Dagur - 18.12.1954, Page 21

Dagur - 18.12.1954, Page 21
JÓLABLAÐDAGS 21 Hvíslið á Almeimingum Frásöguþáttur eftir Magnús Gunnlaugsson. ÞAÐ MUN hafa verið um miðjan október 1915, að fregn barst um það, utan frá Úlfsdölum (vestan Siglufjarð- ar), að þar væru nokkrir kindur innan úr Fljótum, sem æskilegt væri að yrðu sóttar sem fyrstt. Eg var þá vinnumaður á Hraunum ásamt mörgu fleira fólki hjá þeim merkishjónum Guðmundi Davíðssyni og Ólöfu Einarsdóttur, er þar bjuggu. Var nokkuð af þessu starfsliði ungling- ar, er komið hafði verið í vist þangað yfir lengri eða skemmri tíma, einkum frá Siglufirði. Sumt af þessum ungling- um var í eðli sínu vandað, bæði í orði og athöfnum, annað miður miðui\ eins ,og gengur. Voru þau hjón þekkt að því að vilja hafa siðbætandi áhrif á ung- lingana, bæði til orða og verka, þótt það bæri ekki ætíð þann árangur sem til var ætlast, eins og oft vill verða, þar sem margt ungt fólk er saman komið. Á þessum árum var draugatrúin, cða þjóðtrúin, enn í fullu fjöri að heita mátti, enda var fólkið óspart á að blása að þeim glæðum með því að segja hvert öðru meira og minna mergjaðar sögur um: Búðartungudrauginn, er hafðist við í Búðartungugilinu skammt fyrir sunnan túnið, um Þorgeirsbola, sem menn þóttust oft sjá í svokölluðum Hálstóftum skammt neðan við túnfót- inn; báðir þessir óvættir höfðu það til, að sögn, að gera vegfarandanum marga skráveifu, einkum ef einn var á ferð eftir að dimmt var orðið. Loks voru svo skeljarskrímslin við sjávarsíðuna með öllum sínum hrika- leik og ógnaraffi, sem öllum stóð hinn mesti stuggur af. Auðvitað vorum við ungmennin bráðsólgin í þessar sögur og aðrar slík- ar, enda þótt við þyrðum varla að þver- fóta eftir að skyggja tók. Eitt af því, sem okkur unglingunum var sagt í sambandi við sjóskrímslin var, að eitt sinn hefði Gðmundur Ein- arsson, afi Ólafar húsfreyju, bjargað sér á skautum á Miklavatni undan einu sliku skrímsli. En hvað sem þessari þjóðsögu líður, mun hitt ekki vera neitt skrum, að Guðmundur hafi verið talinn einhver mesti skíða- og skautagarpur síns tíma, eftir því sem gamlir menn sögðu frá. Væri freistandi að minnast á eitt- hvað af því, sem eg heyrði um skíða- leikni hans, en hvort tveggja er, að nokkuð er farið að förlast minnið, svo að frásögnin væri í lagi, og svo kemur það ekki þessum þætti við. Eins og getið er í upphafi þessa þátt- ar, komu orð um það, að úti á Dölum væru nokkrar kindur innan úr Fljótum, sem æskilegt væri að yrðu sóttar sem fyrst. Eigi var þess getið, hvað margar þær væru eða á hvaða bæ geymdar. Það féll í minn hlut að fara þessa ferð, mun hafa verið allmikill geigur í mér, þar sem vegurinn út Almenninga lá sums staðar allnærri sjó, en leiðin löng og því nokkurn veginn víst að eg myndi lenda í myrkri til baka, en sam- kvæmt framanskráðu mátti táplítill og trúgjarn unglingur búast við ýmsu mið- ur skemmtilegu cftir að dimmt væri orðið. Eg lagði af stað árla dags í blíðatogni og bezta veðri, loft var að vísu nokkuð skýjað, en tungl í fyllingu, og var það auðvitað bót í máli, því að þá mundi myrkrið ekki verða eins geigvænlegt