Dagur - 23.12.1959, Qupperneq 29

Dagur - 23.12.1959, Qupperneq 29
JÓLABLAÐ DAGS 29 scð, að fólkið kvíðir ekki fátækt. Það reynir ekki að aura saman fé til elliáranna og- er áhyggjulaust, þótt ekki renni mikið fé um henclur þess. Hæst eru laun þeirra, sem eru langskólamenntaðir, og standa tæknimenntaðir menn þar frenistir. Einn rithöfund hittum við í ferðinni, sem ný- búinn var að fá 100 þtisund rúblur fyrir barnabók, er hann liafði samið, ósköp venjulega barnasögu, að því er hann sagði sjálfur. Slíkir þurfa ekki að kvíða ævinni, eftir að þeir hafa einu sinni unnið hylli þeirra, sem bókaútgáfunni ráða. Gg það cr af og frá, að múrarinn hafi hærri laun en prófessorinn í Rússlandi. Almcnningur er raunar þegar svo langt komimi á menntabrautinni, að valdhafar hafa séð þann kostinn vænstan að hækka laun fyrir mörg af liinum óvinsælli verka- mannastörfum, svo sem götuhreinsun og námavinnu. Tiilkur tjáði mér, að margar konur kysu að vinna við hreinsun gatna, af því að það væri vel borgað, en aug- ljóst cr liins vegar, að ástæðan til þess, hversu margar konur í Ráðstjórnarríkj- ununi vinna þau störf, sem við köllum karlmannsverk, er sú, hversu ógnarlegU mannfalli þessar þjóðir hafa orðið lyrir í styrjöldum, einkum síðari lieimsstyrjöld-, inni. Þá urðu kouur að hefja merki fall- inna manna sinna, til þess að atvinnu- líiið færi ekki i kaldakol. Alls staðar verjð að byggja., ’ Alls staðar sér merki uppbyggingar og þenslu Maskvuborgar. IIús eru hvarvetna í smíðum, og er mest byggt úr tigulsteini eða öðrum hleðslusteini eða helfum, sem framleiddar eru í verksmiðjum. Þrátt fyrir gevsi mikið starf í byggingum, fer því fjarri, að ástaud sé go.tt í húsnæðismálum miðað við okkar kriilur. Áætlanir gera ráð fyrir, að þ.ví marki verði náð á næstu tólf ánun, og mig minnir, að hver einasta fjölskylda geti halt íbúð fyrir sig, og er þá 4—5 manna íjölskyldu ætlað 50 fer- metra gólfrými- 12 fermetra gólfflötur fyrir einstakling er talið ágætt, og hlotu- ast sfikur lúxus, varla þeim, sem ekki vinna nein hin æðri störf. Húsafeigit er hins vegar mjög haldið í hóli. Túlkur okkttr ferðafélaga, kona um fertugt, sagð- ist ásamt eiginmanni sínum og syni búa í fjögurra herbergja íbúð, og greiddu jitiu lyrir ltana 150 rúblur á mánuði, cða milli 5 og 4 hundruð krónur. Hún sttgði einnig, að fæði væri ódýrt og örsjaldan kæmi fyrir, að skortur yrði á einstaka vegna þess, að á vissum árstíðum yrði sums staðar erfitt um samgiingur í hinu stóra landi, þar sem akveganet er enn ekki orðið nógu þétt. Sagði hún, að á matsulustöðum fyrir almenuing mætti fá allgóða máltíð fyrir H—5 rúblur. Þröng kjör, en batnandi. Með stórauknum byggingum á síðari ár- um hefur luisnæðisástandið batnað, þrátt fyrir síaukua mannmergð. Þó er svo enn, að sums staðar verður barnafjiilskylda öll, að hýrast í emu herbergi og hafa að- gang að eldunarplássi með öðrum. Og til mun vera, að fjölskylda sé ekki ein um sitt herhergi.........Hefði verið lagt mikið kapp á að byggja yiir alþýðuna alla þá tíð, sem ráðstjórn hefur ráðið, er ckki vaíamál, að ástandið væri orðið miklu betra en jrað er. En slík hefur stefna valdhafanna ekki verið. Annað hefur setið í fyrirrúmi, t. d. uppbygging þungaiðnaðarins. Kunnugir telja, að ástandið í Moskvu- borg liafi verið einna \erst á árununi kringum síðari heimsstyrjöldina, en upp úr því var svo farið að vinna að úrbótum fyrir alvöru. Sumir taka jafnveí svo til orða, að húsnæðisleysið undir ráðstjórn liafi orðið verra