Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 11

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 11
JÓLABLAÐDAGS 11 son,‘ síðar skólastjóri, fyrir minni utan- héraðsmanna, og fleiri innanhéraðs- fflenn tóku til máls. Af utanhéraðs- mönnum fluttu ræður séra Matthías Jochumsson, séra Jónas Jónasson á Hrafnagili og Stefán Stefánsson skóla- meistari. Söngur var milli ræðuhalda þessara síðasttöldu manna. Þegar ræðuhöldunum var lokið, hóf- ust glímurnar. Var þá fyrst sungið „Táp og fjör og frískir menn“. Þarna voru samankomnir allir færustu glímumenn sýslunnar, er nú skyldu sýna snilld sína og leikni í sókn og vörn. Nákvæm athygli og áhugi fyrir þessari þjóðlegu íþrótt var meðal áhorfenda, og var þar margt bragðið snarlega lagt, og líka snöfurmannlega undan vikist. Fór glíman þarna fram, sem sönn íþrótt, eðlilega með nokkru kappi, en drengi- legu á allan hátt. Fegurst þótti glíma þeirra bræðra, Jóns og Sigurðar Sig- fússona á Halldórsstöðum í Reykjadal, þegar þeir glímdu saman. Til gamall málsháttur, sem segir: „Enginn er ann- ars bróðir í leik“, og þótt takmark hvers glímumanns sé að fella leiknaut sinn, þá ýar glímt þarna í vinsemdar- og bróðurhug, eins og líka átti að vera. Úrslit glímunnar urðu þau, að Sigurður Sigfússon — Sigurður Bjarklind — á Halldórsstöðum í Reykjadal varð sig- urvegarinn. Síðasti liðurinn á dagskránni voru kappreiðar. Á þeim árum 'áttu margir Þingeyingar ágæta reiðhesta. Voru all- margir þeirra lagðir þarna fram. Þó komu þarna ekki til greina tveir af- bui-ða skeiðhestar, þeir Blesi Jóns í Múla — Múla-Blesi — og Ljótur Pét- urs á Gautlöndum. Af þeim, sem lagðir voru fram, skulu aðeins nokkrir nefnd- ir. Af skeiðhrossum: Dína Jóns Ólafs- sónar á Einarsstöðum í Reykjadal og Hremsa Helga Sigurðssonar á Hróa- stöðum í Fnjóskadal. Af stökkhestum: Gustur Sigurðar Sigfússonar á Hall- dórsstöðum og Neisti Steingríms sýslu- manns í Húsavík. Líka voru þarna lagðir fram hestar af Akureyri og úr Eyjafirði. Brúnskjóttur og gráskjóttur, sem Eggert Laxdal kaupmaður átti, og rauðsokkóttur, eign Páls Hallgrímsson- ar í Möðrufelli, miklir skeiðhestar. Af stökkhestum utanhéraðs skal aðeins nefndur Rauður Kristjáns Pálssonar í Möðrufelli, grimmur stökkhestur. Mannfjöldinn stóð í röðum beggja vegna skeiðvallarins. Hófust svo kapp- reiðarnar. Stóðu þær yfir alllangan tíma, sem þótti þó fljótur að líða, því að fylgzt var með þeim af aðdáun, og þóttu þær einn skemmtilegasti liður dagskrárinnar. Enda munu fáir svo þungt haldnir andlegri kyrrstöðu, að það róti ekki við þeim að horfa á „fjör- gammsins stoltu og sterku fótatök“ á rennisléttum skeiðvelli. Að þeim loknum las Pétur á Gaut- löndum tímana. sem hestarnir höfðu fengið, og dómnefndin hafði skrásett. Á skeiði hafði brúnskjóni Eggerts Laxdal fengið beztan tíma, en á stökki Gustur Sigurðar Sigfússonar. Næstur honum var Rauður Kristjáns Pálssonar. Mátti segja að hlutur þeirra félaga Sigurðar og Gusts væri góður þennan dag. Þar með var aðaldagskrá hátíðarinn- ar lokið. Þá söng kórinn enn nokkur lög. Kvaddi þá Sigurður í Yztafelli sér hljóðs og sagði hátíðinni slitið með ræðu. Sagðist honum vel að vanda. þakkaði hann mönnum komuna, minnt- ist utanhéraðsmanna, að hafa heiðrað Þingeyinga með nærveru sinni. Óskaði öllum giftusamlegrar heimferðar og að dagur þessi mætti sem lengst lifa ,í end- urminningu þeirra allra og verða þeirra varanleg eign. Var svo að lokum sung- ið: „Vegir skiljast, héðan burt skal