Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 28

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 28
28 JÓLABLAÐDAGS , 1 . • ; !.] Þættir úr sögu Kvennaskólans á Laugalandi frá 1877-96 (Framhald af bls. 4). landsjóði og jafnaðarsjóði Norður- amtsins til þess að kenna húsfreyjum neðferð mjólkur og einkum smjörgerð og ostagerð. Eigi naut hennar þó lengi við skólann. Það var almennt viðurkennt, að vel væri séð fyrir kennslukröftum við Laugalandsskólann, en húsakosturinn var af skornum skammti tvö fyrstu ár- in. Ekki var hægt að taka nema 12 námsmeyjar fyrsta veturinn en 14 þann næsta, vegna þrengsla. Námsmeyjarnar fyrsta veturinn voru þessar: 1. Ásrún Jónsdóttir, Hripkelsstöðum, Eyf. 2. Dómhildur Sigurðardóttir, Reist- ará, Eyf. 3. Dýrleif Sveinsdóttir, Hóli; Höfða- hverfi, S.-Þing. 4. Elísabet Gunnlaugsdóttir, Stóru- borg, Hvs. 5. Guðríður Brynjólfsdóttir, Hrísum, Eyf. hann sá fólkið gera. En hamingjan góða! Hvað haldið þið að hafi orð- ið um veslings borgarstjórann, þeg- ar Pabló settist? Hann hafði næst- um því runnið aftur af asnanum, þegar Pabló áttaði sig, og til þess að gera nú gott úr þessu, stóð Pabló upp aftur í skyndi, en þá hentist borgarstjórinn fram af honum! Fólkinu fannst heldur en ekki hlægilegt að sjá Jrctta og fór að skellihlæja að borgarstjóranum og asnanum. Borgarstjórinn varð fok- vondur. „Farðu mcð þessa heimsku skepnu í burtu,“ hrópaði hann. Og veslings Jrjónninn kom hlaupandi og tók asnann og fór með hann á burt. „Ó, hvað mig langar til að verða aftur að skósmið,“ snökti Pabló.,, 6. Guðrún Guðmundsdóttir, Stærra- Árskógi, Eyf. 7. Guðrún Jakobsdóttir, Grímsstöð- um, Mýv., S.-Þing. 8. Guðrún Jónsdóttir, Bjarnarstöðum, S.-Þing. 9. Guðrún Oddsdóttir, Dagverðar- eyri, Eyf. 10. Hómfríður Jónsdóttir, Hofsstöðum, S.-Þing. 11. Ingibjörg Jónsdóttir, Hvammi, Höfðahverfi, S.-Þing. 12. Jóninna Jónsdóttir, Espihóli, Eyf. Svo er að sjá, sem þessar ungu meyj- ar hafi verið ánægðar yfir skólavistinni þennan fyrsta vetur á Laugalandi, þó að þröngt væri í húsinu. I Norðlingi birtist vorið 1878 þakkarávarp frá þeim, þar sem þær votta í fyrsta lagi for- stöðukonunni og kennslukonunni þakkir sínar fyrir alúð þeirra og ástundun við kennsluna, auk þess sem þær bera fram heillaóskir skólanum til handa. Ennfremur segja þær: Það er okkur kær skylda, að votta Eg skyldi gefa allt, sem eg á, til þess, að það gæti orðið.“ Og tárin runnu niður kinnar hans. „Ertu nú hryggur yfir Jrví, hvern- ig komið er fyrir þéi ?“ heyrðist hon- um sagt rétt hjá sér. „Æ, leyfðu mér að verða aftur að skósmíð,“ grátbað veslings asninn, hann Pabló. „Eg skal aldrei öfunda neiiln framar." „Eg skal gera }jað,“ sagði röddin. „En mundu Jjá, að alls staðar er eitthvað að, og að liver héfur sitt að kæra, hvort sem þeir eru menn eða dýr.“ Síðan breyttist asninn aftur í Pabló skósmið, sem lifði lengi og vel og öfundaði aldrei neinn framar. ekkjufrú Kristjönu Havstein vort inni- legt þakklæti fyrir þá miklu elskusemi, sem við höfum notið hjá henni og móð- ur hennar elskulegu í svo ríkum mæli á umliðnum vetri.... Við getum held- ur ekki undanfellt innilegt þakklæti okkar til alþingism. Eggerts Gunnars- sonar, því að þess ber að minnast að hann hefur reynzt stoð og stytta hins norðlenzka kvennaskóla. Umhyggju hans og .óþreytandi áhuga er það að þakka, að þetta lofsverða fyrirtæki er komið á fót og hefur náð þeim vexti og viðgangi, að framtíð skólans má nú heita trygg, ef við stúlkurnar bregð- umst eigi þessari okkar eigin stofnun, sem við vonum og biðjum af hjarta, að aldrei megi ásannast. Við getum heldur eigi undanfellt að þakka hr. Eggert Gunnarssyni fyrir það, hvað hann hefur stórum ívilnað okkur í öllum tilkostn- aði.“ Með þessu síðasta er átt við það með- al annars, að kennsla og húsnæði var ókeypis í té látið, en námsmeyjarnar þurftu aðeins að greiða fæðiskostnað, sem þennan fyrsta vetur var kr. 0.60 á dag. Ennfremur lagði skólinn til rúm og rúmfatnað, húsbúnað og öll áhöld. Fyrsta reglugcrðin. Að öðru leyti lýsir fyrsta reglugerð Laugalandskóla betur en nokkuð annað starfsháttum skólans fyrstu árin og hugsjónum þeim, er vöktu fyrir stofn- endum hans. Hún er undirrituð á Laugalandi 1. okt. 1877 af þeim Eggert Gunnarsyni og Einari Ásmundssyni í Nesi, en þeir munuHhafa samið hana eftir tillögum frú Kristjönu Gunnars- dóttur. Var reglugerðin staðfest af stiftsyfirvöldunum yfir íslandi 7. ág. 1879. Hún er svohljóðandi: 1. grein. Stundatal. „Skólinn stendur hvern virkan dag á tímabilinu frá 1. okt. til 14. maí ár hvei't. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.