Dagur - 18.12.1954, Qupperneq 30

Dagur - 18.12.1954, Qupperneq 30
30 JÓLABLAÐ DAGS kvöld, þá undrast liann ekkert meira en kyrrðina sem ríkir. I öll- um öðrum bæjum er það þannig, að þegar klukkan slær tólf ætlar allt* af göflunum að ganga, eimpípurnar blása og 'klukkurnar hringja, og skotivvellir duna, en heima hjá okk- ur heyrist ekkert nema ef .vera skyldi í ein'hverjum manneskjum að tala saman. Auðvitað er sérstök ástæða fyrir kyrrðinni, sem ríkir í gamla 'heima- bænum mínum vestur á'slét-tunni á gamlárskvöld, því að öll önnur kvöld heyrist þar varla mannsins mál fyrir alls konar gauragangi. En upphaf þeirrar sögu var löngU áð- ur en eg fæddist, en þá var sam- þykkt reglugerð, sem kveður svo á, að það skuli teljast refsivert að stofna til nokkurs liávaða eða mannaláta á gamlárskvöld. Af i minn segir mér þessa sögu eitt sinn þegar eg kem heim eftir að hafa verið í Denver, en þar kunna þcir sér engin læti þegar nýja árið ríður í garð. Eg fer því að kvarta mn það við afa, að við höfum dreg- ist aiftur úr Denver og sé illt að una við það. „Eg skal segja þéi, drengur , rninn,“ segir afi, ,,að eimblástur, skotlhvellir, hross'a-brestir, klukku- hringingar og annar gauragangur á gamlárskviild tíðkaðist hér á gaml- ,;árskvöld löngu áður en nokkur jnaður liafði heyrt að Denver væri til.“ Afi gamli þagnaði, en bætti svo við til áherzlu: „Og þó einkum skothvellir." 1. . „Og satt bezt að segja,“ Iiélt hann áfram, „voru það skothvellirnir sem gerðu 'alla ólukkuna þarna um árið, þegar við liéldum í fyrsta ski])ið upp á áramótin svo að eftir væri tekið, og síðan he'fur gámlaárið ekki borið sitt barr hér í bæ.“ „Auðvitað hafa tímarnir breytzt síðan í gamla daga,“ Iiélt hann , áfram, „og líklegast gerði ekkert til lengur þótt við héldum upp á nýja árið með eimpípublæstri, klukkna- hringinum og skotihvellum, en hér breyta menn aldrei reglugerðum,. sem búið er að setja, og hver veit nema jrað sé líka farsælast. Mver veit.“ „Jæja,“ segir hann svo. „Þetta var nú svo sem enginn bær þarna um árið þegar -við ihéldum upp á nýja- árið og saLt að segja datt okkur ekki í hug að nýjársöl væri á könn- unni daginn þann, eða tilefni væri til fagnaðar, en þá er það sem mál- inu skýtur allt í einu upp á öl- knæpu sem Heimsendi nefnist, og iþar er kominn náungi, sem heitir Pétur grafari og er uppfullur af þessum nýjársfagnaði. „Nú er Pétur grafari svo sem eng- in merkispersóna, en/hann á dálítið viðkvæma I.und og tekur hátíðlega það scm að höndinn ber og hann stillir sér allt í einu upp og segir við okkur: „Virðulega samkoma," segir 'hann, „hið unga ár er við þröskuld- inn og skyldan býður okkur að fagna því eirjs og vera ber. Undan skyldunni getur enginn komist, scm ekki vill svíkja sjálfan sig. Okk- ur ber því að va’ka hér í nótt og halda uppi fagnaði og drekka skál nýja ársins þegar það kemur í hlað.“ „Néi, enginn sá neitt athugavert við þetta,“ ségir afi, „vegna þess að við mundum hafa setið alla nóttina hvort cð var við ölþamb og fleira, en þá lendir Pétur grafari í hörku- rifrildi við Jóa McGurk,sem heldur því fram að þetta geti ekki verið gamlárskvökl, því að á gamlárs- kvöld sé ævinlega miklu meiri snjór á jörðu.“ „En Pétur grafari sýnir öllum fram á, að nú séu svo og svo margir dagar liðnir síðan Sam Hall fékk jólakortið austan frá strönd, og þess vegna hljóti gamla árið að vera að syngja síðasta versið og nýja árið að lialda innreið sína, og áUit fall- ast á þessa skoðun og þar með er það mál afgreitt, encla þægilegt í öllu falli aðhafa gilda ástæðu til að sitja uppi alla nóttina og þamba öl og fleira." „Jæja,“ segir afi enn á ný, ,,og svo verður þetta eitthvert stærsta kvöld, sem ýfir þennan bæ liefur gengið. Við sitjum uppi á Heims- enda fyrri part kvöldsins, en seinni part -kvöldsins á barnum á Blóðöxi, og þegar úrið lians Sam Hall er tólf þá hellum við okkur éit á strætið með kúabjöllur, hrossabresti og sexhleypur og þá fer að -fæ.rast líf í tuskurnár." „Já, háváðinn var yfrið nægur til þess að fullnægja þrá allra þeirra, sem Ihöfðu talað um of mikla kyrrð á gamlárskvöld, jafnvel þótt Pétur grafari, blessaður gamli sauðurinn, heyrði aldrei neitt, því að þegar stundin rann upp var liann lagstur fyrir á bak við barinn á Heims- enda, því að liann hafði staðið í stríði striingu um kvöldið.“ .yHvað' gerðist svo? Ja, það er von að þú spyrjir, karl minn. En þegar hæstu öldurnar fer að lægja og fólk fer að koma á kreik iir húsunum í kring og út á götuna, þá finnast þar þrír dauðir Mexíkanar, liggj- andi hér og þar á strætinu, og f jórir góðborgarar talsvert sárir. Þar að auki finn eg tvö göt á nýja Stetson- hattinum mínum og hvorugt gatið leit éit fyrir að vera þar fyrir til- vil jun.“ „Nú er það staðreynd á þeirri tíð, að ekki er til sá borgari í þessum bæ, -sem ekki hittir silíurpening á finnntíu metra færi með sexhleyp- unni sinni, drukkinn eða éxlrukk- inn, svo að það stendur ekki heima að þarna hafi verið farið eins kæru- leysislega með skotvopn og ætla mátti við fyrstu sýn.“ „Við tökum því saman ráð okk- ar daginn eftir og samþykkjum reglugerðina, sem enn er í gildi, að ekki megi hleypa úr byssu eða hafa í frammi neinn annan hávaða á

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.