Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 24

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 24
24 JÓLABLAÐ DAGS SAMTÖKIN Lítil barnasaga eftir Á. N. ,,Sæl Elsa. Ætlar þú á jólatrés- skemmtunina?" sagði Lóa, dóttir Jens póstmeistara. ,,Eg veit Jtað ekki,“ svaraði Elsa. „Mamrna er alltaf hálf lasin, og þá verður einhver að vera heima hjá krökkunum." Elsa átti þrjú systkin, Bjarna, Árna og Guðrúnu litlu. Mamma Elsu var ekkja og prjón- aði fyrir fólk. Lóa var að borða gómsæta köku, og Elsa fylgdi hverj- um hita með augunum. Morgun- verður hennar hafði verið al' skorn- um skammti, og nú fann hún sann- arlega til sultar. „Æ, eg hef ómögulega lyst _ á meiru. Eg verð að henda því, sem eftir er,“ sagði Lóa kæruleysislegá. „Ó, blessuð fleygðu ekki svona góðum mat,“ sagði Elsa. F.n svo roðnaði hún allt i einu upp í hárs- rætur. „F.rtu búin með nestið þitt?“ spurði Lóa. „Nei,“ svaraði F.lsa. „Hafðir Jni ékkert nesti með þér?“ Hún fór að skilja, hvernig í öllu lá. „Það vúr svo lítið til af brauði heima,“ stamaði F.lsa. „Góða Itorðaðu þá jretta, sem eg á eftir," sagði I.óa, um leið og luin rétti henni stóra brauðsncið. F.lsa varð ákaflega glöð, Jrví að hún var mjög svöng. Nú var hringt inn í skólann, og telpurnar hlupu í röð- ina sína og gengu inn. Kennslukonan tók nú til máls: „Eg hef fengið leyfi til að taka fjór- ar stúlkur úr þessari deild með mér á jólahátíðina." Augu telpnanna ljómuðu. Hverjar skyldu fá að fara? „Nú skulum við sjá,“ sagði kennslu- konan, „hver vill koma og draga?“ Lóa dró, og kennslukonan las nöfn- in, sem upp komu: Ása Davíðs, Bára Kristins, Dóra Einars og Lóa Jens. Þær voru heldur en ekki kátar þessar í jórar, en veslings Elsa bældi niður grátinn. Hana langaði svo mikið til að fara á jólahátíðina. F.lsa bar sig vel það, sem eftir var tímans, en á heimleiðinni brast hún í grát. — Hvernig stóð á J)ví, að hún var svo fátæk, en hinir svo ríkir? Nú gat hún ekki farið á jóla- skemmtunina, af því að hún átti engan kjól til að vera í. Þess vegna varð hún að fara á mis við allt sæl- gætið, jólasálmana og skrautið. „Hvað er þetta, Elsa? F.rtu að gráta?“ heyrði hún allt í einu sagt. Þarna var þá kennslukónan komin. „Af hverju ertu að gráta, góða mín?“ spurði hún blíðlega. „Eg get ekki farið á jólaskemmt- unina,“ sagði hún hágrátandi. „Nú vegna hvers ekki?“ „Eg á engan kjól, og mamma get- ur ekki keypt nýjan kjól handa mér. Svo Jrarf að gæta systkina minna.“ „Góða vina mín, hættu nú að gráta. Við skulum sjá hvað setur.“ Kennslukonan fékk nú nóg að hugsa. Hún var einmitt á leið í kaffi gildi til Svanhildar, móður I ,óu. „Það er víst einhver fátæk stúlka í deildinni hennar Lóu. Lóa sagði mér, að hún hefði ekkert nesti með sér í skólann. Hún nefndi hana Elsu. Já, Lóa bað mig að lofá henni að fara í staðinn fyrir sig á jólatrés- skemmtunina." „En á leiðinni hingað hitti eg Elsu grátandi af því, að hún átti engin kjól til að vera í á jóla- skemmtuninni.“ „Ósköp eru að heyra þetta,“ sagði Svanhildur. „Hún þarf að fá kjól. Við skulum nú mynda saumafélag, og hafa fund á hverjum ])iiðjudegi hjá mér. Og J)á getum við saumað eitthvað handa öllum krökkunum." Kennslukonan studdi þessa hug- mynd, og var hún samþykkt í einu hljöði: Þar nteð var málið útrætt. Dag nokkurn rétt fyrir jólin var Elsa ein heima með systkinum sín- um. Þá var drepið á dyr. Elsa fór til dyra, og Bjarni og Árni komu þjót- andi á eftir. Kennslukonan var komin. Elsa vissi ekki sitt rjúkandi ráð, þegar hún sá, hver komin var. „Hver ert þú?“ spurðu drengirnir í einu hljóði. F.lsa skammaðist sín fyrir, hvað allt leit illa út inni. „Er móðir þín ekki heima?“ „Nei, hún'fór út.“ „Hver Itugsar um heimilið á meðan?“ „Það geri ég nú,“ svaraði Elsa. „Þú ert góð stúlka að hjálpa mömmu þinni, og þú kannt alltaf vel í skólanum,“ sagði kennslukon- an. „F.g kom hérna með böggla til ykkar. Hérna er kjóll handa þér'og systur })inni og buxur handa drengjunum. Þetta er frá mömmu hennar Lóu og nokkrum konum öðrum. Elsa var með hugann við jólaskemmtunina, en hún gleymdi samt ekki að þakka henni fvrir gjaf- irnar. Kennslukonan óskaði þeim gleðilegra jóla og kvaddi þau síðan. Hún var glöð og fagnandi í hjarta sínu, af því að hún hafði gert aðra glaða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.