 1891—92 og liðaðist sundur. Var því að vísu hrófað upp aft- ur, en á miklu óvandaðri hátt. Brátt varð það sýnt, að húsnæðið var allt of lítið. Fyrir forráðamönnum skól- ans vakti um þessar mundir sú hug- mynd að gera Laugalandsskóla að fjórðungsskóla fyrir allt Norðurland. Rituðu þeir Eggert. Gunnarsson, Einar í Nesi og séra Amljótur á Bægisá öjl- um sýslunefndarmönnum í Norðlend- ingafjórðungi bréf þessa efnis 4. fehr. 1879 og skoruðu á þær að sameina sig um einn kvennaskóla. Töldu þeir að slíkt mundi verða tiltölulega ódýrara í framkvæmd en að hver sýsla væri að berjast áfram með skóla af vanefnum, enda gæti sú stofnun orðið miklu myndarlegri, sem fleiri kraftar styddu að. Gert var ráð fyrir að byggja vel út- búinn skóla, er tæki um 30 námsmeyjar. Höfðu Skagfirðingar næstliðna tvo vet- ur haldið uppi kennslu nokkurri fyrir konur að Ási í Hegranesi og á Hjalta- stöðum í Blönduhlíð og Húnvetningar voru í uppsiglingu með skóla hjá sér. En þessari málaleitun var svo dauflega 'tekið, að ekkert varð af samvinnu. Aft- ur á móti sameinuðust þessar tvær sýsl- ur um kvennaskólann í Ytri-Ey árið 1883. Laugalandsskólann sóttu því aðal- lega stúlkur úr Eyafjarðar-, Þingeyjar- og Múlasýslum, en oft komu þó náms- meyjar víðar að. Reyndist aðsóknin strax svo mikil fyrstu árin, að ekki var hægt að taka allar, sem báðu um skólavist, og vantaði því húsrými. Þegar sýnt var að ekki fékkst samkomulag um einn kvennaskóla fyrir Norðurland, sem öll sýslufélögin önn- uðust rekstur á, var orðið vonlaust um að hægt væri að reisa nýja skóabygg- ingu á Munkaþverá, eins og til þess tíma hafði vakað fyrir Eggert Gunn- arssyni. Réðst hann þá í það sumarlð 1879 að lengja skólahúsið á Laugalandi enn um þriðjung til að bæta úr hús- næðisþörfinni og gat það þá tekið 20 til 30 námsmeyjar. Voru námsmeyarnar iðulega kringUm 20 næstu árin og stundum nær 30. Flestar voru þær vet- urinn 1890—91, en þá dvöldu þar 38 eða 39 námsmeyjar síðari hluta vetrarins. Framhald þessarar skólasögu séra Benjamíns birtist væntanlcga í Degi í janúar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.