Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 4
4 JÓLABLAÐD AGS Kvennaskólinn á Laugalandi 1877-96 Þáttur um aðdraganda skólahalds og upphaf eftir séra BENJAMÍN KRISTJÁNSSON Séra Benjamín Kristjánsson á Laugalandi hefur ritað sögu kvennaskólans á Laugalandi hins eldra, 1877—1896. Er þar skráður merkur þáttur úr menningarsögu Eyjafjarðarhéraðs. — Dagur hefur leyfi höfundar til að birta þessa sögu, og fer hér á eftir upphaf frá- sagnarinnar, aðdragandi skóla- stofnunar og fyrsta skólahald. En framhald sögunnar verður birt í blaðinu eftir nýjár. INNGANGUR. Þjóðhátíðin 1874 kom miklu róti á hugi íslendinga. Með stjórnarskrá Kristjáns konungs IX. fékk Alþingi loksins umráð yfir fjármálum landsins, og þá vöknuðu forystumenn þjóðarinn- ar fyrst fyrir alvöru til umhugsunar um það, hve margvísleg málefni biðu úr- lausnar. Þessi vorhugur breiddist út um allar sveitir og ólgaði í hverju byggðarlagi. Framfarafélög voru stofn- uð, sem höfðu jarðrækt og alls konar umbótamál á dagskrá sinni, ráðizt var í að ryðja fjallvegi, brúa ár og byggja fundahús. Aimennur áhugi ríkti að hefjast handa um hvers konar viðreisn þjóðfélagsins. í umræðum um þessi mál kom fram sterk trú manna á það, að aukin mennt- un alþýðu væri éitt fyrsta og nauðsyn- legasta skilyrðið fyrir vaxandi þjóð- menningu. Kom jafnvel fram á þessum árum svo stórhuga tillaga, að stofna skyldi 9 gagnfræðaskóla og 9 kvenna- skóla^ þannig, að gagnfræðaskóli og kvennaskóli væri til skiptis í hverri sýslu allt umhverfis land (Norðanfari 1876, bs. 61). En þrengri var þá fjár- hagur þjóðarinnar en svo, að á þessa tillögu væri litið, enda var fremur smátt skammtað til menntamála næstu ár. Þó sannaðist það hér, að viljinn dregur hálft hlass. Upp úr þessum umræðum spruttu fjórir skólar: Kvennaskólarnir í Reykjavík, Laugalandi og Ytri-Ey og gagnfræðaskólinn á Möðruvöllum. Enginn efi er á því, að kvennaskól- inn í Reykjavík, sem komið hafði verið á fót fyrir ötula forgöngu frú Þóru Melsteð, varð hvötin að stofnun hinna norðlenzku kvennaskóla. Var hvort tveggja, að erfitt var að sækja þangað skóla fyrir stúlkur víðs vegar að af landsbyggðinni, eins og samgöngum var þá háttað, og auk þess var sú skoðun ríkjandi, að æskilegra væri fyrir sveitastúlkur að læra í skóla, sem sett- ur væri í sveit. í þriðja lagi var einn kvennaskóli vitanlega alls ófullnægj- andi, ef gert var ráð fyrir almennri menntun kvenna. Skal nú gerð nokkur grein fyrir stofnun kvennaskólans á Syðra-Lauga- landi og því lýst, hvaða hugsjónir vöktu fyrir hvatamönnum hans. Undirbúningsfundir. Á gamlaárskvöld 1874 var haldin skemmtisamkoma að Espihóli í Eyja- firði. Hana sóttu um 150 manns víðs vegar að úr héraðinu. Helztu skemmti- atriðin voru: ræðuhöld, söngur og álfa- dans og var í sambandi við hann brenna mikil fremst á Espihólnum. — Þegar brennunni lauk, fóru allmargir eldri og yngri menn heim að Espihóli og var þar fundur settur. Dagskrármál- ið var það að bindast samtökum til að hrinda í framkvæmd einhverju menn- ingarmáli í héraðinu til minningar um þúsund ára byggð landsins. Skoðanir I Kvennqskólinn á Laugalandi. Smiði lians var loliið 1879. Stóð til 1896.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.