á heimleiðinni. Eg held, sem leið liggur, út svokall- aðan Dalaveg, út yfir „Heljartröð“ og hér blasa við innri og ytri „Eggjar“ ásamt ýmsum fleiri vinalegum örnefn- um, sem smalinn var venjulega býsna fljótur að kynnast. Og brátt er eg kominn út í minni Hraunadals, og þarna sést upp í Siglu- fjarðarskarð, Fellin og Göngudalinn. Já, og þarna er gamla selið, þar sem eg var stundum með ærnar um sumarið og eg get ekki stillt mig um að rifja upp nokkuð svo einkennilegt atvik, sem þarna henti mig. Það er svarta þoka, en gott veður að öðru leyti, ærnar eru spakar á beit í kingum selið, svo að mér er alveg óhætt að fá mér blund. Þá dreymir mig að til mín kemur maður sem eg þekkti vel, og talar til mín í mildum bænarrómi, að mér fannst, og vill hann láta mig fara burtu af þessum stað eg gef þessu eng- an gaum en sef sem fastast. Aftur kem- ur hann, og þá ekki í góðu skapi, enda gróf og hávaðasöm röddin, en það fer á sömu leið, að eg fer hvergi. Svo kém- ui' hann í þriðja sinn og er það þá ekki mannsrödd, heldur ljót og digur bola- raust, og þá vaknaði eg, en þá er eg búinn að svo mikla „martröð", að eg get mig hvergi hreyft. Það má nærri geta hversu notalegt það hefur verið að vakna undir þessum kringumstæðum og geta ekki rótað sér. Þarna lá eg lengi, að mér fannst, án þess að geta hreyft mig (mun þó ekki hafa verið nema stutt stund). Svo gat eg lítið eitt rótað ann- arri hendinni, og var eg um leið allur laus úr þessari prísund. Eg reis nú á fætur, gekk í kringum sclið, rýndi út í þokuna í leit að þess- ari einkennilegu draumveru, en ekkert sást. Aldrei var eg óttasleginn, þó að eg kæmi á þennan stað síðar, og ekki varð eg var við neitt, hvorki í vöku eða svefni nema í þetta eina sinn. Auðvitað var mér sagt heima, að þarna hefði lengi verið talið reimt, og því ckki undarlegt þótt við mér væri stjakað hálf ónotalega. En hvað sem allri drauga- eða þjóðtrú líður, þá er þctta einkennilega fyrirbrigði úr lífi mínu frá þessum árum engin þjóðtrú eða skröksaga, svo vel er mér þetta enn í minni, þótt eg telji ekki ástæðu að hafa um það fleiri orð. Og nú er bezt að hverfa frá þessum hugleiðingum og halda áfram ferðinni, því að búast má við ýmsum töfum á leiðinni í sambandi við erindið. Eg held fram hjá Hrólfsvöllum og Þúfnavöllum, tveim eyðibýlum,er staðið hafa um það bil á miðjum Almenning- um. Þarna hefur eflaust verið háð erfið lífsbarátta eins og á svo mörgum af- skekktum sveitabýlum fyrr og síðar, en bót hefur að verið, ef býlin hafa verið byggð samtímis, því að þarna hefur verið skammt á milli, en nóg um það. Eg held fram hjá Almenningsnöf, út yfir Dalaskriður, brattar og hálf hrika- legar, en þó sæmilega greiðfærar, a. m. k. yfir sumartímann. Eg kem að Máná, innsta bæ á Dölum, ber upp erindið, sem eg fæ fljótt það svar við, að þar séu engar kindur innan úr Fljótum. Eftir að hafa þegið góðan beina, held eg út að Dalabæ; er þangað kemur fæ eg sama svarið við erindinu, en mér er sagt þar, að þær muni vera úti á Engidal. Eg held svo áleiðis út eftir, en þarna * k

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.