Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 19

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐDAGS 19 Júlíus Hallsson og forusfusauðirnir Frásöguþáttur eftir Magnús Gunnlaugsson ÞAÐ VAR árla morguns — gangna- dagur 1879. Allmargir menn ríða fram frá Sveinsstöðum í Skíðadal, er þá var fremsti byggður bær í dalnum. Menh' og málleysingjar eru í góðu skapi, enda veður bjart og blítt og út- lit fyrir hæfilega hlýju um daginn. Ferðinni er heitið fram til afréttar í fyrstu haustsmölun. Meðal ungra manna var Júlíus Hallsson, ungur rösk- leikamaður, er þá var vinnumaður á Krosshóli, sem þá var næst fremsti bær í dalnum vestan Skíðadalsár. Brátt skiljast leiðir. Þeir, sem ganga eiga Vesturafrétt, halda upp með Vest- urá og fram samnefndan dal; hinir, sem ganga eiga Austurafrétt, Almenning og Austurtungur, verða samferða fram Tungurnar, þar til leiðir skiljast, og Al- menningsmenn halda yfir á sitt gangnasvæði. Það féll í hlut Júlíusar að ganga efst- ur f. Tungunum að austan, og var þá — þegar tíð leyfði — gengið uppi á Stafnstungnafjalli, einkum vegnafjalla- lamba er oft sátu þar uppi, enda þótt ekki sé um mikinn gróður að ræða. Þegar Júlíus var kominn rúmlega miðja vegu út fjallið, koma á móti hon- um fimm forustusauðir og heldur fas- miklir. Verður honum strax ljóst, að hér þurfi að beita snöggum en þó skyn- samlegum aðgerðum, ef sauðirnir eigi ekki að genga honum úr greipum. — Tekur hann því á sig alllangan krók inn á fjallið, til hliðar við sauðina, og hyggst nú með aðstoð hundsins keyra þá fram af fjallsbrúninni og niður til næsta manns. En sauðirnir eru ekki á því að ganga svo auðveldlega í greipar hans, því eins og örskot hafa þeir tekið sprettinn til baka vestur fjallið. Hefst nú hinn harðasti sprettur vestur af fjallinu, yfir kletta og klungur Vestur- stafnstungna, yfir þveran botn Vestur- dals, milli Ingjaldsskálar og Ingjalds- hnjúka, og þar hurfu þeir sjónum hans, í bili, enda orðnir alllangt á undan. Áður en lengra er haldið, þykir rétt að lýsa stuttlega þeirri leið, sem Júlíus elti sauðina þennan dag. Suðvestur í hálendið, nálægt miðjum Skíðadal, skerst langur, gróðurríkur dalur, ber hann tvö nöfn, heitir Kóngs- staðadalur að austan, en Þverárdalur að vestan, og er samnefndur ánni er eftir dalnum fellur. Þverárdalur nær nokkru lengra fram en hinn og munu liggja saman botnar hans og Vesturárdals, og mun þarna vera tiltölulega greiðfær leið milli dal- botnanna, eftir því sem mér hefur ver- ið tjáð. Skal nú aftur vikið að Júlíusi og sauðunum. Þegar hann kom vestur undir Ingj- aldshnjúk sá hann að sauðirnir voru stanzaðir. Gerði hann þá enn tilraun til að komast fyrir þá, því að hann sá strax að hætta var á að hann missti þá yfir í Þverárdal, og óvíst um árangur er þangað kæmi. En strax og sauðirnir urðu mannsins varir, tóku þeir sprett- inn á ný vestur með fjallskriðunum og yfir í botn Þverárdals í einum spretti. Fór Júlíusi nú ekki að lítast á, að hann hefði yfirhöndina í þessum leik, en hann var líka röskur og fullur áhuga ekki síður en hinir ferfættu keppinaut- ar hans. 