en á keisaratímanum. Fólkinu hafi sííellt verið að fjölga án þess, að byggingum væri sinnt í þeim ínæli, að eitthvað dygði til úrbóta. Börnin bezl khvdd. Hcitt vatn er leitt í hús á allstórum svæðum, a. m. k. i miðborginni, og eru þá húsin einnig hituð upp með því, en reistar liafa verið stórar stöðvar, jjar .sem vatnið er liitað. Þannig er ein stór mið- stöðvarupphitun fyrir stórt hverfi. Því fer þó fjarri, að vatnslagnir séu á hvert byggt ból í Ráðstjórnarríkjunum, hvað þá, að um heitt vatn sé að ræða. Ekki þarf að fara langt út lyrir Moskvu þar til kemur í byggðir, sem bera svipniót sveitaþorpsins nær ósnortið. Mcðtram breiðum og góðunr, malbikuðum aðal- þjóðvegum, sem liggja milli stórborganna, standa ómálúð eða gamalmáluð timbur- lrús, oft bjálkahús, í röðum eða þýrping- um á báða vegu. Handan við vegarskurð- inn á báðar hliðar eru brunnar með stuttu millibilj, en húsfreyjurnar þramma mcð vatnsfötur í báðum höndum að sækja vatnið. Sums staðar eru allgóðir vatnspóstar mcð sæmilegum, handknún- um dæluútbúnaði, og geta húsfreyjur sctt sínar undir rennslið, en annars vörutgeund til matar. Það væri þá ekki vegna jicss, að varan væri ckki til, hcldurfiitur staðar er allt með frumstæðara móti: opnir brunnar með vinduási, sveif og fötu, sem dýft er í. Margar húsmæður sá ég hafa bogna klyfstöng yfir herðarnar. Það er líkt að litast um á slíkum slóðum og maður getur ýmyndað sér af rússneskri skáldsögu. Fólkið er markað gf erfiði, en er glaðlegt og gestrisið. llörnin, sem meira ber á í slíku umhverfi en í borg- inni, eru hraustleg, og þau eru áberandi miklu betur klædd en fullorðna fólkið- Þeirra er framtíðin. Þennan mun á klæðaburði sá ég hvarvetna þar, sem ég kom, í Ráöstjórnarríkjunum. I'áir skýjakljújar — flúr á þunglamalegmn húsum. Það eru ekki margir skýjakljúfar í Moskvu. Þeir eru án efa innan við tug að tölu. liorgin rís Jní ekki hátt í loft. í vissum hverfum er mikið af gömlum lmsum, jiar sem eitt sinn bjó aðall og auðkýfingar. Mörg þessara húsa eru fögur, og fer ckki hjá því, að mörgum gesti linnist þau bera af þeim luisum, sem byggð hafa verið meðan Stalin var við völdin. Þær byggingar eru að vísu margar mikilfenglegar á sinn hátt, en kuldalegar eru þær, jirátt fyrir allt flúrið, 'en unt Jiað munu flestir á einu máli, að Jtað keyri langt vir hófi. Flúrið er jafnt utan sent innan dyra, en auk Jvess blasir mar- mari hvarvetna við sjónurn eftir að inn er komið. Miirg af nýlegri stórhýsum eru með turnum, og innan um flúrið er kornið fyrir myndastyttum á stöllum, að ekki sé minnzt á haraarinn og sigðina, sent alls staðar ber fyrir augu. Dýr smekkur Stalins. Súlur bygginganna eru sverar og þung- lantalegar, og einhvern veginn ber hið smærra skraut áþekkan svip. Það var vist smekkur Stalins að byggja hús á þenn- an veg, og er þá ekki að sökum að spyrja. Það fer ekki hjá, að slík hús kosta miklu meira en hús með einfaldara sniði og útliti, en um það er varla spurt, þegar húsin eiga unt leið að vera eins konar sýniugargripir. Eitt sinn ruglaði ég sam- an tveimur skýjakljúfum í Moskvu. Ann- ar var (búðarhús cn hitt utanríkisráðu- neytið. Slíkar byggingar eru auðvitað á kostnað alþýðunnar. Þær eru til tafar á leið tif bættra lílskjara. Eitt sinu spurðum við ferðafélagar túlk okkar, livort ckki væri ofboðslega dýrt að byggja á slíkan hátt. „Nei, nei,“ sagð lnin. „Skrautið er allt framleitt í verksmiðjum og kostar sama og ekki neitt,“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.