Dagur - 18.12.1954, Síða 24

Dagur - 18.12.1954, Síða 24
24 JÓLABLAÐDAGS truflun á taugakerfinu væri orsök þess- arar andvöku. Áfram heyrði eg sama fótatakið. Og nú féll eg í einhverja undarlega leiðslu. Eg vissi að eg var vakandi, en gat mig hvergi hrært. Og allt í einu sá eg um alla stofuna. Eg sá borðið, stólana og bókaskápinn og allt, sem inni var, og þó horfði eg niður í koddann, sem eg hvíldi á. Og hjá bókaskápnum sá háan, grannleitan mann. Eg þekkti þegar, að þetta var Friðrik. Ekki hvarflaði það að mér, að neitt væri óeðlilegt við þetta. Og svó undarlega brá nú við, að mér þótti eg skilja orð hans, þótt ekki heyíði eg þau á venjulegan hátt. „Hér er eg kominn eins og um var talað. Eins og þú sérð lifi eg enn, þótt líkami minn dæi. Að öðru leyti get eg ekki skýrt þér frá þeim heimi, sem eg lifi í. En skilaðu til félaga okkar, sem með okkur voru kvöldið góða, að þeir skuli búast við framhaldslífi eftir líkamsdauðann, og að bezti undirbún- ingur undir Joað sé að sýna miskunn- semi og kærleika." Og nú þóttist eg sjá, að Friðrik gengi fram að dyrunum og út. En um leið og sýnin hvarf, kom eg til sjálfs mín aftur. Eg reis upp í rúminu og rifjaði upp í huganum það, sem gerzt hafði. Eg mundi það allt greinilega. Eg fann að tæplega yrði meira um svefn að ræða. Hugur minn snerist enn um þennan at- burð. Allt hafði þetta komið svo óvænt. En eg hafði þekkt Friðrik og skynjað hugsanir hans. Um það var ekki að villast. Eg las fram undir morgun, en blund- aði þá ofurlítið. En þetta er sú undar- legasta nótt, sem eg hef lifað. Á næsta spilakvöldi sagði eg félögum mínum frá viðburðum þessarar undar- legu nætur. Við ræddum um þá nokkra stund. Svo byrjuðum við að spila aftur. Allt var óbreytt, nema í sæti Friðriks sat nú Gunnar búðarmaður. „Fjórir spaðar,“ sagði eg. Og kaup- félagsstjórinn lagði sín spil á borðið. Jól í Kaufimannahöfn ÓVÍÐA ER JÓLUM fagnað með meiri gleði en í Danmörk. Jólasiðir Dana eru gamlir og í heiðri haldnir. Ferðamenn taka mest eftir jólatilstandi verzlana í borgunum, en innan heimil- anna er kyrrlátari blær á jólahaldinu. — Enginn, sem verið hefur í Kaup- mannahöfn á jólaföstunni, getur gleymt því, sem þá ber fyrir augu. Þegar fyrir mánaðamót koma fyrstu jólasveinar verzlananna á kreik og glitrandi jóla- trésskraut skýtur upp kollinum í búð- argluggum. En strax með desember- komu hefst dýrðin fyrir alvöru. Hvers kyns ljósaútbúnaður og glitvarningur er notaður til þess að lokka vegfarend- ur inn á „Strikið" og aðrar verzlunar- götur. Þegar kemur fram undir miðjan mánuð kemur „Byens Juletræ“ á Ráð- hústorg, venjulega mikið og fagurt. En það er ekki látið nægja. 40—50 tré, sem eru allt að 4 metrar á hæð, eru sett fyrir framan ráðhúsið. — Við bæjar- jólatréð er glerkista og þar láta Kaup- mannahafnai'búar sinn skerf til þess að gleðja fátæka. Glittir á peningana til augnagamans fyrir vegfarendur og jseim til hvatningar að láta aura fljóta með. í fyrra lá íslenzkur 10 kr. seðill í kistunni, innan um allan gjaldeyrinn, og lét fara vel um sig, sagði íslenzkur vegfarandi, sem átti leið þar hjá í des.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.