1 Hann hélt því hiklaust af stað á eftir þeim, og þó að hann missti sjónar á þeim öðru hvojru, gat hann þó alltaf fylgzt með ferðum þeirra. Og þannig barst leikurinn niður Þverárdal yfir á Kóngsstaðadal, og aftur og aftur yfir ána og upp í hlíðar beggja megin ár- innar. Þannig gekk þar til komið var heim fyrir miðjan dal Kóngsstaðamegin, voru þeir þá orðnir sæmilega spakir. — Rétt er að geta þess að Júlíus hafði vel vaninn fjárhund, sem var honum ómet- anlegur styrkur í þessum eltingaleik. Nú víkur sögunni niður til réttar — en hún mun þá hafa staðið á eyrunum við Skíðadalsá gegnt bænum Hnjúki, en undir Kóngsstaðahálsi norðanverðum. — Þegar liðið var nokkuð á daginn og Júlíus ekki kominn ,tóku menn að ótt- ast um hann. Enn var þó beðið um stund, enda vonast eftir að ástæðan væri sú, að hann hefði lent í baráttu við óþægt fé, þótt engum dytti í hug hið rétta í þessu sambandi, og sízt að hans væri að vænta ofan af Kóngs- staða- eða Þverárdal. Loks voru þrír kunnir menn sendir fram í afrétt til að leita hans. En um það bil er menn þessir voru komnir nokkuð fram fyrir Kóngsstaði, kom Júlíus á hálsinn upp af réttinni. Snerist nú ótti manna í fögnuð, sem eðlilegt var yfir svo góðum leikslokum. Var nú brugðið við og sendir tveir menn vel ríðandi á eftir hinum til að segja þeim tíðindin og snúa þeim við. Er Júlíus kom niður hálsinn var auð- séð að kindur þær, sem hann var með, voru orðnar mjög þreyttar, því að hann þurfti öðru hvoru að hvetja þær áfram. Þegar í réttina kom tóku eigendur sauðanna á móti honum með þakklæti. Hafði Sigurður bóndi Sigurðsson í Tungufelli orð fyrir þeim og kvað ekki sæma annað en láta það sjást í verki að þeir virtu þetta nokkuð. Tók hann því næst upp peningabuddu sína og úr henni tvo tveggja króna silfurpeninga, fékk Júlíusi og bað hann eiga, en Sig- urður átti tvo sauðina. Að dæmi hans fóru svo hinir og fengu honum sínar tvær krónurnar hvor, en þeir voru, auk Sigurðar, Halldór Hallgrímsson, bóndi, Melum, Jón Runófsson, bóndi, Hrcið- arsstöðum, og Sigfús Sigfússon, bóndi, Krosshóli. Okkur nútímamönnum finnst áreið- anlega, mörgum hverjum a. m. k., að hér hafi verið um óverulega þóknun að ræða, sérstaklega ef borin eru saman daglaun þá og nú, og víst munu þetta hafa þótt góð daglaun. Hitt er vo aðal- atriðið, að gleði Júlíusar yfir unnum sigri mun áreiðanlega hafa verið honum meira virði en ✓krónurnar, sem hann fékk, og þannig á það líka að vera. Eigi vill sá, sem þetta ritar, gizka á þá vegalengd, sem hér um ræðir, talið í kílómetrum, en víst er að leiðin hefur verið löng, og mundi áreiðanlega þykja í frásögur færandi, hefði það verið hlaupið með litlum hvíldum, t. d. á fimmta tug hinnar tuttugustu aldar. Hér hefur verið farið fljótt yfir sögu. Mér er það vel ljóst, að ýmsu er ábóta- vant í frásögninni, enda yfir þrjátíu ár síðan mér var frá þessu sagt. Rétt er að geta þess, að heimildarmaður að þess- um þætti var Júlíus sjálfur, skrumlaus maður og orðvandur í bezta lagi, sem ekki vildi vamm sitt vita í neinu. t *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.