halda“. Þegar að kvöldi leið, fór þokan að láta á sér kræla í brúnum Ljósavatns- skarðs og Kinnarfjalla. Var, sem hún vildi minna á, að hún hefði bæði vald og mátt til að draga skugga á gleði manna þennan ánægjuríka dag. Var hún óþarflega harðhent, að breiða sína gi-áu slæðu yfir fjöll og láglenði, því að á skammri stundu var allt hulið þoku. En rétt um sama leyti var kominn tími hestagæzlumannanna að reka hrossin heim að garði. Mátti þá heyra hávaða mikinn, hvell og hrynjandi hnegg hest- anna, sem hlupu og hringsnerust í leit hverir að sínum heimafélögum og vin- um, og hróp og köll manna um að vera vel á verði, svo að ekki tapaðist neitt út í þokuna. Jafnvel rakkarnir, sem hjálpað höfðu til við hestagæzluna um daginn, létu óspart til sín heyra. Þarna var saman komið mikið á þriðja þús- und hesta. Gátu sumir Þingeyingar þess, að aldrei fyrr hefðu þeir augum litið slíka hrossabreiðu, sem tæplega sást þó út yfir í þokunni. Alllangur timi gekk í það fyrir mönn- um, að finna reiðskjóta sína og söðla þá, tókst það þó farsællega að lokum. Stigu menn svo smátt og smátt á bak og hver liélt í sína heimaátt, ekki einn og einn, heldur í smærri og stærri hópum. En þótt þokan væri úrsvöl og grá, ork- aði hún ekki að varpa skuggum á minn- ingar dagsins, því að glatt og bjart var í hugum allra, er heim var haldið. En staðurinn drúpti hljóður í .þokuhafinu, bíðandi eins og mennirnir, rísandi sól- ar að morgni. Nú er margt af því fólki til moldár gengið, sem þá var kringum miðjan aldur, og sótti héraðshátíð þessa að Ljósavatni. Þó eru enn á lífi nokkrir menn í Þingeyjarsýslu. nú í hárri elíi, ennfremur Steingrímur Jónsson, fyrrv. bæjarfógeti á Akureyri, og kona hans, Guðný Jónsdóttir, sem bæði settu svip sinn á hátíðina. Hinir, sem þá stóðu í blóma lífsins, eða um tvítugsaldur, eru að verða, og þegar orðnir, gamlir menn. Þetta gamla fólk minnist þó enn þann dag í dag þessarar hátíðar með óblandinni hrifningu. Líklegt má telja, að þessi héraðshá- tíð Þingeyinga hafi fært hugi fólksins í héraðinu saman til nýrra átaka, og átt nokkurn þátt í þeim framfara- og félagsmálahreyfingum, sem urðu eftir aldamótin. Ef litið er um öxl, til fyrri tíðar, og athuguð aðstaða sú, er fólk hafði þá, til að sækja mannfundi, og borin saman við þau þægindi, sem fólk hefur til þess nú, þá er munurinn vissulega mikill, og maður skyldi þá segja til bóta. Þá voru ekki önnur samgöngutæki á landi en hesturinn eða þá að ganga á sínum eigin fótum, eins og heilbrigðir menn. Þá voru ekki upphlaðnir vegir eftir sveitum landsins og þá voru flestar stórár óbrúaðar, sem ferja varð stund- um fólk og reiðtygi yfir og sundleggja hesta. Þessa erfiðleika lét fólk ekki aftra sér frá að sækja mannfundi, hvort heldur þeir voru til skemmtana boðað- ir eða ræða þurfti nauðsynja- og áhugamál, eins og augljóst var að þessu sinni, því að þá voru t. d: Eyjafjarðará og Fnjóská báðar óbrúaðar og í miklum vexti, svo að ferja varð fólk yfir þá síðartöldu, en fjöldi fólks þurfti yfir báðar árnar að sækja, bagði af Akur- eyri og úr Eyjafirði, jafnvel vestan úr Skagafirði. Talað er um, að oft sé kátt og liggi vel á fólki á ferðalögum í bílum. Má það satt vera. En hins má þá líka minn- ast, að oft var „glatt á hjalla"1 þegar fólk á fyrri árum þeysti á hestum í stórum hópum til mannfunda, eftir sléttum vatnsbökkum, melum eða mjúkum moldargötum, þegar reið- skjótinn lék við tauminn, reisti sig í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.